Á þessu ári eru liðin 30 ár frá undirritun viljayfirlýsingar ríkisstjórnar Íslands um stuðning við umsókn HSÍ um að HM í handbolta skyldi haldið hérlendis. Ári síðar skrifaði ný ríkisstjórn undir aðra viljayfirlýsingu sem fól í sér byggingu stórrar keppnishallar.
Fyrir 29 árum voru íslensk stjórnvöld því tilbúin að byggja nýja fjölnota íþróttahöll en hinar séríslensku málalyktir urðu þær að byggt skyldi útskot á Laugardalshöllina, þar sem koma mætti fyrir aukabekkjum svo allir aflögufærir gætu komist fyrir á úrslitaleiknum.
Viljayfirlýsingin? Hvernig væri að rukka núverandi ríkisstjórn um hana.
Alla vega, íslensk stjórnvöld sendu svohljóðandi viljayfirlýsingu til Alþjóða Handknattleikssambandins (IHF) árið 1988: ,,The government of Iceland herewith declares that a new sports, exhibition and conference hall for 8.000 spectators is planned to be built in Reykjavik well in advance of the World Championship in Handball 1993 - 1994. This hall will be built in cooperation with Reykjavik City and several interested parties."
Og þegar árin liðu og menn voru farnir að lengja eftir ákvörðunum stigu alþingismenn í pontu hver á eftir öðrum og heimtuðu svör. Ingi Björn Albertsson var einn þeirra: ,,Hér er það alveg skýrt frá menntamálaráðherra í ríkisstjórn Íslands að þessi höll verður byggð," sagði Ingi og vitnaði í viljayfirlýsinguna. ,,Og meira að segja að hún verði byggð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Þess vegna er það alveg ljóst í mínum huga að ríkisstjórnin er siðferðilega skyldug að reisa þessa höll."
Svo mörg voru þau orð og ljóst að margir alþingismenn voru orðnir leiðir á biðinni og aðgerðarleysinu. Það átti jú að halda HM í handbolta innan fárra ára.
Annar sem tók sér stöðu í pontunni og ljáði sér máls á þessu var Árni M. Mathiesen. ,,Við stöndum því í dag frammi fyrir vandamáli sem við verðum að leysa og við verðum að líta á það jákvæðum augum og leita lausna á málinu. Ég treysti því að ríkisstjórnin standi við þær fjárhagslegu skuldibindingar sem síðasta ríkisstjórn gerði til byggingar íþróttahússins í Kópavogi og hjálpi til svo hægt verði að byggja hér ráðstefnuhöll og sýningarhöll sem getur hýst þá leiki í heimsmeistarakeppninni sem þarf að leika í svo stóru húsi."
Bæklingurinn frægi með teikningu af fyrirhugaðri íþróttahöll:
Bæklingurinn frægi með teikningu af fyrirhugaðri íþróttahöll:
Ummæli
Skrifa ummæli