Verkfræðingurinn, Framsóknarmaðurinn og þá fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Steingrímur Hermannsson heitinn, steig í pontu á Alþingi í lok árs 1991 í umræðum um fjárlögin fyrir árið 1992 og vék orðum sínum að þeim ógöngum sem málefni handboltahallarinnar svokölluðu voru komin í. Hann sat í samsteypustjórn Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins árið 1988 þegar ríkisstjórnin skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar vegna umsóknar Íslands um að fá að halda HM 93 í handknattleik (sem síðar varð HM 95). Höllin átti að rúma 8.000 manns í sæti og var glæsilegur bæklingur gefinn út þar sem Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, lögðu blessun sína yfir umsóknina. Ísland fékk vilyrði fyrir að halda Heimsmeistarakeppnina en í kjölfarið hófst skrípaleikur sem rakinn hefur verið í grófum dráttum á þessari síðu og verður ekki gerður frekari skil hér. Hins vegar í miðri hringiðu þessa skrí