Fara í aðalinnihald

Forseti ÍSÍ árið 1994: ,,Það er ekki vonum fyrr."

Árið 1994 var Ellert B. Schram, þáverandi forseti íþróttasambands Íslands, vongóður um byggingu fjölnota íþróttahallar í tæka tíð fyrir HM 95. Hins vegar má greina töluverðrar efasemdar í grein sem hann ritaði í Morgunblaðinu það ár undir heitinu: ,,Höllin sem aldrei reis."
Þessi efasemdartónn átti eflaust rétt á sér því tuttugu og þremur árum síðar er fjölnota höllina hvergi að finna þó vissulega hafi knattspyrnuhallir dúkkað upp hér og þar. Hins vegar er erfitt að skilgreina þær sem fjölnota þar sem lítið er um að aðrar íþróttagreinar rati þar inn.
Í þessari tilteknu grein ritar Ellert m.a.: ,,Á undanförnum dögum og vikum hafa íþróttaáhugamenn fylgst spenntir með fréttum af hugsanlegri byggingu stórs fjölnota íþróttahúss í Reykjavík. Sú umræða hefur að vísu tekið margar dýfurnar og þær hafa ekki ætíð verið málinu til framdráttar."
Ennfremur ritar Ellert: ,,Öllum er þó væntanlega ljóst að bygging fjölnota íþróttahúss yrði gífurleg lyftistöng fyrir þær íþróttagreinar sem eru háðar veðri og vindum og gjalda þess í stuttu keppnistímabili og lakari árangri. Íþróttalífið á Íslandi geldur almennt fyrir aðstöðuleysi."
Ef lesið er á milli línanna er ljóst að Ellert telur aðstöðuna í Laugardalshöll óboðlega fyrir keppnisfólk og áhorfendur.
,,Það er von mín að umræðan að undanförnu hafi vakið menn til vitundar um ágæti málsins og brýna þörf á boðlegum mannvirkjum. Það er góðs viti að borgaryfirvöld vilja kanna, í samráði við íþróttahreyfinguna, með hvaða hætti unnt er að reisa fjölnota íþróttahús. Það er ekki vonum fyrr," stóð í niðurlagi greinarinnar.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Landsliðsmenn um Laugardalshöll árið 1994: ,,á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir."

Íslenskir handboltalandsliðsmenn töldu sig illa svikna þegar ljóst var að ný keppnishöll myndi ekki rísa fyrir HM 95. Að þeirra mati var Laugardalshöllin úrelt bygging og engan veginn í stakk búin til að hýsa stórleiki á heimsmeistaramóti sem og aðra leiki að því loknu. Auðvitað var þessi höll þeim öllum kær en að þeirra mati áttu tilfinningar ekki að ráða för í þessu máli. Í júlí 1994, rúmum tíu mánuðum fyrir setningu heimsmeistaramótsins, sendu landsliðsmennirnir aðsenda grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni ,,Við gerum okkar besta - en ..." þar sem framtaksleysi stjórnvalda var harðlega gagnrýnt. ,,V ið höfum allir átt ógleymanlegar stundir í Laugardalshöllinni og margir af stærstu sigrum íslenska landsliðsins hafa einmitt verið þar. Hins vegar verður að viðurkennast að þessi 30 ára gamla bygging er barn síns tíma og á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir ," stóð m.a. í greininni. ,,Þ að er hins vegar alveg lj