Á meðan engin áform eru uppi um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar hérlendis berast fregnir frá smáríkinu Liechtenstein. Þar er áætlað að 5000 sæta fjölnota íþróttahöll rísi í náinni framtíð.
Verkefnið hefur verið í bígerð í nokkur ár en hentug staðsetning er það eina sem hefur tafið fyrir fyrstu skóflustungunni. Yfirvöld í Liechtenstein telja íþróttir mikilvægan þátt fyrir framþróun þjóðarinnar og hefur t.a.m. dágóður skildingur farið í uppbyggingu þjóðarleikvangs furstadæmisins í knattspyrnu.
Þrátt fyrir að íbúafjöldi landsins sé einungis um 37 þúsund er þjóðin stórtæk í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum.
Að lokinni byggingu hallarinnar mun aðalkeppnishöll Liechtenstein í inniíþróttagreinum vera rúmlega helmingi stærri en aðalkeppnishöll okkar Íslendinga, Laugardalshöllin.
Að lokinni byggingu hallarinnar mun aðalkeppnishöll Liechtenstein í inniíþróttagreinum vera rúmlega helmingi stærri en aðalkeppnishöll okkar Íslendinga, Laugardalshöllin.
Hér að neðan eru tvær tölvuteiknaðar myndir af fyrirhugaðri íþróttahöll í Liechtenstein.
Áfram Liechtenstein!
SvaraEyða