Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2017

Hvernig er hægt að fjölnýta knattspyrnuhallirnar?

Vangaveltur um fjölnýtingu knattspyrnuhallanna hafa verið nokkuð áberandi á þessari síðu enda er það eitthvað sem hefur lítið tíðkast hérlendis. Hugmyndin um að stjórnvöld og sveitarfélög í samvinnu við íþróttasérsambönd fjárfesti í færanlegu stúkukerfi og færanlegu gólfefni er spennandi. Þá er auðvitað verið að tala um fjárfestingu til nokkurra ára eða þar til búið er að taka nýja fjölnota íþróttahöll í notkun.  Þegar ný fjölnota íþróttahöll verður komin í gagnið á höfuðborgasvæðinu opnast möguleiki að nota færanlega stúkukerfið í knattspyrnuhöllunum úti á landi þar sem hægt verður að halda stóra íþróttaviðburði. Þetta yrði semsagt fjárfesting til framtíðar fyrir landið allt. Tökum sem dæmi knattspyrnuhöllina, Fífuna, í Kópavoginum. Þar er hægt að koma fyrir færanlegum áhorfendastúkum sem rúma geta 5 - 6 þúsund áhorfendur. Hún er ekki stærsta knattspyrnuhöllin á Íslandi en samt sem áður getur hún tekið við áhorfendastúkum sem geta rúmað nokkur þúsund manns. Hér að neðan eru t

Jane Sandanski Arena í Makedóníu

Austantjaldsþjóðirnar hafa undanfarin ár verið duglegar að byggja nýjar fjölnota íþróttahallir. Íslendingar léku t.a.m. í tiltölulega nýrri og glæsilegri höll í Skopje í Makedóníu í síðustu viku, þar sem umgjörðin var til fyrirmyndar. Reyndar má deila um hegðun áhorfenda en það er annað mál. Makedónar reistu aðra glæsilega höll fyrir þremur árum sem ber heitið Jane Sandanski Arena en hún tekur 6.500 manns í sæti og nam byggingarkostnaðurinn 1,7 milljörðum króna. Stórlið Vardar Skopje í handbolta spilar heimaleiki sína í höllinni sem er þekkt fyrir mikla stemningu þar innandyra. Jane Sandanski Arena er dæmi um fjölnota íþróttahöll sem raunhæft væri að reisa hérlendis. Mynd: Turlitava.com

Marka Valsmenn tímamót í byggingu og notkun knattspyrnuhalla á Íslandi?

Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu hefur aldrei verið gert ráð fyrir uppsetningu færanlegra áhorfendastúka eða færanlegra gólfefna inn í þeim knattspyrnuhöllum sem risið hafa vítt og breitt um landið undanfarna tvo áratugi. Hins vegar er hugsanlegt að færanlegt handboltagólf verði í knattspyrnuhöllinni sem Valur ráðgerir að reisa á íþróttasvæðinu að Hlíðarenda. ,, Það er spennandi kostur að geta verið með færanlegt handboltagólf í knatthúsinu ," segir i grein sem birtist í Valsblaðinu árið 2015. Nokkur óvissa hefur ríkt um stærð hallarinnar. Í fyrstu var gert ráð fyrir knatthúsi í hálfri stærð en svo virðist sem að stefnan sé nú að reisa hús yfir heilan knattspyrnuvöll. ,, Niðurstaðan var að Kristján arkitekt gerði tillögu að minni forbyggingu þannig að hægt væri að byggja knatthús yfir heilan knattspyrnuvöll ," segir ennfremur í greininni. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls en ljóst er að ef byggt verður yfir heilan knattspyrnuvöll með

