Helsta íþróttasvæðið í Gautaborg í Svíþjóð mun taka miklum breytingum á komandi árum og munu nokkur svipmikil íþróttamannvirki hverfa í stað nýrra, stærri og nútímalegra bygginga.
Eitt þeirra mannvirkja sem mun verða risastórum niðurrifskúlum að bráð er íþrótta- og menningarmiðstöð Gautaborgar, Scandinavium. Um er að ræða tignarlegt mannvirki sem var tekið í notkun árið 1971 og var um tíma stærsta innanhúsíþróttamannvirkið í Norður-Evrópu, með rými fyrir 14 þúsund áhorfendur á hand- og ísknattleikjum.
Útlit Scandinavium er sérstakt og í nokkurri andstöðu við útlit Laugardalshallarinnar, sem má skilgreina sem Scandinavium Íslands. Laugardalshöllin er með hvolfþak en þak Scandinavium lækkar ofan í höllina, þar sem tveir þakfletir mætast, hallandi niður á við í mæninum. Útlitið minnir dálítið á hnakk en þessi þakgerð kallast ,,saddle roof" á ensku.
Úrelt mannvirki sem þarf að leysa af hólmi
Scandinavium hefur sinnt sínu hlutverki í 47 ár (sex árum skemur en Laugardalshöllin) og nú er svo komið að leysa þarf það af hólmi.
Daniel Bernmar, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Gautaborgar, segir að þörfin á nýrri höll sé mikil. Scandinavium sé ekki lengur í stakk búin til að takast á við nútímakröfur og standast nútímastaðla.
,,Ef Gautaborg á að geta tekist á við krefjandi framtíðarverkefni á borð við þau sem Scandinavium hefur áður sinnt, er ljóst að það þarf að reisa nýja íþróttahöll," sagði Bernmar á síðasta ári.
Thomas Dahl, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Wallenstam, sem mun eiga aðild að fyrirhugaðri uppbyggingu vill að vinnuvélarnar mæti á svæðið sem fyrst.
,,Það er augljóst að það er þörf á nýju mannvirki en þetta er tímafrekt ferli. Borgaryfirvöld hafa tvívegis áður reynt að liðka fyrir og undirbúa byggingu stórrar íþróttahallar en án árangurs. Nú er hins vegar búið að taka ákvörðun um að sigla þessu máli í höfn. Tíminn er kominn."
Þá segir Jonas Ransgard, borgarfulltrúi í Gautaborg, að bygging stórrar íþróttahallar sé mikilvæg og verðmæt fjárfesting til framtíðar.
Mats Grauers, formaður ísknattleiksfélagsins Frölunda HC, sem mun hafa afnot af nýju höllinni er ekki spenntur fyrir því að spila fleiri leiki á núverandi heimavelli félagsins, Scandinavium. Endurbætur á höllinni muni duga skammt.
,,Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að það er þörf á nýrri íþróttahöll í borginni. Hún ætti í raun að vera risin en við gerum okkur grein fyrir því að svona hlutir taka tíma. Við erum hins vegar vongóð um að þetta taki skamman tíma. Staðreyndin er að þó svo að farið verði í endurbætur á Scandinavium, mun hún samt sem áður ekki standast nútímakröfur og staðla."
Lisebergshallen mun líka víkja
Fjölnota íþróttahöllin, Lisebergshallen, sem var tekin í notkun árið 1980 og hefur að mestu leyti verið nýtt undir keppnisleiki í handknattleik mun einnig verða rifin og ný alhliða handknattleikshöll reist í staðin.
Lisebergshallen, sem er staðsett á suðurjaðri íþróttasvæðisins, rúmar 3.000 áhorfendur í sæti en ráðgert er að ný höll muni rúma allt að 5.000 manns í sæti. Hún verður jafnframt byggð í nánd við nýju Scandinavium höllina.
43 milljarða króna fjárfesting
Heildarkostnaður þessarar fyrirhugðu uppbyggingar er áætlaður um 43 milljarðar íslenskra króna og er ljóst að íþróttasvæðið, sem er miðstöð íþrótta í Gautaborg, mun taka miklum stakkaskiptum. Nýjar íþróttahallir sem standast nútímakröfur munu rísa í stað þreyttra íþróttamannvirkja sem eru úrelt og úr sér gengin.
Tímasetning uppbyggingarinnar hefur ekki enn verið ákveðin en ljóst er að hún mun taka nokkurn tíma, frá fimm árum til áratugs, að mati sérfræðinga en fróðlegt verður að fylgjast með þessum framkvæmdum í framtíðinni.
Að mínu mati er þörf á samskonar uppbyggingu í Laugardalnum sem yrði vitaskuld mun minni í sniðum en sú sem er fyrirhuguð í Gautaborg. Það þarf að vinna að heildarskipulagi dalsins með tilliti til allra þeirra íþróttamannvirkja sem þörf er á að rísi þar í framtíðinni.
Nútímaleg fjölnota íþróttahöll, sem yrði skilgreind sem þjóðarleikvangur innanhússíþrótta á Íslandi, gæti risið fyrir 2 - 3 milljarða króna, sem er um 5% af þeim kostnaði sem fyrirhugaðar framkvæmdir í Gautaborg eru metnar á.
