Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var nýorðin borgarstjóri Reykjavíkur þegar umræðan um byggingu fjölnota íþróttahallar var í andarslitunum. Mörg ár höfðu farið í vangaveltur og þras og veltu ýmsir fyrir sér hvort Ingibjörg myndi draga taum hallarandstæðinga líkt og forveri hennar í starfi, Davíð Oddsson.
Davíð hafði engan áhuga á því að ljúka málinu á farsællegan hátt og fljótlega varð ljóst að Ingibjörg yrði enginn bandamaður íþróttahreyfingarinnar í þessu máli. Hún lét þó hafa eftir sér að ekki yrði þess langt að bíða þar til fjölnota íþróttahöll risi í borginni.
Hvort hún hafi með þeim ummælum einungis verið að meina knattspyrnuhallir skal ósagt látið en ljóst er að innanhúsíþróttagreinar hafa ekki verið auðfúsugestir þar inni. Fimleikasamband Íslands þurfti t.a.m. að leigja 4.000 sæta stúku þegar Evrópumótið í hópfimleikum var haldið hér í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal haustið 2014.
Kaldhæðnin er sú að frjálsíþróttahöllin stendur á þeim stað þar sem áætlað var að reisa fjölnota íþróttahöll í aðdraganda HM 95. Með þessu er ekki verið að gagnrýna byggingu eða staðsetningu frjálsíþróttahallarinnar. Það var þörf framkvæmd sem mun láta gott af sér leiða um ókomna tíð.
Það verður hins vegar að teljast óeðlilegt að heimsmeistaramót í vinsælli boltaíþrótta skuli ekki hafa talist nógu mikið tilefni fyrir byggingu fjölnota íþróttahallar, hvort sem um var að ræða knattspyrnuhöll eður ei.
,,Án efa mun fjölnota íþróttahús rísa við Laugardalshöllina áður en langt um líður," skrifaði Ingibjörg í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
,,Í stefnuskrá Reykjavíkurlistans segir m.a. um það mál að hafinn sé undirbúningur að byggingu húss sem rúmar knattspyrnuvöll. Einnig má nota aðstöðuna til sýningarhalds sem mikil þörf er á í borginni," skrifaði Ingibjörg ennfremur.
Davíð hafði engan áhuga á því að ljúka málinu á farsællegan hátt og fljótlega varð ljóst að Ingibjörg yrði enginn bandamaður íþróttahreyfingarinnar í þessu máli. Hún lét þó hafa eftir sér að ekki yrði þess langt að bíða þar til fjölnota íþróttahöll risi í borginni.
Hvort hún hafi með þeim ummælum einungis verið að meina knattspyrnuhallir skal ósagt látið en ljóst er að innanhúsíþróttagreinar hafa ekki verið auðfúsugestir þar inni. Fimleikasamband Íslands þurfti t.a.m. að leigja 4.000 sæta stúku þegar Evrópumótið í hópfimleikum var haldið hér í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal haustið 2014.
Kaldhæðnin er sú að frjálsíþróttahöllin stendur á þeim stað þar sem áætlað var að reisa fjölnota íþróttahöll í aðdraganda HM 95. Með þessu er ekki verið að gagnrýna byggingu eða staðsetningu frjálsíþróttahallarinnar. Það var þörf framkvæmd sem mun láta gott af sér leiða um ókomna tíð.
Það verður hins vegar að teljast óeðlilegt að heimsmeistaramót í vinsælli boltaíþrótta skuli ekki hafa talist nógu mikið tilefni fyrir byggingu fjölnota íþróttahallar, hvort sem um var að ræða knattspyrnuhöll eður ei.
,,Án efa mun fjölnota íþróttahús rísa við Laugardalshöllina áður en langt um líður," skrifaði Ingibjörg í aðsendri grein í Morgunblaðinu.
,,Í stefnuskrá Reykjavíkurlistans segir m.a. um það mál að hafinn sé undirbúningur að byggingu húss sem rúmar knattspyrnuvöll. Einnig má nota aðstöðuna til sýningarhalds sem mikil þörf er á í borginni," skrifaði Ingibjörg ennfremur.
Ummæli
Skrifa ummæli