Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2018

Aviva Stadium í Dyflinni - mistök eða?

Fyrir 8 árum vígðu Írar nýjan þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu- og rugbylandslið þjóðarinnar í höfuðborginni Dyflinni í stað hins víðfræga Landsdowne Road. Byggingarkostnaður leikvangsins, sem fékk heitið Aviva Stadium, nam um 57 milljarða íslenskra króna en hið opinbera reiddi 27 milljarða af þeirri upphæð. Allt frá því að leikvangurinn var tekinn í notkun hafa margir furðað sig á staðsetningu og hönnun mannvirkisins. Knattspyrnusamband Írlands ákvað í samráði við borgaryfirvöld í Dyflinni og hið opinbera að nýr þjóðarleikvangurinn skildi rísa á sama stað og Landsdowne Road sem yrði því rifinn. Ekki voru allir á eitt sáttir við þá ákvörðun en íbúabyggð þrengri mjög að Landsdowne Road og því viðbúið að mjög þröngt yrði um fyrirhugaðan leikvang sem ráðgert var að yrði mun stærri. Rýmri og hentugri byggingarsvæði voru til staðar í og í nánd við borgina en engum var haggað í þessum efnum. Nýji leikvangurinn myndi standa þar sem Landsdowne Road stóð. Aviva Stadium reis

Moldóva byggir nýja þjóðarhöll

Framkvæmdir hófust í síðasta mánuði við byggingu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir í Moldóvu. Um er að ræða stóra fjölnota íþróttahöll sem mun rísa í útjaðri höfuðborgar landsins, Chisinau, og er áætlað að hún hýsi 5.000 áhorfendur í sæti. Íþróttahöllin hefur verið nefnd Chisinau Arena en auk hennar munu önnur íþróttamannvirki rísa á þessu 10 hektara svæði. Ætlunin er að svæðið verði heimsklassa íþróttasvæði. Kostnaðaráætlun fyrir byggingu hallarinnar gerir ráð fyrir fjárfestingu upp á rúma 6 milljarða króna. Moldóvska ríkið mun sjá alfarið um fjármögnun íþróttahallarinnar í formi raðgreiðslna til tyrkneska byggingafyrirtækisins Summa sem mun annast framkvæmdirnar og kosta verkefnið ásamt SAM Investment Company. Um er að ræða svokallaða sammvinuleið hins opinbera og einkaaðila (e. private-public partnership). Hið opinbera mun reiða fyrstu greiðsluna af hendi þegar 10% af uppbyggingu hallarinnar er lokið en samkvæmt opinberu samkomlagi mun moldóvska ríkið greið