Norðmenn undirbúa byggingu stórrar fjölnota íþróttahallar

Það er mikill uppgangur í norskum handbolta um þessar mundir eftir að karlalandsliðið nældi óvænt í silfrið á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í janúar síðastliðinn og þá er óþarfi að fjölhæfa um árangur kvennalandsliðsins undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Svo virðist sem að árangur karlalandsliðsins komi á besta tíma en framundan eru tvö stórverkefni á norskri grundu þar sem Evrópumót karla og kvenna verða haldin í samvinnu við aðrar þjóðir árið 2020. Ásamt Norðmönnum munu Svíar og Austurríkismenn halda Evrópumót Karlalandsliða en Danir verða þeim norsku til halds og trausts kvennamegin. Í ljósi þess að tvö stórmót hafa rekið á fjörur Norðmanna hefur verið tekin ákvörðun um að byggja nýja keppnishöll og gera áætlanir ráð fyrir að hún muni rúma 8000 áhorfendur. Hins vegar er talið líklegt að hún muni rúma fleiri í sæti þegar endanlegar teikningar hafa verið samþykktar. Ekki er ráðgert að höllin rísi í Osló heldur er stefnt að því að hún rísi í Þrándheimi. Við skulum krossa f

Forseti ÍSÍ árið 1994: ,,Það er ekki vonum fyrr."

Árið 1994 var Ellert B. Schram, þáverandi forseti íþróttasambands Íslands, vongóður um byggingu fjölnota íþróttahallar í tæka tíð fyrir HM 95. Hins vegar má greina töluverðrar efasemdar í grein sem hann ritaði í Morgunblaðinu það ár undir heitinu: ,,Höllin sem aldrei reis." Þessi efasemdartónn átti eflaust rétt á sér því tuttugu og þremur árum síðar er fjölnota höllina hvergi að finna þó vissulega hafi knattspyrnuhallir dúkkað upp hér og þar. Hins vegar er erfitt að skilgreina þær sem fjölnota þar sem lítið er um að aðrar íþróttagreinar rati þar inn. Í þessari tilteknu grein ritar Ellert m.a.: ,, Á undanförnum dögum og vikum hafa íþróttaáhugamenn fylgst spenntir með fréttum af hugsanlegri byggingu stórs fjölnota íþróttahúss í Reykjavík. Sú umræða hefur að vísu tekið margar dýfurnar og þær hafa ekki ætíð verið málinu til framdráttar ." Ennfremur ritar Ellert: ,, Öllum er þó væntanlega ljóst að bygging fjölnota íþróttahúss yrði gífurleg lyftistöng fyrir þær íþróttagreina

Íslendingar eru uppbyggingarskussar samanborið við aðrar Evrópuþjóðir

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á keppnishöllum flestra Evrópuþjóða undanfarna tvo áratugi. Nánast allar þjóðirnar hafa byggt upp hallir sem standast nútímastaðla og eru margar þeirra í fremstu röð í hand- og körfubolta. Því koma þessi mannvirki að góðum notum. Sem stendur spila Íslendingar í þriðju elstu keppnishöllinni sem notuð er að staðaldri í undankeppnum boltagreina. Af þessum þremur uppbyggingarskussum er Ísland eina þjóðin sem hefur náð eftirtektarverðum árangri í bæði hand- og körfubolta á undanförnum árum. Með það í huga kemur framkvæmdaleysi stjórnvalda á óvart, einkum vegna þess að Laugardalshöll hefur verið stimpluð sem ólöglegur keppnisstaður í alþjóðahandknattleik. Hún er eiginlega á undanþágu. En hvað með það, hér er listi yfir byggingarár ,,þjóðarhalla" evrópskra þjóða í innanhúsíþróttum: Rússland, VTB Arena, byggingu lýkur í ár, 2017. Írland, Sport Ireland National Indoor Arena, 2017 Albanía, Tirana Olympic Park, 2016. Wales, Ice Arena Wales, 2016

Svartfjallaland reisti glæsilega þjóðarhöll árið 2009

Þegar Svartfjallaland öðlaðist sjálfstæði árið 2006 vaknaði íþróttahreyfingin upp við þann vonda draum að mörg af helstu íþróttamannvirkjum landsins voru í niðurníðslu. Þjóðin hafði gengið í gegnum miklar þrengingar í kjölfar stríðsátaka á svæðinu og þrátt fyrir að helsta keppnishöll landsins Moraca Sports Center hafði verið endurbætt að hluta þótti mönnum tími til kominn að reisa nýja fjölnota keppnishöll. Moraca Sports Center var reist árið 1978 og var barn síns tíma og því tóku stjórnvöld ákvörðun um að reisa nýja alhliða keppnishöll. Moraca höllin var þó ekki tekin úr notkun og er enn notuð í dag þegar bosníska körfuboltalandsliðið spilar. Ákveðið var að ráðast í framkvæmdir á nýrri höll og varð niðurstaðan Topolica Sport Hall en byggingu hennar lauk árið 2009 og þykir hún nútímaleg fjölnota íþróttahöll sem Svartfellingar geta verið stoltir af.

