Þegar hugað verður að framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir eru miklar líkur á því að lóðin undir Valbjarnarvelli í Laugardal verði ofarlega á blaði.
Svæðið er rúmgott og óuppbyggt á flötu undirlendi og felast þar miklir möguleikar á skilvirkri uppbyggingu frá grunni en samt í nánum tengslum við þær framkvæmdir sem fara senn af stað við stækkun Laugardalsvallarins.
Það væri kostur að tvinna þessi tvö mannvirki saman; ekki í sambyggðu risamannvirki heldur sem stakar einingar sem myndu nýta sameiginlega þjónustu og innviði, t.a.m. bílastæði eða bílastæðakjallara undir íþróttahöllinni. Nándin væri mjög mikil.
Flestir innviðir eru til staðar í Laugardal og því er augljóst að fyrsti kostur fyrir framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir verði þar. Dalurinn er nálægt Suðurlandsbraut, þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi auk þess sem stutt er í verslun og þjónustu á Suðurlandsbraut, Glæsibæ og Skeifunni. Þá er tiltölulega stutt í miðborgina.
Meistararitgerð mín í Skipulagsfræði var staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu og til að gera langa sögu stutta skoraði Valbjarnarvöllur mjög hátt í greiningunni.
Líkt og sést á myndunum tveimur fyrir ofan er gert ráð fyrir tveimur útfærslum A og B. Auk þess er gert er ráð fyrir endurbyggðum og stærri Laugardalsvelli þar sem fullvíst má telja að framkvæmdir við stækkun hans hefjist á næsta ári.
Eini sjáanlegi ókostur svæðisins er hversu djúpt það liggur í dalnum og aðgengi ökutækja er ábótavant. Bæta mætti úr því með vegtengingu til norðurs frá Engjavegi. Auk þess er hægt að bæta vegtengingu til austurs frá Reykjavegi, milli Laugardalsvallarins og Lauga, eða koma á vegtengingu inn í dalinn frá Sundlaugavegi til suðurs með því að þvera hluta tjaldsvæðisins.
Ljóst er að nánd og tengsl þjóðarleikvangs í knattspyrnu og þjóðarleikvangs innanhússíþrótta muni hafa mikla kosti í för með sér en slíkt fyrirkomulag er sífellt að ryðja sér til rúms á íþróttasvæðum erlendis.
Þróttarar gætu þess í stað byggt upp æfingaraðstöðu meðfram Suðurlandsbrautinni, þar sem þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum gæti einnig risið, í stað fyrirhugaðra blokka sem munu eyðileggja ásýnd svæðisins. Því er mikilvægt að landnotkun svæðisins meðfram Suðurlandsbrautinni verði skilgreint sem íþróttasvæði (ÍÞ). Þar með myndi íþróttasvæði Laugardalsins stækka til muna.
Hér að neðan má sjá mögulegar vegtengingar að svæðinu:
Þetta eru einungis stuttar hugleiðingar og vangaveltur um einn staðarvalskostinn sem var til greiningar í lokaverkefni mínu. Vonandi get ég í framtíðinni frætt ykkur um aðra staðarvalskosti sem voru til greiningar.
Svæðið er rúmgott og óuppbyggt á flötu undirlendi og felast þar miklir möguleikar á skilvirkri uppbyggingu frá grunni en samt í nánum tengslum við þær framkvæmdir sem fara senn af stað við stækkun Laugardalsvallarins.
Það væri kostur að tvinna þessi tvö mannvirki saman; ekki í sambyggðu risamannvirki heldur sem stakar einingar sem myndu nýta sameiginlega þjónustu og innviði, t.a.m. bílastæði eða bílastæðakjallara undir íþróttahöllinni. Nándin væri mjög mikil.
Flestir innviðir eru til staðar í Laugardal og því er augljóst að fyrsti kostur fyrir framtíðarstaðsetningu nýs þjóðarleikvangs fyrir innanhúsíþróttir verði þar. Dalurinn er nálægt Suðurlandsbraut, þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi auk þess sem stutt er í verslun og þjónustu á Suðurlandsbraut, Glæsibæ og Skeifunni. Þá er tiltölulega stutt í miðborgina.
Meistararitgerð mín í Skipulagsfræði var staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu og til að gera langa sögu stutta skoraði Valbjarnarvöllur mjög hátt í greiningunni.
Líkt og sést á myndunum tveimur fyrir ofan er gert ráð fyrir tveimur útfærslum A og B. Auk þess er gert er ráð fyrir endurbyggðum og stærri Laugardalsvelli þar sem fullvíst má telja að framkvæmdir við stækkun hans hefjist á næsta ári.
Eini sjáanlegi ókostur svæðisins er hversu djúpt það liggur í dalnum og aðgengi ökutækja er ábótavant. Bæta mætti úr því með vegtengingu til norðurs frá Engjavegi. Auk þess er hægt að bæta vegtengingu til austurs frá Reykjavegi, milli Laugardalsvallarins og Lauga, eða koma á vegtengingu inn í dalinn frá Sundlaugavegi til suðurs með því að þvera hluta tjaldsvæðisins.
Ljóst er að nánd og tengsl þjóðarleikvangs í knattspyrnu og þjóðarleikvangs innanhússíþrótta muni hafa mikla kosti í för með sér en slíkt fyrirkomulag er sífellt að ryðja sér til rúms á íþróttasvæðum erlendis.
Þróttarar gætu þess í stað byggt upp æfingaraðstöðu meðfram Suðurlandsbrautinni, þar sem þjóðarleikvangur í frjálsum íþróttum gæti einnig risið, í stað fyrirhugaðra blokka sem munu eyðileggja ásýnd svæðisins. Því er mikilvægt að landnotkun svæðisins meðfram Suðurlandsbrautinni verði skilgreint sem íþróttasvæði (ÍÞ). Þar með myndi íþróttasvæði Laugardalsins stækka til muna.
Hér að neðan má sjá mögulegar vegtengingar að svæðinu:
Þetta eru einungis stuttar hugleiðingar og vangaveltur um einn staðarvalskostinn sem var til greiningar í lokaverkefni mínu. Vonandi get ég í framtíðinni frætt ykkur um aðra staðarvalskosti sem voru til greiningar.
Ummæli
Skrifa ummæli