Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2018

Þegar Steingrímur Hermannsson reyndi að bjarga HM-höllinni

Verkfræðingurinn, Framsóknarmaðurinn og þá fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Steingrímur Hermannsson heitinn, steig í pontu á Alþingi í lok árs 1991 í umræðum um fjárlögin fyrir árið 1992 og vék orðum sínum að þeim ógöngum sem málefni handboltahallarinnar svokölluðu voru komin í. Hann sat í samsteypustjórn Alþýðu-, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins árið 1988 þegar ríkisstjórnin skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar vegna umsóknar Íslands um að fá að halda HM 93 í handknattleik (sem síðar varð HM 95). Höllin átti að rúma 8.000 manns í sæti og var glæsilegur bæklingur gefinn út þar sem Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, og Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, lögðu blessun sína yfir umsóknina. Ísland fékk vilyrði fyrir að halda Heimsmeistarakeppnina en í kjölfarið hófst skrípaleikur sem rakinn hefur verið í grófum dráttum á þessari síðu og verður ekki gerður frekari skil hér. Hins vegar í miðri hringiðu þessa skrí

Hversu stór á nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta að vera?

Eitt af því mikilvægasta sem viðkemur nýrri fjölnota íþróttahöll, er stærð mannvirkisins og sætafjöldi. Laugardalshöllin tekur 2.300 manns í sæti og er ljóst að arftaki hennar þarf að vera töluvert stærra og rýmra mannvirki. Uppselt var á landsleik Íslands og Litháen í undankeppni HM í gærkvöldi og komust mun færri að en vildu. Stemningin var frábær eins og oft vill verða í Höllinni en því miður er hún allt of lítil bygging og of gömul. Hún hefur sinnt sínu hlutverki stórkostlega frá því um miðjan sjöunda áratugnum en nú er komið að því að leysa hana af hólmi með nútímalegri og stærri höll. Segjum sem svo að Íslandi dragist einhvern tímann í undanriðil með Þjóðverjum, Dönum eða Svíum í undankeppni EM. Síðasti leikurinn er i Höllinni og sigur tryggir okkur sæti á lokamótinu. Þýskaland er stigi fyrir ofan Ísland og landsliðið þarf á öllum okkar stuðningi að halda. Ég fullyrði að 6.000 - 10.000 sæta höll myndi fyllast. Gert ráð fyrir gríðarlegri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu Spár ge

Sýnidæmi frá Póllandi

Hala Sportowa Czestochowa er fjölnota íþróttahöll í Czestochowa-borg í Póllandi. Hún var tekin í notkun árið 2012 og rúmar 7.100 manns í sæti. Þessi tiltekna íþróttahöll er af því tagi sem ég tel henta okkur Íslendingum. Undir lok síðasta áratugar sáu borgaryfirvöld í Czestochowa að helsta íþróttahöll borgarinnar, Hala Sportowa Polonia, var úrelt mannvirki en höllin var vígð árið 1986. Hún var auk þess of lítil, en 1.950 sæti hennar voru of fá til að anna eftirspurn þegar stórviðburði bar að garði. Það þarf ekkert að efa það enda íbúar borgarinnar um 230 þúsund talsins. Áður en ákvörðun um byggingu nýrrar hallar var tekin þurfti að framkvæma þarfagreiningu og staðarvalsgreiningu þar sem þörf á nýrri höll var metin og fýsileg staðsetning valin. Niðurstaðan var að æskilegast væri að byggja nýja fjölnota íþróttahöll sem gæti rúmað á bilinu 6.000 - 7.500 manns í sæti. Þá þótti hentugast að reisa hana í nánd við helsta íþróttamannvirki borgarinnar, knattspyrnuleikvanginn SGP Arena, se

Svíar framkvæmdaglaðir: Hofið rifið og Hnötturinn fær 8,5 milljarða andlitslyftingu