Borgarstjóri Reykjavíkur árið 1994: ,,án efa mun fjölnota íþróttahöll rísa áður en langt um líður."

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var nýorðin borgarstjóri Reykjavíkur þegar umræðan um byggingu fjölnota íþróttahallar var í andarslitunum. Mörg ár höfðu farið í vangaveltur og þras og veltu ýmsir fyrir sér hvort Ingibjörg myndi draga taum hallarandstæðinga líkt og forveri hennar í starfi, Davíð Oddsson. Davíð hafði engan áhuga á því að ljúka málinu á farsællegan hátt og fljótlega varð ljóst að Ingibjörg yrði enginn bandamaður íþróttahreyfingarinnar í þessu máli. Hún lét þó hafa eftir sér að ekki yrði þess langt að bíða þar til fjölnota íþróttahöll risi í borginni. Hvort hún hafi með þeim ummælum einungis verið að meina knattspyrnuhallir skal ósagt látið en ljóst er að innanhúsíþróttagreinar hafa ekki verið auðfúsugestir þar inni. Fimleikasamband Íslands þurfti t.a.m. að leigja 4.000 sæta stúku þegar Evrópumótið í hópfimleikum var haldið hér í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal haustið 2014. Kaldhæðnin er sú að frjálsíþróttahöllin stendur á þeim stað þar sem áætlað var að reisa fjöln

Landsliðsmenn um Laugardalshöll árið 1994: ,,á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir."

Íslenskir handboltalandsliðsmenn töldu sig illa svikna þegar ljóst var að ný keppnishöll myndi ekki rísa fyrir HM 95. Að þeirra mati var Laugardalshöllin úrelt bygging og engan veginn í stakk búin til að hýsa stórleiki á heimsmeistaramóti sem og aðra leiki að því loknu. Auðvitað var þessi höll þeim öllum kær en að þeirra mati áttu tilfinningar ekki að ráða för í þessu máli. Í júlí 1994, rúmum tíu mánuðum fyrir setningu heimsmeistaramótsins, sendu landsliðsmennirnir aðsenda grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni ,,Við gerum okkar besta - en ..." þar sem framtaksleysi stjórnvalda var harðlega gagnrýnt. ,,V ið höfum allir átt ógleymanlegar stundir í Laugardalshöllinni og margir af stærstu sigrum íslenska landsliðsins hafa einmitt verið þar. Hins vegar verður að viðurkennast að þessi 30 ára gamla bygging er barn síns tíma og á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir ," stóð m.a. í greininni. ,,Þ að er hins vegar alveg lj

Ónýtt tækifæri í knattspyrnuhöllunum

Eftir rúm tvö ár verða liðin tuttugu ár frá því að fyrsta knattspyrnuhöllin var tekin í notkun á Íslandi, nánar tiltekið í Reykjanesbæ. Síðan þá hafa þær risið með reglulegu millibili hérlendis, flestar á höfuðborgarsvæðinu og á sunnanverðu landinu en landsbyggðin hefur einnig fengið sinn skerf af þessum byltingarkenndum mannvirkjum. Þær eru misstórar og hvolfist yfirbygginging ekki alltaf yfir heilan knattspyrnuvöll. Það skiptir ekki mestu máli. Mikilvægast er að þær eru komnar hingað. Hingað til að vera. Þessi gímöld sem hafa skipt sköpun í ótrúlegri þróun íslenskrar knattspyrnu á síðustu árum. Árið 1994, einungis fimm árum áður en Reykjaneshöllin reis í öllu sínu veldi stóð mikill styr um hugmyndir um nýja fjölnota íþróttahöll í tengslum við HM 95. Þá var ekki lengur inn í myndinni að reisa fjölnota íþróttahöll einungis fyrir innanhúsíþróttir heldur var umfangið orðið stærra og átti þess konar höll að rúma heilan knattspyrnuvöll sem hægt væri að nota að loknu heimsmeistaramótin

