Laugardalshöllin rúmar 2.300 manns í sæti. Íþróttahöllin á Hálsi í Þórshöfn, þjóðarleikvangur innanhússíþrótta í Færeyjum, tekur 1.800 manns í sæti í kjölfar stækkunnar á byggingunni á síðasta ári.
Á Íslandi er íbúafjöldinn um 350.000 manns en í Færeyjum búa um 50.000 manns. Íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins er um 220.000 en íbúafjöldinn í Þórshöfn og nærliggjandi byggðum er um 20.000.
Byggingin á Hálsi í Þórshöfn var lengd töluvert í endurbótunum sem þýðir að hægt er að koma fyrir stórum færanlegum stúkum bakvið endalínur vallarins. Þegar þær eru í notkun, rúmast 1.800 manns í sæti í byggingunni.
Þegar stækkun íþróttahallarinnar var fyrst til umræðu var möguleiki á byggingu nýrrar, stórrar íþróttahallar kannaður. Að endingu var horfið frá því en ef sá kostur hefði orðið fyrir valinu er ljóst að Íslendingar hefðu innan fárra ára átt minni þjóðarleikvang í innanhússíþróttum en Færeyingar.
Íþróttahöllin á Hálsi er hlutfallslega stærri en Laugardalshöllin sé miðað íbúafjölda Íslands og Færeyja en til að vera jafnokar Færeyinga þyrfti Laugardalshöllin að rúma 12.500 manns í sæti.
Þetta er auðvitað óraunhæf tala og langtum stærri höll en þörf er á hérlendis en hún sýnir þó fram á það hversu lítil Laugardalshöllin er í raun og veru.
Þetta er auðvitað óraunhæf tala og langtum stærri höll en þörf er á hérlendis en hún sýnir þó fram á það hversu lítil Laugardalshöllin er í raun og veru.
Endurbætur á íþróttahöllinni á Hálsi gerir það kleift að reisa færanlegar stúkur fyrir aftan mörkin. |
Andorrabúar mun færri en Íslendingar en eiga mun stærri höll
Færeyingar komast hins vegar ekki með tærnar þar sem Andorrabúar eru með hælana því sú örþjóð á þjóðarhöll sem rúmar 5.000 manns í sæti.
Íbúafjöldi Andorra er um 77 þúsund manns. Það þýðir að þjóðarhöllin í Andorra er ekki einungis stærri en Laugardalshöllin, heldur er hún gríðarlega stórt mannvirki í samanburði við Laugardalshöllina ef mið er tekið af íbúafjölda þjóðanna.
Til að standa jafnfætis Andorra þyrfti Laugardalshöllin að rúma um 22.700 manns í sæti.
Íbúar á Íslandi eru um fjórum og hálfum sinnum fleiri en íbúar Andorra en samt er þjóðarleikvangurinn fyrir innanhúsíþróttir, Laugardalshöllin, meira en helmingi minni en þjóðarhöllin í Andorra. Hvernig getur þetta staðist?
Poliesportiu d'Andorra er helsta íþróttahöll Andorra. |
Ummæli
Skrifa ummæli