Í Stokkhólmi í Svíþjóð standa tvö af þekktustu innanhúsíþróttamannvirkjum Norðurlanda, þ.e. Hofið (Hovet) og Hnötturinn (Globen). Fyrrnefnda byggingin var tekin í notkun árið 1955 og lítur út fyrir að vera smækkuð útgáfa af Scandinavium í Gautaborg. Mannvirkið nýttist í fyrstu sem utandyra ísknattleiksleikvangur áður en byrgt var fyrir svellið árið 1962. Sem innanhúsíþróttahöll er mannvirkið 56 ára gamalt og löngu orðið úrelt. Síðaranefnda byggingin er eitt helsta kennileiti Stokkhólmsborgar en líkt og Eifell turninn gnæfir yfir París, rís hún hnattlaga yfir byggðinni í kring. Þetta er svipmikið mannvirki sem Svíar skilgreina sem þjóðarleikvang innanhússíþrótta þar í landi. Globen íþróttahöllin var tekin í notkun árið 1989 og telst úr sér gengin með tilliti til nútímastaðla og öryggisreglugerða. Höllin nálgast fertugsaldurinn óðfluga en á næsta ári verða liðin 30 ár frá því hún var tekin í notkun. Til að höllin geti uppfyllt nútímakröfur hefur verið ákveðið að ráðast í gagngerar

Ofurhöllin sem mun rísa í Gautaborg

Helsta íþróttasvæðið í Gautaborg í Svíþjóð mun taka miklum breytingum á komandi árum og munu nokkur svipmikil íþróttamannvirki hverfa í stað nýrra, stærri og nútímalegra bygginga. Eitt þeirra mannvirkja sem mun verða risastórum niðurrifskúlum að bráð er íþrótta- og menningarmiðstöð Gautaborgar, Scandinavium. Um er að ræða tignarlegt mannvirki sem var tekið í notkun árið 1971 og var um tíma stærsta innanhúsíþróttamannvirkið í Norður-Evrópu, með rými fyrir 14 þúsund áhorfendur á hand- og ísknattleikjum. Útlit Scandinavium er sérstakt og í nokkurri andstöðu við útlit Laugardalshallarinnar, sem má skilgreina sem Scandinavium Íslands. Laugardalshöllin er með hvolfþak en þak Scandinavium lækkar ofan í höllina, þar sem tveir þakfletir mætast, hallandi niður á við í mæninum. Útlitið minnir dálítið á hnakk en þessi þakgerð kallast ,,saddle roof" á ensku. Scandinavium (Wikimedia). Úrelt mannvirki sem þarf að leysa af hólmi Scandinavium hefur sinnt sínu hlutverki í 47 ár (sex árum

Laugardalshöllin, ein elsta íþróttahöll Norðurlanda

Af þeim 75 íþróttahöllum á Norðurlöndum sem innihalda 2.300 áföst sæti eða fleiri, eru 66 sem voru byggðar eftir að Laugardalshöllin var tekin í notkun árið 1965. Þrjár aðrar voru vígðar sama ár en einungis fimm íþróttahallir, sem eru í notkun enn í dag, voru reistar á undan Laugardalshöllinni. Af þessum fimm íþróttahöllum munu tvær væntanlega verða rifnar niður á næstu misserum. Trondheim Spektrum (1963) í Þrándheimi í Noregi mun víkja fyrir Nye Trondheim Spektrum en þar er um að ræða risastórt mannvirki sem mun taka 8.000 áhorfendur í sæti og verður mænishæð þess 28 metrar. Þá er ráðgert að að hefja niðurrif gamla góða hofsins í Stokkhólmi eða Hovet (1962), eins og það kallast á frummálinu, árið 2020. Með öðrum orðum er Laugardalshöllin ein af elstu íþróttahöllum Norðurlanda í þessum stærðarflokki sem eru enn notaðar að staðaldri fyrir keppnisleiki í hand-, körfu- eða ísknattleik. Innanhúsíþróttamannvirki með færri áföst sæti eru ekki tekin með í þessum samanburði enda um að ræ