Liechtenstein undirbýr byggingu fjölnota íþróttahallar

Á meðan engin áform eru uppi um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar hérlendis berast fregnir frá smáríkinu Liechtenstein. Þar er áætlað að 5000 sæta fjölnota íþróttahöll rísi í náinni framtíð. Verkefnið hefur verið í bígerð í nokkur ár en hentug staðsetning er það eina sem hefur tafið fyrir fyrstu skóflustungunni. Yfirvöld í Liechtenstein telja íþróttir mikilvægan þátt fyrir framþróun þjóðarinnar og hefur t.a.m. dágóður skildingur farið í uppbyggingu þjóðarleikvangs furstadæmisins í knattspyrnu. Þrátt fyrir að íbúafjöldi landsins sé einungis um 37 þúsund er þjóðin stórtæk í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum. Að lokinni byggingu hallarinnar mun aðalkeppnishöll Liechtenstein í inniíþróttagreinum vera rúmlega helmingi stærri en aðalkeppnishöll okkar Íslendinga, Laugardalshöllin. Hér að neðan eru tvær tölvuteiknaðar myndir af fyrirhugaðri íþróttahöll í Liechtenstein.

Yasar Dogu Spor Salonu í Tyrklandi

Yasar Dogu Spor Salonu er fjölnota íþróttahöll sem er staðsett í Samsun í Tyrklandi. Hún var tekin í notkun árið 2013 og tekur 8.460 manns í sæti. Hún þykir einstaklega vel heppnað íþróttamannvirki og hefur hönnun hennar, notkunarmöguleikar og heildarskipulag unnið til verðlauna. Byggingarkostnaður hallarinnar nam 2,1 milljarði íslenskra króna.

... þar til röðin kemur að þeim

Allar íþróttagreinar þurfa að hafa aðstöðu og rými til að þróast. Það var fagnaðarefni þegar frjálsíþróttahöllin reis um miðjan síðasta áratug enda kominn tími til. Sundfólk fagnaði einnig um miðbik síðasta áratugar þegar sundmiðstöðin í Laugardal var opnuð. Stórglæsilegt mannvirki sem lyfti ásjónu íslenskra sundíþrótta upp á hærra plan. Samtals var kostnaður þessara tveggja fjárfestinga rúmur tveir milljarðar króna og voru þær þarfaþing fyrir alla aðila. Við fögnum þessari uppbyggingu. Vonandi verður þess ekki langt að bíða þar til fólk sem tengist innanhúsíþróttagreinum fagni byggingu fjölnota íþróttahallar en eitt er víst, því miður; þá eru viðbrögð stjórnvalda alltaf á þá leið að viðkomandi verða að sitja og bíða og umfram allt þegja þar til röðin kemur að þeim.

Könnun: Hver þessara valkosta hentar Íslendingum?

Hér á þessari síðu hefur verið fjallað nokkuð stuttlega um fjórar nýlega reistar fjölnota íþróttahallir. Þær eiga það allar sammerkt að hafa verið ódýrar í byggingu og hver dýrmætur fermetri er nýttur á réttan hátt. Miklu máli skiptir þegar farið verður í hönnunar- og skipulagsvinnu varðandi nýja keppnishöll okkar Íslendinga (hvenær sem það verður) að notagildið verði sem mest. Að hver fermetri sé nýttur sem best, að glæsileiki sé ekki mesta þarfaþingið heldur einfaldleikinn.  Það væri fróðlegt að vita hvort aðrir Íslendingar hafi skoðun á þessu máli og hvaða valkost þeir telji vera bestan eða hentugastan fyrir Íslenskar aðstæður. Hér eru valkostirnir: Gradska Arena Zenica:  http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/04/gradska-arena-zenica-i-bosniu.html Audi Aréna Gyor: http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/04/audi-arena-gyor-i-ungverjalandi.html Sali Polivalenta:  http://nyfjolnotaithrottaholl.blogspot.is/2017/05/sala-polivalenta-i-rumeniu.html Hayri Gur

