Allar íþróttagreinar þurfa að hafa aðstöðu og rými til að þróast. Það var fagnaðarefni þegar frjálsíþróttahöllin reis um miðjan síðasta áratug enda kominn tími til.
Sundfólk fagnaði einnig um miðbik síðasta áratugar þegar sundmiðstöðin í Laugardal var opnuð. Stórglæsilegt mannvirki sem lyfti ásjónu íslenskra sundíþrótta upp á hærra plan.
Samtals var kostnaður þessara tveggja fjárfestinga rúmur tveir milljarðar króna og voru þær þarfaþing fyrir alla aðila. Við fögnum þessari uppbyggingu.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða þar til fólk sem tengist innanhúsíþróttagreinum fagni byggingu fjölnota íþróttahallar en eitt er víst, því miður; þá eru viðbrögð stjórnvalda alltaf á þá leið að viðkomandi verða að sitja og bíða og umfram allt þegja þar til röðin kemur að þeim.
Ummæli
Skrifa ummæli