Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2019

Forsætisráðherrann sem stóð við loforðið

Íbúar Mið-Ameríkuríkisins Belís sprungu úr stolti þegar körfuboltalandslið þjóðarinnar vann til silfurverðlauna í Mið-Ameríkukeppninni í körfubolta, COCABA Championships, árið 2009. Liðið hafði beðið nauman ósigur fyrir Mexíkó í úrslitaleiknum og voru liðsmennirnir hylltir sem þjóðhetjur við heimkomuna enda í fyrsta skipti sem þjóðin vann til verðlauna í liðakeppni á alþjóðavettvangi. Við þetta tilefni gaf þáverandi forsætisráðherra landsins, Dean O. Barrow, landsmönnum loforð. ,,Ég ætla að lofa því hér með að ég mun finna fjármagn til að byggja fyrsta flokks körfuknattleikshöll. Þetta afrek körfuboltalandsliðsins á ekki minna skilið .“ Þáverandi þjóðarleikvangur innanhússíþrótta í Belís var reistur undir lok 8. áratugarins og stóðst ekki þær kröfur og reglugerðir sem gerðar eru til nútímaíþróttahalla. Engum hugnaðist að þetta frækna körfuboltalandslið þyrfta að spila við þess konar aðstæður. Engum. Níu árum eftir þennan frækna árangur var nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþrót

Færeyingar undirbúa byggingu nýrrar þjóðarhallar

Það vakti athygli síðastliðið haust þegar evrópska handknattleikssambandið (EHF) felldi úr gildi undanþágu sem gerði Færeyingum kleift að spila keppnisleiki sína í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Þess í stað spiluðu Færeyingar fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM gegn Danmörku í íþróttahöll danska úrvalsdeildarliðsins Skjern í október. Í kjölfarið hafa skapast miklar umræður um málið meðal ráðamanna og almennings í Færeyjum og er ljóst að nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir mun rísa í Þórshöfn á næstu árum. Ákveðið hefur verið að ný höll rísi á svæði sem kallast Stóratjörn í norðurjaðri Þórshafnar. Þar var gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu fyrir rúmum 10 árum en þær áætlanir frestuðust í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Nú hefur verið ákveðið að endurvekja þessi áform og mun ný fjölnota íþróttahöll rísa á svæðinu. Einnig kom til greina að reisa nýja höll á helsta íþróttasvæði Þórshafnar þar sem núverandi þjóðarhöll og þjóðarleikvangurinn í knattspyrnu eru stað

Aðstöðuleysi versus aðstöðuleysi – nútímakröfur versus nútímakröfur

Í rúm 20 ár hefur stjórnvöldum verið bent á það aðstöðuleysi sem ríkir í Laugardalshöllinni. Þar eru margir um hituna og ljóst að þessi helsta keppnishöll Íslendinga annar ekki þeirri eftirspurn sem þar er. Þá er höllin 54 ára gamalt mannvirki og stenst engan veginn þær kröfur sem gerðar eru til nútímaíþróttamannvirkja. Þá er öryggi almennings og keppenda þar innandyra ábótavant í tilfellum keppnisleikja. Hún er á undanþágu hjá alþjóðlegum sérsamböndum sem gerir íslensku landsliðunum í hand- og körfuknattleik kleift að spila heimaleiki sína í undankeppnum stórmóta á íslenskri grund. Margoft hefur verið bent á þá staðreynd að þessi undanþága komi ekki til með að vara að eilífu og er það skandall að ekkert sé gert af hálfu stjórnvalda til að sporna við því með byggingu nýs þjóðarleikvangs innanhússíþrótta. Ávallt hafa stjórnvöld skellt skollaeyrum við ákalli íþróttahreyfingarinnar um betrumbætur og er ljóst að hér gæti ríkt leiðindaástand innan fárra ára verði ekkert að gert. Það s