Laugardalshöllin, helsti vettvangur innanhússíþrótta á Íslandi, er því miður ekki burðugt mannvirki í samanburði við aðrar fjölnota íþróttahallir á Norðurlöndum.
75 íþróttahallir í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi innihalda fleiri sæti en Laugardalshöllin og eru margar þeirra staðsettar á þéttbýlissvæðum sem eru með mun færri íbúa en á höfuðborgarsvæðinu.
Ef við viljum eiga þjóðarleikvang sem kæmist inn á topp 30 hvað varðar stærð íþróttahalla á Norðurlöndum, þyrfti nýtt mannvirki að rúma 5.500 manns í sæti.
Höfuðborgarsvæðið er 13. fjölmennasta þéttbýlissvæðið á Norðurlöndum, en samt sem áður er þar hvergi að finna innanhúsíþróttamannvirki sem inniheldur 5.000 sæti eða fleiri, líkt og raunin er á öðrum sambærilegum þéttbýlissvæðum í Skandinavíu.
Samanburður við Álaborg
Á þéttbýlissvæðinu umhverfis Álaborg Danmörku, þar sem búa um 15.000 færri íbúar en á höfuðborgarsvæðinu, er stærsta íþróttahöllin Gigantium Arena sem rúmar 5.020 manns í sæti samanborið við þau 2.300 sæti sem eru í boði í Laugardalshöllinni.
Laugardalshöllin mun halda áfram að falla niður listann en ráðgert er að byggja stórar íþróttahallir í Stokkhólmi (Svíþjóð), Gautaborg (Svíþjóð), Þrándheimi (Noregi), Björgvin (Noregi) og Tampere (Finnlandi) á komandi árum.
Hér á landi eru engin áform upp um að reisa nýja íþróttahöll til að leysa Laugardalshöll af hólmi.
75 íþróttahallir í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi innihalda fleiri sæti en Laugardalshöllin og eru margar þeirra staðsettar á þéttbýlissvæðum sem eru með mun færri íbúa en á höfuðborgarsvæðinu.
Ef við viljum eiga þjóðarleikvang sem kæmist inn á topp 30 hvað varðar stærð íþróttahalla á Norðurlöndum, þyrfti nýtt mannvirki að rúma 5.500 manns í sæti.
Höfuðborgarsvæðið er 13. fjölmennasta þéttbýlissvæðið á Norðurlöndum, en samt sem áður er þar hvergi að finna innanhúsíþróttamannvirki sem inniheldur 5.000 sæti eða fleiri, líkt og raunin er á öðrum sambærilegum þéttbýlissvæðum í Skandinavíu.
Samanburður við Álaborg
Á þéttbýlissvæðinu umhverfis Álaborg Danmörku, þar sem búa um 15.000 færri íbúar en á höfuðborgarsvæðinu, er stærsta íþróttahöllin Gigantium Arena sem rúmar 5.020 manns í sæti samanborið við þau 2.300 sæti sem eru í boði í Laugardalshöllinni.
Laugardalshöllin mun halda áfram að falla niður listann en ráðgert er að byggja stórar íþróttahallir í Stokkhólmi (Svíþjóð), Gautaborg (Svíþjóð), Þrándheimi (Noregi), Björgvin (Noregi) og Tampere (Finnlandi) á komandi árum.
Hér á landi eru engin áform upp um að reisa nýja íþróttahöll til að leysa Laugardalshöll af hólmi.
Fjölnota íþróttahöll. |
Ummæli
Skrifa ummæli