Fara í aðalinnihald

Árið var 1971 og þröngt setin Laugardalshöll var við það að springa

Handknattleikur er þjóðaríþrótt Íslendinga, á því leikur enginn vafi, og ríkti sannkallað handboltafár í Laugardalshöllinni árið 1971 þegar hluti Íslandsmótsins fór fram á fjölum hennar.

Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu í febrúar það ár segir frá því að höllin væri margsinnis troðfull af áhangendum sem flyktust þangað til að berja goðin augum.

Svo segir um atganginn í Höllinni miðvikudagskvöldið 17. febrúar árið 1971 þegar tveir stórleikir á Íslandsmótinu fóru þar fram, annars vegar leikur ÍR og Víkings og hins vegar viðureign Vals og FH.

,,Alls keyptu rúmlega 3.300 manns sig inn á leikina og boðsgestir og aðrir munu hafa verið um 200, svo alls munu um 3.500 manns hafa fylgst með þessum spennandi leikjum,“ stóð í fréttinni.

,,Vel kann að vera áhorfendur í Laugardalshöllinni þetta kvöld hafi verið nokkur hundruðum fleiri en gott rúm var fyrir og kvörtuðu nokkrir yfir því að þeir hefðu lítið séð. Hins vegar er það annað en gaman að þurfa að vísa áhugasömu fólki frá, og því sjálfsagt að þéttskipa bekkina sem mest,“ stóð ennfremur ritað.

,,Yfirstandandi Íslandsmót slær öll met hvað aðsókn varðar, og er þetta í annað sinn sem húsið er troðfullt og oftsinnis hefur lítið vantað á að svo yrði.“
Laugardalshöll í byggingu.
Óþolandi að standa í þyrpingunni
Fjórum árum áður, eða árið 1967, höfðu mikil þrengsli í áhorfendastúkunni borið á góma í fjölmiðlum og létu ýmsir hafa eftir sér að höllin sem reis í dalnum hafi einfaldlega verið of lítil. Gísli Halldórsson, arkítekt Laugardalshallarinnar, hafði þurft að minnka umfang hennar frá fyrstu teikningum og sitt sýndist hverjum um kosti þeirrar gjörðar.

Einn ónefndur handboltaáhugamaður hafði fengið nóg af þröngt setinni Laugardalshöll og lét eftirfarandi hafa eftir sér í viðtali við Tímann í febrúar 1967.

Ég hef enga löngun til að sjá þessa stórleiki í handknattleik, þegar búast má við fullu húsi áhorfenda. Það er hreinlega óþolandi að standa í þyrpingunni, klemmdur á alla vegu í angandi svitafýlu og sjá ekki í þokkabót nema Iítið af því, sem er að gerast á vellinum.“

Smá tölfræði í lokin:
Árið 1971 þegar höllin rúmaði milli 3.500 og 4.000 manns á bekkjum og stæðum voru Íslendingar um 207 þúsund talsins og á höfuðborgarsvæðinu bjuggu um 111 þúsund íbúar.

Í dag þegar höllin rúmar mest 2.300 áhorfendur í sæti eru Íslendingar um 350 þúsund talsins og um 220 þúsund þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu; þ.e. helmingi fleiri en árið 1971. Það er eitthvað öfugsnúið við þennan talnaleik.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem ...

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F...

Kristianstad Arena í Svíþjóð

Svíar eru leiðandi afl í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Norðurlöndum og í Kristianstad þar sem búa um 40.000 þúsund manns er að finna gríðarlega vandaða fjölnota íþróttahöll. Höllin sem um ræðir ber heitið Kristianstad Arena og var tekin í notkun árið 2010. Hún tekur 4.700 áhorfendur í sæti og var ein af keppnishöllunum á HM í handbolta í Svíþjóð 2011. Byggingarkostnaður hallarinnar nam um 4,5 milljörðum íslenskra króna á núvirði og var fjármögnunin alfarið í höndum sveitarfélagsins Kristianstad. Þó svo að höllin taki einungis 4.700 manns í sæti er hönnunin slík að svo virðist sem hún rúmi mun fleiri áhorfendur. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og metnaðarfullt mannvirki sem 40.000 manna bær getur verið stoltur af. Þess má geta að höllin er heimavöllur IFK Kristianstad, þar sem Ólafur Andrés Guðmundsson, handknattleikskappi, hefur gert garðinn frægan á undanförnum árum.   Skjáskot: Google Earth. Mynd: Petter Arvidson/Bildbyrån.