Ísland sækir Makedóníu heim í undankeppni EM í handbolta á morgun en þjóðirnar munu etja kappi í glæsilegri fjölnota íþróttahöll í Skopje.
Höllin sem ber heitið Boris Trajkovski Sports Center var tekin í notkun árið 2008 og getur tekið við 5.000 áhorfendum á handboltaleikjum. Hún getur auk þess tekið við 6.500 áhorfendum á körfuboltaleikjum.
Hún leysti af hólmi íþróttahallir sem voru byggðar á sjöunda og áttunda áratuginum sem höfuðvígi hand- og körfuboltalandsliða Makedóníu.
Þetta bjóða Makedónar okkur uppá á morgun. Gerist vart betra og það er uppselt á leikinn!
Ummæli
Skrifa ummæli