Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2020

Staðsetning þjóðarleikvanga: Laugardalur eða annar staður?

Umræðan um staðsetningu og uppbygginga nýrra þjóðarleikvanga hefur verið mikil að undanförnu og að mestu leyti einskorðast við Laugardalinn í Reykjavík. Það er svæði sem flestir Íslendingar skilgreina sem þjóðaríþróttasvæði okkar Íslendinga. Sú umræða er hins vegar á villigötum að mati Þóris Hákonarsonar, fyrrum framkvæmdarstjóra KSÍ, og vill að málinu verði beint í annan farveg. Þórir, sem starfar nú sem íþróttastjóri Þróttar, vill að nýjum þjóðarleikvangi í knattspyrnu og nýrri þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir, verði fundinn annar staður á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum annars staðar en í Laugardalnum. ,, Það á að kanna nýja staðsetningu og nýja lausn sem hýsir þetta allt með sómasamleg hætti í stað þess að ræða um að byggja upp Laugardalsvöllinn sem ég held að myndi aldrei takast nægjanlega vel miðað við nútíma kröfur ," sagði Þórir í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í vikunni. Undirritaður telur að skoða eigi alla valkosti og ef málið