Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2018

Nýtt íþróttahús Grindavíkur er metnaðarfullt verkefni (myndir og myndband)

Framkvæmdir standa nú yfir við byggingu nýs íþróttahúss í Grindavík sem mun leysa Röstina af hólmi en um mjög metnaðarfullt verkefni er að ræða. Framkvæmdirnar eru liður í stækkun íþróttamiðstöðvarinnar en nýja keppnishöllin verður sambyggð gamla íþróttahúsinu, þ.e. röstinni. Húsið er hannað af Batteríinu arkitektum og verður 2.500 m 2 að stærð. Hér má sjá tölvuteiknaðar þrívíddarmyndir af keppnishöllinni auk myndbands af því hvernig mun vera umhorfs þar inni. Áætluð verklok eru í byrjun árs 2019. Með tilkomu nýs körfuboltahúss Hauka og nýs íþróttahús Grindavíkur er ljóst að aðstaða til körfuboltaiðkunar er að batna hérlendis. Mynd: Batteríið arkitektar. Mynd: Batteríið arkitektar. Mynd: Batteríið arkitektar. Mynd: Batteríið arkitektar. Myndbandsinnlit inn í nýja íþróttahöll Grindavíkur: https://www.youtube.com/watch?time_continue=2&v=m-D-5kfmAoY

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Þessi glæsilega íþróttahöll á að kosta 2,5 milljarða króna

Ný og glæsileg fjölnota íþróttahöll, Olive Arena, mun á næstu mánuðum rísa í Jaén á Spáni og er ætlunin að byggingu hennar verði lokið fyrir lok næsta árs. Um er að ræða gríðarlega metnaðarfullt mannvirki en alls munu vera 6.589 sæti í höllinni. Íbúafjöldi Jaén er um 125 þúsund manns en íbúar Reykjavíkur og umliggjandi höfuðborgarsvæðis eru rúmlega helmingi fleiri. Ef tekin yrði ákvörðun um að reisa fjölnota íþróttahöll hérlendis á morgun, myndi ég skoða þetta verkefni gaumgæfilega; þ.e. skipulags- og hönnunarlið auk kostnaðarlið. Mynd: Europa Press/Diputación De Jaén. Mynd: Europa Press/Diputación De Jaén. Mynd: Europa Press/Diputación De Jaén.

L'Axone í Frakklandi

L´Axone er fjölnota íþróttahöll í franska bænum Montbéliard þar sem íbúar eru um 26 þúsund talsins. Höllin var tekin í notkun árið 2009 og tekur 6.400 manns í sæti. Hún er dæmi um stóra íþróttahöll í tiltölulega fámennu sveitarfélagi en rekstur hennar gengur vel. Byggingarkostnaður íþróttahallarinnar nam um 3,6 milljörðum íslenskra króna. Mynd: Pleinair.net. Mynd: Syrc-img.com.

Safamýrin er spennandi uppbyggingarsvæði

Íþróttasvæði Fram í Safamýri er gríðarlega spennandi uppbyggingarsvæði. Ljóst er Fram mun yfirgefa svæðið innan þriggja ára þegar það flytur starfsemi sína í Úlfarsárdal. Vilji borgarinnar er að áfram verði starfrækt íþróttatengd starfsemi á svæðinu en þó hafa einnig verið uppi hugmyndir að skipuleggja þar íbúabyggð. Skjáskot: Já.is. Svæðið er vissulega nógu stórt og mjög fýsilegt undir fjölnota íþróttahöll; nýjan þjóðarleikvang innanhússíþrótta. Með einföldu mati á grunnkorti/loftmynd er augljóst að auðveldlega er hægt að koma þar fyrir um 10.000 m 2 byggingu sem er stærð 7 – 8.000 sæta íþróttahallar. Auk þess er rými fyrir viðbótaruppbyggingu í tengslum við mannvirkið. Enginn landhalli er á svæðinu og má segja að það kjörlendi fyrir stórt íþróttamannvirki. Þá er svæðið skilgreint sem íþróttasvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur og þyrfti því ekki að ráðast í breytta skilgreinda landnotkun. Lóðin er um 3,8 ha að stærð en afmörkun hennar má sjá hér að neðan auk þes