Íslendingar spila í glæsilegri höll á morgun

Ísland sækir Makedóníu heim í undankeppni EM í handbolta á morgun en þjóðirnar munu etja kappi í glæsilegri fjölnota íþróttahöll í Skopje. Höllin sem ber heitið Boris Trajkovski Sports Center var tekin í notkun árið 2008 og getur tekið við 5.000 áhorfendum á handboltaleikjum. Hún getur auk þess tekið við 6.500 áhorfendum á körfuboltaleikjum. Hún leysti af hólmi íþróttahallir sem voru byggðar á sjöunda og áttunda áratuginum sem höfuðvígi hand- og körfuboltalandsliða Makedóníu. Þetta bjóða Makedónar okkur uppá á morgun. Gerist vart betra og það er uppselt á leikinn!

Lífsskeið íþróttahalla (Arena Life Span)

Íþróttahallir eru ekki eilífar. Einbreiðar brýr eru ekki eilífar. Á einhverjum tímapunkti þarf vegamálastjóri að taka sönsum og skipta einbreiðri brú út fyrir tvíbreiðabrú. Bifreiðum á þjóðvegunum fjölgar og einbreiðar brýr eru óþarfa flöskuhálsar og beinlínis hættulegar ökumönnum. Menntamálaráðherra þarf að taka sömu sönsum og skipta úr sér genginni Laugardalshöll út fyrir nýrri og stærri fjölnota íþróttahöll. Höllin er óþarfa flöskuháls í stórleikjum boltalandsliðanna og hættuleg keppnisfólki. En hver eru viðmiðin? Hvenær er kominn tími til að skella í lás? Frá miðri síðustu öld hefur meðalnotkunartími íþróttahalla sífellt verið að styttast. Í fyrstu voru þetta fremur einföld mannvirki, steinsteypt og rýmin voru óhentug. Hins vegar þótti óforsvaranlegt að leggja þær af fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 - 50 ár. Sem betur fer hefur hönnun og skipulag íþróttahalla þróast gríðarlega á undanförnum þremur áratugum. Framfarirnar hafa verið svo örar að í dag þykir það ekkert tiltökumá

Viljayfirlýsing um byggingu fjölnota íþróttahallar var undirrituð 1988

Á þessu ári eru liðin 30 ár frá undirritun viljayfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands um stuðning við umsókn HSÍ um að HM í handbolta skyldi haldið hérlendis. Ári síðar skrifaði ný ríkisstjórn undir aðra viljayfirlýsingu sem fól í sér byggingu stórrar keppnishallar. Fyrir 29 árum voru íslensk stjórnvöld því tilbúin að byggja nýja fjölnota íþróttahöll en hinar séríslensku málalyktir urðu þær að byggt skyldi útskot á Laugardalshöllina, þar sem koma mætti fyrir aukabekkjum svo allir aflögufærir gætu komist fyrir á úrslitaleiknum. Viljayfirlýsingin? Hvernig væri að rukka núverandi ríkisstjórn um hana. Alla vega, íslensk stjórnvöld sendu svohljóðandi viljayfirlýsingu til Alþjóða Handknattleikssambandins (IHF) árið 1988: ,, The government of Iceland herewith declares that a new sports, exhibition and conference hall for 8.000 spectators is planned to be built in Reykjavik well in advance of the World Championship in Handball 1993 - 1994. This hall will be built in cooperation with Reykja

Hayri Gur Arena í Tyrklandi

Hayri Gur Arena er fjölnota íþróttahöll í Tyrklandi. Hennar meginnotkun hverfist um körfubolta en aðrar íþróttagreinar njóta þar einnig góðs brautargengis. Hún var tekin í notkun árið 2011 og nam byggingarkostnaðurinn 920 milljónum íslenskra króna. Höllin tekur alls 7.500 manns í sæti. Hvenær ætla íslenskir stjórnmálamenn að taka ákvörðun um framtíð Laugardalshallarinnar?

