Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2018

Úsbekistan reisir glæsilega 11 milljarða króna fjölnota íþróttahöll

Glæsileg fjölnota íþróttahöll rís nú í Tashkent höfuðborg Úsbekistan og er áætlað að þessi 14.000 sæta bygging verði komin í gagnið á síðara hluta næsta árs. Mannvirkið verður skilgreint sem þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir. Byggingarframkvæmdir hófust árið 2017 og er ljóst að um gríðarlega metnaðarfullt mannvirki er að ræða en auk meginhallarinnar verður stór æfingasalur í byggingunni þar sem rými verður fyrir 300 sæti. Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 11 milljarðar íslenskra króna og er ljóst að vandað er til verka. Forseti Úsbekistans, Shavkat Mirziyoyev, lét hafa eftir sér í athöfn tileinkaðri upphafi framkvæmda að mannvirki á borð við fyrirhugaða íþróttahöll muni verða þjóðinni og landsmönnum öllum til heilla. Hin nýja íþróttahöll, sem hefur fengið heitið Humo Arena, mun nýtast flestum innanhúsíþróttagreinum en þó mun ísknattleikur og körfuknattleikur verða þar fyrirferðamestu íþróttagreinarnar. Hún leysir af hólmi Dvorets Sporta íþróttahöllina s

Lúxemborg fjárfestir gríðarlega í uppbyggingu þjóðarleikvanga

Stjórnvöld í Lúxemborg hafa eytt 17,5 milljörðum króna í uppbyggingu þjóðarleikvanga frá árinu 2002. 9,7 milljarðar fóru í byggingu hins gríðarstóra d’Coque íþróttamannvirkis sem hýsir m.a. þjóðarleikvang innanhúsíþrótta og stærstu innisundlaug Lúxemborgar. Byggingarframkvæmdum þar lauk árið 2002. 7,8 milljarðar hafa farið í byggingu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu sem verður tekinn á notkun árið 2019. Í dag kynnti ríkistjórnin síðan uppbyggingaráform stórrar hjólreiðahallar (velodrome) upp á 8,4 milljarða í útjaðri höfuðborgarinnar. Um er að ræða mannvirki sem verður skilgreint sem þjóðarleikvangur fyrir hjólreiðaíþróttir og mun menntamálaráðuneytið og íþróttamálaráðuneytið skipta fjármögnunni á milli sín. Uppbygging hallarinnar á að fara fram tímabilið 2020 – 2023. Það þýðir að árið 2023 munu stjórnvöld í Lúxemborg hafa eytt 26 milljörðum króna í uppbyggingu á hinum ýmsu þjóðarleikvöngum á um 20 ára tímabili. Íslensk stjórnvöld hafa á sama tíma fjárfest brotabroti af þ

Stadium MK og Arena MK í Englandi

Knattspyrnuleikvangurinn Stadium MK er heimavöllur enska knattspyrnuliðsins Milton Keynes Dons og rúmar hann 30.500 áhorfendur í sæti. Það sem er skemmtilegt við hönnun og skipulag mannvirkisins er að fjölnota íþróttahöll, Arena MK, er sambyggð leikvanginum sem þýðir að ýmis þjónusta er samnýtt auk bílastæðanna í kring. Vinsældir sambyggðra íþróttamannvirkja eru sífellt að aukast og sjást knattspyrnuleikvangar eða frjálsíþróttaleikvangar sambyggðir íþróttahöllum víða um heim. Mynd: Arena MK.

Framtíðaríþróttasvæði Njarðvíkur verður við Afreksbraut

Við Afreksbraut í Njarðvík er kominn vísir að íþróttasvæði sem mun þjóna ungmennafélagi Njarðvíkur um ókomin ár. Þar hefur félagið byggt upp nýjan knattspyrnuvöll sunnan við Reykjaneshöllina og gera áætlanir ráð fyrir því að önnur starfsemi íþróttafélagsins flytjist þangað þegar fram líða stundir. Nýtt íþróttahús félagsins mun því rísa á svæðinu og vangaveltur um að það verði byggt annarsstaðar eiga ekki við rök að styðjast. Hér verður íþróttasvæði Njarðvíkur til framtíðar. Mynd: Ja.is. Samkvæmt heimildum undirritaðs eru körfuknattleiksdeild og knattspyrnudeild félagsins mjög samstíga með að framtíðaraðstaða félagsins verði staðsett við Afreksbraut. Þar hefur knattspyrnan fengið athvarf og er von manna að aðstaða fyrir körfuknattleikinn rísi þar í náinni framtíð. Ljónagryfjan, núverandi íþróttahús Njarðvíkur sem er staðsett við grunnskóla hverfisins hefur þjónað skólastarfi og hinum ýmsu íþróttagreinum í 45 ár en það er ljóst að reisa þarf stærra mannvirki undir innanhúsíþrót

Formaður KKÍ: FIBA gert alvarlegar athugasemdir við Laugardalshöll

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur verið ötull talsmaður þess að hér á landi rísi ný íþróttahöll til að leysa Laugardalshöll af hólmi sem helsta keppnishöll þjóðarinnar. Aðstöðumál körfuknattleikslandsliðanna hafa verið í brennidepli að undanförnu enda eru þau í algjöru lamasessi og reyndar til skammar. Hannes viðurkennir í samtali við Fréttablaðið að alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, sjái marga annmarka á Laugardalshöll. „ Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar, “ sagði Hannes við Fréttablaðið. Hannes vonar að stjórnvöld geri sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan er orðin. Úrbætur séu orðnar mjög aðkallandi. „ Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbo

