Af þeim 75 íþróttahöllum á Norðurlöndum sem innihalda 2.300 áföst sæti eða fleiri, eru 66 sem voru byggðar eftir að Laugardalshöllin var tekin í notkun árið 1965. Þrjár aðrar voru vígðar sama ár en einungis fimm íþróttahallir, sem eru í notkun enn í dag, voru reistar á undan Laugardalshöllinni.
Af þessum fimm íþróttahöllum munu tvær væntanlega verða rifnar niður á næstu misserum. Trondheim Spektrum (1963) í Þrándheimi í Noregi mun víkja fyrir Nye Trondheim Spektrum en þar er um að ræða risastórt mannvirki sem mun taka 8.000 áhorfendur í sæti og verður mænishæð þess 28 metrar.
Þá er ráðgert að að hefja niðurrif gamla góða hofsins í Stokkhólmi eða Hovet (1962), eins og það kallast á frummálinu, árið 2020.
Með öðrum orðum er Laugardalshöllin ein af elstu íþróttahöllum Norðurlanda í þessum stærðarflokki sem eru enn notaðar að staðaldri fyrir keppnisleiki í hand-, körfu- eða ísknattleik. Innanhúsíþróttamannvirki með færri áföst sæti eru ekki tekin með í þessum samanburði enda um að ræða lítil íþróttahús á norrænan mælikvarða.
Ef við berum Laugardalshöllina síðan saman við þjóðarleikvanga innanhússíþrótta á hinum Norðurlöndunum verður samanburðurinn vægast sagt sorglegur.
Ísland, 1965
Færeyjar, 1970
*Svíþjóð, 1989
Noregur, 1990
Finnland, 1997
Danmörk, 2010
*Margir vilja reyndar meina að Malmö Arena í Malmö sé þjóðarhöll Svía, hún er það reyndar í ísknattleiknum, en það glæsilega mannvirki var tekið í notkun árið 2008.
Af þessum fimm íþróttahöllum munu tvær væntanlega verða rifnar niður á næstu misserum. Trondheim Spektrum (1963) í Þrándheimi í Noregi mun víkja fyrir Nye Trondheim Spektrum en þar er um að ræða risastórt mannvirki sem mun taka 8.000 áhorfendur í sæti og verður mænishæð þess 28 metrar.
Þá er ráðgert að að hefja niðurrif gamla góða hofsins í Stokkhólmi eða Hovet (1962), eins og það kallast á frummálinu, árið 2020.
Með öðrum orðum er Laugardalshöllin ein af elstu íþróttahöllum Norðurlanda í þessum stærðarflokki sem eru enn notaðar að staðaldri fyrir keppnisleiki í hand-, körfu- eða ísknattleik. Innanhúsíþróttamannvirki með færri áföst sæti eru ekki tekin með í þessum samanburði enda um að ræða lítil íþróttahús á norrænan mælikvarða.
Ef við berum Laugardalshöllina síðan saman við þjóðarleikvanga innanhússíþrótta á hinum Norðurlöndunum verður samanburðurinn vægast sagt sorglegur.
Ísland, 1965
Færeyjar, 1970
*Svíþjóð, 1989
Noregur, 1990
Finnland, 1997
Danmörk, 2010
*Margir vilja reyndar meina að Malmö Arena í Malmö sé þjóðarhöll Svía, hún er það reyndar í ísknattleiknum, en það glæsilega mannvirki var tekið í notkun árið 2008.
Malmö Arena í Svíþjóð. |
Ummæli
Skrifa ummæli