Þessi mynd sýnir stóra fjölnota íþróttahöll sem reisa átti á íþróttasvæði Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Eftir að Reykjavíkurborg sýndi byggingu íþróttahallar sem hýsa átti úrslitaleik HM 95 takmarkaðan áhuga, gerðu bæjaryfirvöld í Kópavogi samning við ríkið um að reisa bygginguna.
Samningurinn byggðist á þeirri hugmynd að byggingin, sem átti að rúma 7.000 manns í stúkum umhverfis keppnisgólfið, yrði samnýtt starfsemi Breiðabliks að lokinni keppninni. Stúkurýmið yrði þá minnkað og myndi rúma 4.000 manns.
Byggingin reis aldrei þar sem styr stóð um fjármögnun verkefnisins. Síðar reis íþróttahúsið Smárinn í smækkaðri útgáfu á sama stað auk knattspyrnuhallarinnar, Fífunnar. Kostnaður þeirrar uppbyggingar var drjúgur og hærri en áætlaður kostnaður HM-hallarinnar. Og engin var aðkoma ríkisins að uppbyggingunni, líkt og raunin hefði verið ef HM-höllin hefði risið. Merkilegt nokk.
Samningurinn byggðist á þeirri hugmynd að byggingin, sem átti að rúma 7.000 manns í stúkum umhverfis keppnisgólfið, yrði samnýtt starfsemi Breiðabliks að lokinni keppninni. Stúkurýmið yrði þá minnkað og myndi rúma 4.000 manns.
Byggingin reis aldrei þar sem styr stóð um fjármögnun verkefnisins. Síðar reis íþróttahúsið Smárinn í smækkaðri útgáfu á sama stað auk knattspyrnuhallarinnar, Fífunnar. Kostnaður þeirrar uppbyggingar var drjúgur og hærri en áætlaður kostnaður HM-hallarinnar. Og engin var aðkoma ríkisins að uppbyggingunni, líkt og raunin hefði verið ef HM-höllin hefði risið. Merkilegt nokk.
Ummæli
Skrifa ummæli