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Að lýsa upp myrkasta janúarskammdegið

Hvaða þýðingu skyldi janúarmánuður hafa í hugum flestra Íslendinga? Desemberþynnka kannski og svo auðvitað sú vitneskja að leikir með íslenska handknattleikslandsliðinu á stórmóti muni lýsa upp myrkasta skammdegið og hressa upp á sálartetrið. Hver man ekki eftir þeirri ömurlegu ónotatilfinningu einn dag í júní 2014 þegar við töpuðum fyrir Bosníu í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í Katar 2015. Sú staðreynd að hinn allra heilagasti janúarmánuður myndi ganga í garð án strákanna okkar var í meira lagi súr á bragðið. Sem betur komumst við bakdyramegin inn á mótið og janúar reddaðist nokkurn veginn fyrir horn.   En væri ekki skemmtilegra að vera á staðnum og sjá landsliðið spila í eigin persónu á heimavelli? Það verður raunhæfur möguleiki þegar ný fjölnota íþróttahöll með sæti fyrir 6 – 8.000 manns hefur risið í Laugardalnum. Áður en lengra er haldið er best að taka fram að ég er ekki að tala fyrir því að hér eigi að halda Heims- eða Evrópumeistaramót í allri sinni dýrð með 24 k

Jón Hjaltalín vildi fá teikningar af þessari keppnishöll með sér heim til Íslands

Þegar Ísland tók þátt í B-Heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi árið 1989 stóð umræðan um nýja þjóðarhöll sem hæst á Íslandi. Stjórnvöld höfðu skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis að ný 7 – 8.000 sæta fjölnota íþróttahöll yrði reist fyrir HM 95 og voru forráðamenn HSÍ duglegir að skoða mögulegar fyrirmyndir keppnishalla erlendis frá. Ísland spilaði frábærlega í téðri B-keppni og stóð að lokum uppi sem sigurvegari en auk gullverðlaunanna höfðu forráðamenn HSÍ mikinn áhuga á að taka með sér heim teikningar af einni af íþróttahöllum keppninnar. Íþróttahöllin heitir Rhénus Sport og er staðsett í Strasbourg þar sem Íslendingar spiluðu í öðrum milliriðli B-keppninnar. Í Rhénus Sport vannst m.a. stórkostlegur sigur á Vestur-Þýskalandi sem er enn þann dag í dag einn merkasti einstaki sigurleikur íslenska karlalandsliðsins. Jón Hjaltalín Magnússin, þáverandi formaður HSÍ, var mjög hrifinn af Rhénus Sport og falaðist eins og áður sagði eftir teikningum af höllinni. ,, Fara

Aréna du Pays d‘Aix í Frakklandi

Aréna du Pays d‘Aix er fjölnota íþróttahöll í Les Milles í Frakklandi en Les Milles er 10.000 manna sveitarfélag í útjaðri Marseilleborgar. Höllin var tekin í notkun í október 2017 og nam byggingarkostnaðurinn 6,4 milljörðum íslenskra króna. 6.000 áhorfendur rúmast fyrir í aðalsal hallarinnar en í æfingasalnum rúmast 2.000 manns í sæti. Margir eru þeirrar skoðunar að nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir á Íslandi eigi að rúma á bilinu 6 – 7.000 áhorfendur. Franska handknattleiksliðið Pays d‘Aix Université Club Handball hefur aðsetur í höllinni og mun franska landsliðið meðal annars spila fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM2020 gegn Litháen í Aréna du Pays d‘Aix. Mikið var lagt í hönnun Aréna du Pays d'Aix sem þykir öll hin glæsilegasta. Mynd: Marsactu.fr. Mynd: ArenaAix.com

Kindarena í Frakklandi

Kindarena er nýlega byggð fjölnota íþróttahöll í Rouen í Frakklandi. Höllin tekur 6.000 manns í sæti en stór æfingasalur er einnig hluti af byggingunni sem hefur meðal annars hlotið arkítektarverðlaun fyrir útlit og notagildi. Kindarena var tekin í notkun árið 2012 en hún var í rúm tvö ár í byggingu en byggingarkostnaðurinn nam um 6,8 milljörðum íslenskra króna. Mynd: Dominique Perrault Architecture.   Mynd: KindArena.fr. Mynd: Takuji Shimmura.  

Laugardalshöllin næstelsta keppnishöllin í undankeppni EM2020

Evrópska handknattleikssambandið (EHF) er búið að gefa út hluta þeirra leikstaða (keppnishalla) sem munu hýsa leikina í undankeppni EM2020 sem mun fara fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki.  Undankeppnin hefst í næsta mánuði en hjá sumum þjóðum á eftir að ákveða keppnishallir fyrir síðari stig undankeppninnar. Laugardalshöll er sem fyrr neðarlega á listanum en hún er næstelst þeirra keppnishalla sem verða notaðar í undankeppninni. Eina þjóðin sem mun notast við eldri keppnishöll er Eistland en sökum þess hversu lágt skrifaður handbolti er í Eistlandi mun landsliðið ekki spila í nýlegri þjóðarhöll. Þess í stað mun eistneska landsliðið spila í lítilli keppnishöll sem var tekin í notkun árið 1962. Þeir munu auk þess spila í annarri nýrri keppnishöll en hún var reist árið 2003. Þess má geta að eldri eistneska íþróttahöllin er á undanþágu líkt og Laugardalshöllin. Hér að neðanverðu er listi yfir þjóðir og vígsluár íþróttahallanna en skemmst er frá því að segja að meirihluti hallanna