Íþróttahallir eru ekki eilífar. Einbreiðar brýr eru ekki eilífar. Á einhverjum tímapunkti þarf vegamálastjóri að taka sönsum og skipta einbreiðri brú út fyrir tvíbreiðabrú. Bifreiðum á þjóðvegunum fjölgar og einbreiðar brýr eru óþarfa flöskuhálsar og beinlínis hættulegar ökumönnum.
Menntamálaráðherra þarf að taka sömu sönsum og skipta úr sér genginni Laugardalshöll út fyrir nýrri og stærri fjölnota íþróttahöll. Höllin er óþarfa flöskuháls í stórleikjum boltalandsliðanna og hættuleg keppnisfólki.
En hver eru viðmiðin? Hvenær er kominn tími til að skella í lás?
Frá miðri síðustu öld hefur meðalnotkunartími íþróttahalla sífellt verið að styttast. Í fyrstu voru þetta fremur einföld mannvirki, steinsteypt og rýmin voru óhentug. Hins vegar þótti óforsvaranlegt að leggja þær af fyrr en í fyrsta lagi eftir 40 - 50 ár.
Sem betur fer hefur hönnun og skipulag íþróttahalla þróast gríðarlega á undanförnum þremur áratugum. Framfarirnar hafa verið svo örar að í dag þykir það ekkert tiltökumál að búast við því að nýjar íþróttahallir dugi einungis í 16 - 20 ár. Þær verða einfaldlega fórnarlömb þeirrar öru þróunnar sem á sér stað í hönnun, skipulagi og tækni.
Í Bandaríkjunum þar sem peningar virðast vaxa á hverju strái og skipulagslöggjöfin er eins og hún er freistandi fyrir keppnislið að endurnýja keppnishallir sínar á 20 ára fresti eins og tilfellið er nú í NBA-deildinni.
Árið 2012 reiknaði tölfræðingurinn John Barr út að þáverandi meðalaldur íþróttahalla í NBA-deildinni væri 16 ár. Það eru áhugaverðar tölur, sérstaklega í ljós þess að mörg liðanna eru áratugagömul.
Ef súlurit hans er skoðað sést að flestar hallirnar eru á bilinu 11 - 20 ára gamlar.
Hér fyrir neðan má sjá línu- og súlurit þar sem John Barr sýnir fram á aldur íþróttahallanna í NBA:
Ummæli
Skrifa ummæli