Vangaveltur um fjölnýtingu knattspyrnuhallanna hafa verið nokkuð áberandi á þessari síðu enda er það eitthvað sem hefur lítið tíðkast hérlendis. Hugmyndin um að stjórnvöld og sveitarfélög í samvinnu við íþróttasérsambönd fjárfesti í færanlegu stúkukerfi og færanlegu gólfefni er spennandi. Þá er auðvitað verið að tala um fjárfestingu til nokkurra ára eða þar til búið er að taka nýja fjölnota íþróttahöll í notkun.
Þegar ný fjölnota íþróttahöll verður komin í gagnið á höfuðborgasvæðinu opnast möguleiki að nota færanlega stúkukerfið í knattspyrnuhöllunum úti á landi þar sem hægt verður að halda stóra íþróttaviðburði.
Þetta yrði semsagt fjárfesting til framtíðar fyrir landið allt.
Tökum sem dæmi knattspyrnuhöllina, Fífuna, í Kópavoginum. Þar er hægt að koma fyrir færanlegum áhorfendastúkum sem rúma geta 5 - 6 þúsund áhorfendur. Hún er ekki stærsta knattspyrnuhöllin á Íslandi en samt sem áður getur hún tekið við áhorfendastúkum sem geta rúmað nokkur þúsund manns.
Hér að neðan eru tölvuteikningar sem sýna hvernig hægt væri að koma fyrir færanlegu stúkukerfi fyrir 5.500 manns í Fífunni. Hér er einungis verið að sýna fram á stærðarhlutföllin.
Held að svona apparat myndi virka best í Egilshöllinni. Þar er hærra til lofts en í Fífunni. Þetta eru mjög áhugaverðar pælingar.
SvaraEyða