Í Stokkhólmi í Svíþjóð standa tvö af þekktustu innanhúsíþróttamannvirkjum Norðurlanda, þ.e. Hofið (Hovet) og Hnötturinn (Globen). Fyrrnefnda byggingin var tekin í notkun árið 1955 og lítur út fyrir að vera smækkuð útgáfa af Scandinavium í Gautaborg.
Mannvirkið nýttist í fyrstu sem utandyra ísknattleiksleikvangur áður en byrgt var fyrir svellið árið 1962. Sem innanhúsíþróttahöll er mannvirkið 56 ára gamalt og löngu orðið úrelt.
Síðaranefnda byggingin er eitt helsta kennileiti Stokkhólmsborgar en líkt og Eifell turninn gnæfir yfir París, rís hún hnattlaga yfir byggðinni í kring. Þetta er svipmikið mannvirki sem Svíar skilgreina sem þjóðarleikvang innanhússíþrótta þar í landi. Globen íþróttahöllin var tekin í notkun árið 1989 og telst úr sér gengin með tilliti til nútímastaðla og öryggisreglugerða. Höllin nálgast fertugsaldurinn óðfluga en á næsta ári verða liðin 30 ár frá því hún var tekin í notkun.
Til að höllin geti uppfyllt nútímakröfur hefur verið ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á henni fyrir rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Áhorfendasvæðið umhverfis keppnisgólfið verður t.a.m. nútímavætt auk þess sem byggð verða þjónustumannvirki við höllina, m.a. á þeim stað þar sem Hovet stendur nú.
Staðreyndin er sú að ef Laugardalshöllin hefði risið í Svíþjóð væri hún nú á lista yfir útdauðar keppnishallir þar í landi.
Mannvirkið nýttist í fyrstu sem utandyra ísknattleiksleikvangur áður en byrgt var fyrir svellið árið 1962. Sem innanhúsíþróttahöll er mannvirkið 56 ára gamalt og löngu orðið úrelt.
Síðaranefnda byggingin er eitt helsta kennileiti Stokkhólmsborgar en líkt og Eifell turninn gnæfir yfir París, rís hún hnattlaga yfir byggðinni í kring. Þetta er svipmikið mannvirki sem Svíar skilgreina sem þjóðarleikvang innanhússíþrótta þar í landi. Globen íþróttahöllin var tekin í notkun árið 1989 og telst úr sér gengin með tilliti til nútímastaðla og öryggisreglugerða. Höllin nálgast fertugsaldurinn óðfluga en á næsta ári verða liðin 30 ár frá því hún var tekin í notkun.
Til að höllin geti uppfyllt nútímakröfur hefur verið ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á henni fyrir rúma 8,5 milljarða íslenskra króna. Áhorfendasvæðið umhverfis keppnisgólfið verður t.a.m. nútímavætt auk þess sem byggð verða þjónustumannvirki við höllina, m.a. á þeim stað þar sem Hovet stendur nú.
Staðreyndin er sú að ef Laugardalshöllin hefði risið í Svíþjóð væri hún nú á lista yfir útdauðar keppnishallir þar í landi.
Globen og Hovet í Stokkhólmi (Göteborgs-Posten). |
Ummæli
Skrifa ummæli