Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2019

Glæsileg, fjölnota íþróttahöll rís í Tatabánya í Ungverjalandi

Borgaryfirvöld í Tatabánya í Ungverjalandi hafa tekið ákvörðun um að reisa nýja fjölnota íþróttahöll í borginni og mun handknattleiksfélagið Grundfos Tatabánya njóta góðs af henni. Grundfos Tatabánya er gamalgróið félag sem varð síðast ungverskur meistari árið 1984 en alls hefur félagið fjórum sinnum verið handhafi ungverska meistaratitilsins. Á síðustu fjórum árum hefur félagið hafnað í þriðja sæti deildarinnar á eftir risunum Telekom Veszprém og Pick Szeged og er það von manna að með tilkomu nýju hallarinnar muni félagið gera harða atlögu að titlaeinokun hinna fyrrnefndu félaga. Áætlanir gera ráð fyrir að hin nýju íþróttahöll muni rúma 6.000 áhorfendur í sæti og af kynningarefni að dæmi er ljóst að um stórglæsilegt mannvirki er að ræða. Helsta íþróttahöll Tatabánya er Földe Imre Sportcsarnok og er hún komin vel til ára sinna. Hún var tekin í notkun árið 1976 og þykir úrelt og stenst ekki kröfur sem gerðar eru til nútímaíþróttamannvirkja. Íbúafjöldi Tatabánya er um 66 þúsund

Uppbygging íþróttamannvirkja - þörf á kerfisbreytingu?

Leiða má líkum að því að ákveðin vatnaskil séu framundan í uppbyggingarmálum þjóðarleikvanga á Íslandi en reglugerð um viðurkenningu slíkra íþróttamannvirkja tók gildi árið 2018. Markmið hennar er m.a. að tryggja að skilgreindir þjóðarleikvangar standist gæðakröfur sem gerðar eru til þess konar mannvirkja. En þátturinn er lítur að fjármögnun uppbyggingarinnar er hins vegar ennþá mjög óljós. Allt sem viðkemur íþróttum á Íslandi heyrir undir menntamálaráðuneytið og þar með talið öll innviðauppbygging. Hins vegar er lítið fjallað um uppbyggingu íþróttamannvirkja í íþróttalögunum. Í 8. grein laganna segir að veita megi framlög úr íþróttasjóði til: ,,sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar.” Í stóra samhenginu er hér um sáralitlar upphæðir að ræða. Það þarf ekki að fara í grafgötur með þá staðreynd að hið opinbera hefur lítið tekið þátt í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Íslandi. Íþróttasjóður ríksins var s

Skeifan - þjóðarhöll sem skipulagshvati

Þegar landinn ferðast til útlanda og þá sérstaklega til stórra borga í Bandaríkjunum er mjög líklegt að hann muni koma auga á stórar íþróttahallir og leikvanga á rölti sínu í miðborgum þessarra borga. Þessi mannvirki eru afurðir stefnubreytingar sem átti sér stað í Norður-Ameríku undir lok síðustu aldar en þá hafði uppbygging stórra íþróttamannvirkja verið á jaðri þéttabýlissvæðanna í rúma þrjá áratugi. Á jaðrinum og fyrir utan hann var að finna víðáttumikil, óbyggð svæði sem þýddi að þar var hægt að byggja gríðarlega stór mannvirki umlukin bílastæðaflæmum. Ein helsta ástæða þess að ákveðið var færa uppbyggingu íþróttamannvirkja úr miðborgunum út á jaðarinn um miðja síðustu öld var tilkoma einkabílsins auk þess sem helsti markhópurinn, þ.e. millistéttar íþróttaáhugamaðurinn, var sífellt að flytjast úr miðborgunum og út í úthverfin. Eins og áður sagði snerist þessi þróun við á níunda áratug síðustu aldar. En annar angi þessarar stefnubreytingar náði til uppbyggingar íþróttamann