Þetta gerði Angóla fyrir fimm árum (myndir)

Árið 2009 vöknuðu ráðamenn í afríska ríkinu Angóla upp við vondan draum en helsta íþróttahöll landsins, Pavilhao da Cidadela sem var tekin í notkun árið 1974, var orðin úrelt og úr sér gengin. Þá var um þrennt að velja: að gera ekkert í málunum og láta höllina grotna niður, gangast undir viðamiklar endurbætur á henni eða byggja nýja, nútímalega íþróttahöll. Að lokum féllust stjórnvöld á þriðja kostinn, ný höll yrði byggð. Gamla höllin rúmaði 6.873 manns í sæti en mikill áhugi var fyrir því að arftaki hennar gæti tekið við mun fleiri áhorfendum. Og svo varð raunin en nýja þjóðarhöllin, Pavilhao Multiusos do Kilamba sem var vígð í september 2013, rúmar 12.720 áhorfendur í sæti. Afraksturinn er stórkostlegt mannvirki sem telst í dag eitt nútímalegasta og besta innanhúsíþróttamannvirkið í Afríku. Íþróttamálaráðherra Angóla sagði við vígsluathöfnina að nú hefði körfuknattleikslandslið þjóðarinnar eignast verðugan samastað en Angóla hefur á að skipa nokkuð frambærilegu landsliði í körf

CRS Hall Zielona Góra í Póllandi

Í Zielona Góra í Póllandi er fjölnota íþróttahöllin CRS Hall Zielona Góra. Hún tekur 6.080 manns í sæti og kostaði 2,8 milljarða í byggingu. Hún er heimavöllur körfuknattleiksliðsins Basket Zielona Góra. 5.080 sæti eru áföst en 1.000 sæti eru inndraganleg. Höllin var tekin í notkun 2010 og er ein margra nýrra íþróttahalla sem hafa risið í Póllandi undanfarin áratug. Íbúar í Zielona Góra eru um 140 þúsund talsins en umræður sköpuðust skömmu eftir vígslu hennar að þörf hefði verið á stærri höll með 7 - 8.000 sæti. Þeir verða hins vegar að láta sér þessa höll duga í bili.   Mynd: Wikipedia. Mynd: Stelmet Enea BC Zielona Góra.    

Lúin ertu Laugardalshöll í samanburði við aðrar ,,þjóðarhallir" í Evrópu

Líkt og margir vita sem fylgjast með þessu bloggi er Laugardalshöllin ein elsta keppnishöllin í Evrópu sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum landsliða. Þetta sést greinilega ef við skoðum aldur skilgreindra þjóðarhalla allra þjóðanna í álfunni. Boris Trajkovski Sports Center (2008), er þjóðarhöll Makedóníu. Mynd: Balkanleague.net. Vígsluár þjóðarleikvanga fyrir innanhúsíþróttir í Evrópu: Danmörk, Royal Arena, 2017. Írland, Sport Ireland National Indoor Arena, 2017. Albanía, Tirana Olympic Park, 2016. Sviss, Tissot Arena, 2015. Kasakstan, Barys Arena, 2015. Pólland, Tauron Arena, 2014. Rúmenía, Polyvalent Hall (Cluj), 2014. Moldóva, Complexului Sportiv, 2014. Skotland, SSE Hydro, 2013. Azerbaidjan, Baku Crystal Hall, 2012. Holland, Ziggo Dome, 2012. Búlgaría, Arena Armeec, 2011. Litháen, Zalgiris Arena, 2011. Tyrkland, Sinan Erden Dome, 2010. Slóvenía, Arena Stosize, 2010. Hvíta-Rússland, Minsk Arena, 2010. Bosnía og Hersegóvína, Arena Zen