Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu hefur aldrei verið gert ráð fyrir uppsetningu færanlegra áhorfendastúka eða færanlegra gólfefna inn í þeim knattspyrnuhöllum sem risið hafa vítt og breitt um landið undanfarna tvo áratugi.
Hins vegar er hugsanlegt að færanlegt handboltagólf verði í knattspyrnuhöllinni sem Valur ráðgerir að reisa á íþróttasvæðinu að Hlíðarenda.
,,Það er spennandi kostur að geta verið með færanlegt handboltagólf í knatthúsinu," segir i grein sem birtist í Valsblaðinu árið 2015.
Nokkur óvissa hefur ríkt um stærð hallarinnar. Í fyrstu var gert ráð fyrir knatthúsi í hálfri stærð en svo virðist sem að stefnan sé nú að reisa hús yfir heilan knattspyrnuvöll.
,,Niðurstaðan var að Kristján arkitekt gerði tillögu að minni forbyggingu þannig að hægt væri að byggja knatthús yfir heilan knattspyrnuvöll," segir ennfremur í greininni.
Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu þessa máls en ljóst er að ef byggt verður yfir heilan knattspyrnuvöll með færanlegu handboltagólfi skapast fjárfestingargrundvöllur fyrir stjórnvöld eða sveitarfélög í færanlegum áhorfendastúkum. Það er að segja ef Valsmenn samþykktu slíka notkun á höllinni.
Mynd: hlidarendabyggd.is |
Valsarar alltaf flottir. Hlíðarendi verður orðið eðalíþróttasvæði innan fárra ára.
SvaraEyðaHvað kosta svona áhorfendapallar???
SvaraEyða