Eitt þeirra mannvirkja sem mun verða risastórum niðurrifskúlum að bráð er íþrótta- og menningarmiðstöð Gautaborgar, Scandinavium. Um er að ræða tignarlegt mannvirki sem var tekið í notkun árið 1971 og var um tíma stærsta innanhúsíþróttamannvirkið í Norður-Evrópu, með rými fyrir 14 þúsund áhorfendur á hand- og ísknattleikjum.
Útlit Scandinavium er sérstakt og í nokkurri andstöðu við útlit Laugardalshallarinnar, sem má skilgreina sem Scandinavium Íslands. Laugardalshöllin er með hvolfþak en þak Scandinavium lækkar ofan í höllina, þar sem tveir þakfletir mætast, hallandi niður á við í mæninum. Útlitið minnir dálítið á hnakk en þessi þakgerð kallast ,,saddle roof" á ensku.
Scandinavium (Wikimedia). |
Scandinavium hefur sinnt sínu hlutverki í 47 ár (sex árum skemur en Laugardalshöllin) og nú er svo komið að leysa þarf það af hólmi.
Daniel Bernmar, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Gautaborgar, segir að þörfin á nýrri höll sé mikil. Scandinavium sé ekki lengur í stakk búin til að takast á við nútímakröfur og standast nútímastaðla.
,,Ef Gautaborg á að geta tekist á við krefjandi framtíðarverkefni á borð við þau sem Scandinavium hefur áður sinnt, er ljóst að það þarf að reisa nýja íþróttahöll," sagði Bernmar á síðasta ári.
Thomas Dahl, framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Wallenstam, sem mun eiga aðild að fyrirhugaðri uppbyggingu vill að vinnuvélarnar mæti á svæðið sem fyrst.
,,Það er augljóst að það er þörf á nýju mannvirki en þetta er tímafrekt ferli. Borgaryfirvöld hafa tvívegis áður reynt að liðka fyrir og undirbúa byggingu stórrar íþróttahallar en án árangurs. Nú er hins vegar búið að taka ákvörðun um að sigla þessu máli í höfn. Tíminn er kominn."
Þá segir Jonas Ransgard, borgarfulltrúi í Gautaborg, að bygging stórrar íþróttahallar sé mikilvæg og verðmæt fjárfesting til framtíðar.
Mats Grauers, formaður ísknattleiksfélagsins Frölunda HC, sem mun hafa afnot af nýju höllinni er ekki spenntur fyrir því að spila fleiri leiki á núverandi heimavelli félagsins, Scandinavium. Endurbætur á höllinni muni duga skammt.
,,Samkvæmt þarfagreiningu er ljóst að það er þörf á nýrri íþróttahöll í borginni. Hún ætti í raun að vera risin en við gerum okkur grein fyrir því að svona hlutir taka tíma. Við erum hins vegar vongóð um að þetta taki skamman tíma. Staðreyndin er að þó svo að farið verði í endurbætur á Scandinavium, mun hún samt sem áður ekki standast nútímakröfur og staðla."
Lisebergshallen mun líka víkja
Fjölnota íþróttahöllin, Lisebergshallen, sem var tekin í notkun árið 1980 og hefur að mestu leyti verið nýtt undir keppnisleiki í handknattleik mun einnig verða rifin og ný alhliða handknattleikshöll reist í staðin.
Lisebergshallen, sem er staðsett á suðurjaðri íþróttasvæðisins, rúmar 3.000 áhorfendur í sæti en ráðgert er að ný höll muni rúma allt að 5.000 manns í sæti. Hún verður jafnframt byggð í nánd við nýju Scandinavium höllina.
43 milljarða króna fjárfesting
Heildarkostnaður þessarar fyrirhugðu uppbyggingar er áætlaður um 43 milljarðar íslenskra króna og er ljóst að íþróttasvæðið, sem er miðstöð íþrótta í Gautaborg, mun taka miklum stakkaskiptum. Nýjar íþróttahallir sem standast nútímakröfur munu rísa í stað þreyttra íþróttamannvirkja sem eru úrelt og úr sér gengin.
Tímasetning uppbyggingarinnar hefur ekki enn verið ákveðin en ljóst er að hún mun taka nokkurn tíma, frá fimm árum til áratugs, að mati sérfræðinga en fróðlegt verður að fylgjast með þessum framkvæmdum í framtíðinni.
Að mínu mati er þörf á samskonar uppbyggingu í Laugardalnum sem yrði vitaskuld mun minni í sniðum en sú sem er fyrirhuguð í Gautaborg. Það þarf að vinna að heildarskipulagi dalsins með tilliti til allra þeirra íþróttamannvirkja sem þörf er á að rísi þar í framtíðinni.
Nútímaleg fjölnota íþróttahöll, sem yrði skilgreind sem þjóðarleikvangur innanhússíþrótta á Íslandi, gæti risið fyrir 2 - 3 milljarða króna, sem er um 5% af þeim kostnaði sem fyrirhugaðar framkvæmdir í Gautaborg eru metnar á.
Afmörkun fyrirhugaðs uppbyggingarsvæðis í Gautaborg (Göteborgs Stad). |
Íbúðarturnar munu rísa þar sem Scandinavium stendur nú. Stórar íþróttahallir munu rísa austast á svæðinu (Göteborgs Stad). |
Hugmyndir gera ráð fyrir griðarstórri íþróttahöll (Göteborgs Stad). |
Ummæli
Skrifa ummæli