75 íþróttahallir á Norðurlöndum með meiri sætafjölda en Laugardalshöllin

Laugardalshöllin, helsti vettvangur innanhússíþrótta á Íslandi, er því miður ekki burðugt mannvirki í samanburði við aðrar fjölnota íþróttahallir á Norðurlöndum. 75 íþróttahallir í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi innihalda fleiri sæti en Laugardalshöllin og eru margar þeirra staðsettar á þéttbýlissvæðum sem eru með mun færri íbúa en á höfuðborgarsvæðinu. Ef við viljum eiga þjóðarleikvang sem kæmist inn á topp 30 hvað varðar stærð íþróttahalla á Norðurlöndum, þyrfti nýtt mannvirki að rúma 5.500 manns í sæti. Höfuðborgarsvæðið er 13. fjölmennasta þéttbýlissvæðið á Norðurlöndum, en samt sem áður er þar hvergi að finna innanhúsíþróttamannvirki sem inniheldur 5.000 sæti eða fleiri, líkt og raunin er á öðrum sambærilegum þéttbýlissvæðum í Skandinavíu. Samanburður við Álaborg Á þéttbýlissvæðinu umhverfis Álaborg Danmörku, þar sem búa um 15.000 færri íbúar en á höfuðborgarsvæðinu, er stærsta íþróttahöllin Gigantium Arena sem rúmar 5.020 manns í sæti samanborið við þau 2.300 sæt

Þjóðarleikvangur innanhússíþrótta á Valbjarnarvelli?

Þegar hugað verður að framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir eru miklar líkur á því að lóðin undir Valbjarnarvelli í Laugardal verði ofarlega á blaði. Svæðið er rúmgott og óuppbyggt á flötu undirlendi og felast þar miklir möguleikar á skilvirkri uppbyggingu frá grunni en samt í nánum tengslum við þær framkvæmdir sem fara senn af stað við stækkun Laugardalsvallarins. Það væri kostur að tvinna þessi tvö mannvirki saman; ekki í sambyggðu  risamannvirki heldur sem stakar einingar sem myndu nýta sameiginlega þjónustu og innviði, t.a.m. bílastæði eða bílastæðakjallara undir íþróttahöllinni. Nándin væri mjög mikil. Flestir innviðir eru til staðar í Laugardal og því er augljóst að fyrsti kostur fyrir framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir verði þar. Dalurinn er nálægt Suðurlandsbraut, þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi auk þess sem stutt er í verslun og þjónustu á Suðurlandsbraut, Glæsibæ og Skeifunni. Þá er tiltölulega s

Mynd dagsins: Höllin sem aldrei varð

Þessi mynd sýnir stóra fjölnota íþróttahöll sem reisa átti á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Eftir að Reykjavíkurborg sýndi byggingu íþróttahallar sem hýsa átti úrslitaleik HM 95 takmarkaðan áhuga, gerðu bæjaryfirvöld í Kópavogi samning við ríkið um að reisa bygginguna. Samningurinn byggðist á þeirri hugmynd að byggingin, sem átti að rúma 7.000 manns í stúkum umhverfis keppnisgólfið, yrði samnýtt starfsemi Breiðabliks að lokinni keppninni. Stúkurýmið yrði þá minnkað og myndi rúma 4.000 manns. Byggingin reis aldrei þar sem styr stóð um fjármögnun verkefnisins. Síðar reis íþróttahúsið Smárinn í smækkaðri útgáfu á sama stað auk knattspyrnuhallarinnar, Fífunnar. Kostnaður þeirrar uppbyggingar var drjúgur og hærri en áætlaður kostnaður HM-hallarinnar. Og engin var aðkoma ríkisins að uppbyggingunni, líkt og raunin hefði verið ef HM-höllin hefði risið. Merkilegt nokk.

