Austantjaldsþjóðirnar hafa undanfarin ár verið duglegar að byggja nýjar fjölnota íþróttahallir. Íslendingar léku t.a.m. í tiltölulega nýrri og glæsilegri höll í Skopje í Makedóníu í síðustu viku, þar sem umgjörðin var til fyrirmyndar. Reyndar má deila um hegðun áhorfenda en það er annað mál.
Makedónar reistu aðra glæsilega höll fyrir þremur árum sem ber heitið Jane Sandanski Arena en hún tekur 6.500 manns í sæti og nam byggingarkostnaðurinn 1,7 milljörðum króna.
Stórlið Vardar Skopje í handbolta spilar heimaleiki sína í höllinni sem er þekkt fyrir mikla stemningu þar innandyra.
Jane Sandanski Arena er dæmi um fjölnota íþróttahöll sem raunhæft væri að reisa hérlendis.
Mynd: Turlitava.com |
Ummæli
Skrifa ummæli