Smá talnaleikur

Hverfum rúm 30 ár aftur tímann þegar mörgum þótti tími til kominn til að leysa Laugardalshöllina af hólmi með nýrri fjölnota íþróttahöll. Þá voru teknar ákvarðanir, gerðir samningar og stjórnvöld hérlendis skuldbundu sig til að reisa 8.000 sæta fjölnota íþróttahöll. Tvær ríkisstjórnir skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis undir lok níunda áratugarins. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hafði sett málið í ákveðinn farveg sem síðan rakst á himinháa stíflu þegar Davíð Oddsson tók við völdum 1991. Þar var viljinn enginn á að sigla málinu farsællega í höfn. Steingrímur sem marga fjöruna hafði sopið í íslenskum stjórnmálum taldi að með þessu væri verið að fara svíkjast undan alþjóðlegri skuldbindingu. Hann lagði fram tillögu um að veita 50 millj. kr. til byrjunarframkvæmda við íþróttahöllina. ,, Mér er fyllilega ljóst að þetta er umdeilt mál en ég er mjög eindregið þeirrar skoðunar að standa eigi við samninga og reyndar, getum við sagt, alþjóðasamninga eins og þessi er. Hann er bæð

Hin svokallaða æskulýðshöll

Áður en byrjað var að slá upp fyrir sökklum Laugardalshallarinnar á sjöunda áratuginum hafði önnur íþróttahöll verið í pípunum um nokkurt skeið í Reykjavík, hin svokallaða æskulýðshöll. Frá upphafi fimmta áratugarins heyrðust með jöfnu millibili háværar óskir um þessa höll enda voru húsnæðismál inniíþróttagreina í miklum lamasessi í borginni. Æskulýðshöllin átti að gjörbylta aðstöðumálum inniíþrótta í borginni en hún átti m.a. að hýsa skautasal þar sem rými var fyrir 3000 áhorfendur auk annars minni íþróttasalar sem rúma átti 500 manns í sæti. Auk þess átti kvikmyndahús að vera samtengt íþróttahöllinni. Ekkert varð þó úr þessum áætlunum og má segja að Reykvíkingar hafi þurft að búa við bágan kost í húsnæðismálum inniíþróttagreina þar til Laugardalshöllin reis árið 1965. Gísli Halldórsson, arkitekt og hönnuður margra íþróttamannvirkja á Íslandi, gerði uppdrátt að æskulýðshöllinni sem sjá má hér að neðan. Auk þess fylgir hér kort sem sýnir hvar æskulýðshöllin átti að rísa.

Sala Polivalenta í Rúmeníu

Sala Polivalenta er fjölnota íþróttahöll sem er staðsett í rúmensku borginni Cluj. Hún var tekin í notkun haustið 2014 og rúmar 7.308 manns í sæti.  Byggingarkostnaður hallarinnar nam um 1,9 milljarði íslenskra króna. Lögun hennar er nokkuð hefðbundin; kassalaga ytra byrði en þó hefur verið nokkuð lagt í útlitið en sérstakur grindlaga hjúpur þekur höllina að utanverðu.

Forseti IHF vildi að HM-höllin yrði reist eftir spænskri fyrirmynd

Í miðju stormviðrinu sem geisað hafði um staðsetningu og byggingu HM-hallarinnar reyndi þáverandi forseti IHF, Erwin Lanc, að höggva á hnút deiluaðila. Hann kom til landsins haustið 1990 til skrafs og ráðagerðar með ráðamönnum þjóðarinnar og forystumönnum handboltahreyfingarinnar hér á landi. Um það leyti hafði Kópavogsbær ákveðið og staðfest með samningum að höllin yrði byggð á landi sveitarfélagsins, nánar tiltekið í Smáranum, íþróttasvæði Breiðabliks. Ýmsar hugmyndir höfðu verið uppi um stærð og útlit væntanlegrar íþróttahallar en á fundi Lanc með forráðamönnum HSÍ og yfirvöldum í Kópavogi kom austurríkismaðurinn með tillögu um að Íslendingar ættu að líta til Spánar, nánar tiltekið til Granollers. Ólympíuleikarnir í Barcelona, sem halda átti 1992, voru á næsta leyti og hafði Granollers sem er smáborg í Katalóníu verið valin sem einn keppnisstaðanna í handboltakeppni leikanna. Þar höfðu yfirvöld ákveðið með staðfestu að ráðast í byggingu íþróttahallar og lagði Lanc til að Ísle