Árið var 1971 og þröngt setin Laugardalshöll var við það að springa

Handknattleikur er þjóðaríþrótt Íslendinga, á því leikur enginn vafi, og ríkti sannkallað handboltafár í Laugardalshöllinni árið 1971 þegar hluti Íslandsmótsins fór fram á fjölum hennar. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar það ár segir frá því að höllin væri margsinnis troðfull af áhangendum sem flyktust þangað til að berja goðin augum. Svo segir um atganginn í Höllinni miðvikudagskvöldið 17. febrúar árið 1971 þegar tveir stórleikir á Íslandsmótinu fóru þar fram, annars vegar leikur ÍR og Víkings og hins vegar viðureign Vals og FH. ,, Alls keyptu rúmlega 3.300 manns sig inn á leikina og boðsgestir og aðrir munu hafa verið um 200, svo alls munu um 3.500 manns hafa fylgst með þessum spennandi leikjum ,“ stóð í fréttinni. ,, Vel kann að vera áhorfendur í Laugardalshöllinni þetta kvöld hafi verið nokkur hundruðum fleiri en gott rúm var fyrir og kvörtuðu nokkrir yfir því að þeir hefðu lítið séð. Hins vegar er það annað en gaman að þurfa að vísa áhugasömu fólki frá, og því

Hvar skaltu rísa þjóðarleikvangur innanhússíþrótta?

Þörfin á nýjum þjóðarleikvangi innanhússíþrótta er gríðarlega mikil hér á landi. Laugardalshöllin er úr sér gengin og annar ekki eftirspurn; það er útilokað fyrir alla aðila að nýta höllina til síns brúks. Handboltalandsliðið er á vergangi þegar kemur að undirbúningi fyrir mikilvæga landsleiki því Laugardalshöllin er fullbókuð. Forráðamenn HSÍ þurfa því að leita á náðir íþróttafélaganna á höfuðborgarsvæðinu til fá inni í íþróttahúsum þeirra. Það sama á við um körfuboltalandsliðið þegar mikilvægan undirbúning ber að höndum. Er þetta í lagi? Mikilvægt er að stjórnvöld og fulltrúar borgaryfirvalda setjist niður og ákveði að byggja skuli sómasamlega íþróttahöll; þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hins vegar er mikilvægt að finna hentuga staðsetningu fyrir slíkt mannvirki áður en ákveðið er að byggja. Innan borgar eða á borgarjaðrinum Undirritaður er menntaður land- og skipulagsfræðingur og fjallaði meistaraverkefni mitt í Skipulagsfræði um staðarvalsgreiningu fyrir þjóðarleikvan

Færeyjar og Andorra sýna fram á getuleysi Íslendinga

Laugardalshöllin rúmar 2.300 manns í sæti. Íþróttahöllin á Hálsi í Þórshöfn, þjóðarleikvangur innanhússíþrótta í Færeyjum, tekur 1.800 manns í sæti í kjölfar stækkunnar á byggingunni á síðasta ári.  Á Íslandi er íbúafjöldinn um 350.000 manns en í Færeyjum búa um 50.000 manns. Íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins er um 220.000 en íbúafjöldinn í Þórshöfn og nærliggjandi byggðum er um 20.000. Byggingin á Hálsi í Þórshöfn var lengd töluvert í endurbótunum sem þýðir að hægt er að koma fyrir stórum færanlegum stúkum bakvið endalínur vallarins. Þegar þær eru í notkun, rúmast 1.800 manns í sæti í byggingunni. Þegar stækkun íþróttahallarinnar var fyrst til umræðu var möguleiki á byggingu nýrrar, stórrar íþróttahallar kannaður. Að endingu var horfið frá því en ef sá kostur hefði orðið fyrir valinu er ljóst að  Íslendingar hefðu innan fárra ára átt minni þjóðarleikvang í innanhússíþróttum en Færeyingar. Íþróttahöllin á Hálsi er hlutfallslega stærri en Laugardalshöllin sé miðað íbúafjö