Fara í aðalinnihald

Sýnidæmi frá Póllandi

Hala Sportowa Czestochowa er fjölnota íþróttahöll í Czestochowa-borg í Póllandi. Hún var tekin í notkun árið 2012 og rúmar 7.100 manns í sæti.

Þessi tiltekna íþróttahöll er af því tagi sem ég tel henta okkur Íslendingum.

Undir lok síðasta áratugar sáu borgaryfirvöld í Czestochowa að helsta íþróttahöll borgarinnar, Hala Sportowa Polonia, var úrelt mannvirki en höllin var vígð árið 1986. Hún var auk þess of lítil, en 1.950 sæti hennar voru of fá til að anna eftirspurn þegar stórviðburði bar að garði. Það þarf ekkert að efa það enda íbúar borgarinnar um 230 þúsund talsins.

Áður en ákvörðun um byggingu nýrrar hallar var tekin þurfti að framkvæma þarfagreiningu og staðarvalsgreiningu þar sem þörf á nýrri höll var metin og fýsileg staðsetning valin. Niðurstaðan var að æskilegast væri að byggja nýja fjölnota íþróttahöll sem gæti rúmað á bilinu 6.000 - 7.500 manns í sæti. Þá þótti hentugast að reisa hana í nánd við helsta íþróttamannvirki borgarinnar, knattspyrnuleikvanginn SGP Arena, sem er staðsettur í austurjaðri borgarinnar.

Gamla íþróttahöllin var staðsett nærri miðborginni, rúmum 3,5 km frá knattspyrnuleikvanginum, þar sem hentugt og nægjanlegt landrými var af skornum skammti. Því þótti lang skynsamlegast að hlíta niðurstöðum staðarvalsgreiningarinnar.

Framkvæmdir við byggingu íþróttahallarinnar hófust árið 2010 og tóku þær um eitt og hálft ár en þeim lauk árið 2012. Heildarbyggingarkostnaður nam um 2 milljörðum íslenskra króna sem skiptist milli þriggja aðila.

Svona er umhorfs í nýju höllinni.
Borgarsjóður Czestochowa-borgar reiddi fram 600 milljónir króna til verkefnisins og sérstakur þróunarsjóður fyrir svæði í Norður-Póllandi lagði til 865 milljónir. Þriðji aðilinn að uppbyggingunni var pólska ríkið en íþrótta- og ferðamálaráðuneyti landsins gaf leyfi fyrir því að 586 milljónir króna yrðu nýttar til verkefnisins.

Þarna er samvinna milli ríkis og borgar greinileg og sýnir hvernig hægt er að fjármagna stór mannvirki með aðkomu nokkurra aðila. Þá er áhugavert að í sumum löndum eru þróunarsjóðir sem hægt er að seilast í fyrir uppbyggingu í tilteknum landshlutum.

Til samanburðar má geta þess að einungis 10.000 færri íbúar búa á höfuðborgarsvæðinu en í Czestochowa og er Laugardalshöllin örlítið stærri en miklu eldri en sú íþróttahöll sem þótti of lítil og úrelt í Póllandi. Að mínu mati þarf að framkvæma þarfagreiningu um stærð næsta þjóðarleikvangs innanhússíþrótta hérlendis. Ég hef þegar framkvæmt staðarvalsgreiningu og er hún, fyrir áhugasama, að finna á skemman.is.

Hér að neðan má sjá myndir af íþróttahöllunum tveimur í Czestochowa; tvær efri myndirnar eru af gömlu höllinni en tvær neðri myndirnar sýna glæsileika nýju íþróttahallarinnar.














Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Landsliðsmenn um Laugardalshöll árið 1994: ,,á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir."

Íslenskir handboltalandsliðsmenn töldu sig illa svikna þegar ljóst var að ný keppnishöll myndi ekki rísa fyrir HM 95. Að þeirra mati var Laugardalshöllin úrelt bygging og engan veginn í stakk búin til að hýsa stórleiki á heimsmeistaramóti sem og aðra leiki að því loknu. Auðvitað var þessi höll þeim öllum kær en að þeirra mati áttu tilfinningar ekki að ráða för í þessu máli. Í júlí 1994, rúmum tíu mánuðum fyrir setningu heimsmeistaramótsins, sendu landsliðsmennirnir aðsenda grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni ,,Við gerum okkar besta - en ..." þar sem framtaksleysi stjórnvalda var harðlega gagnrýnt. ,,V ið höfum allir átt ógleymanlegar stundir í Laugardalshöllinni og margir af stærstu sigrum íslenska landsliðsins hafa einmitt verið þar. Hins vegar verður að viðurkennast að þessi 30 ára gamla bygging er barn síns tíma og á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir ," stóð m.a. í greininni. ,,Þ að er hins vegar alveg lj