Glæsileg fjölnota íþróttahöll rís nú í Tashkent höfuðborg Úsbekistan
og er áætlað að þessi 14.000 sæta bygging verði komin í gagnið á síðara hluta
næsta árs. Mannvirkið verður skilgreint sem þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir.
Byggingarframkvæmdir hófust árið 2017 og er ljóst að um
gríðarlega metnaðarfullt mannvirki er að ræða en auk meginhallarinnar verður
stór æfingasalur í byggingunni þar sem rými verður fyrir 300 sæti.
Kostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður um 11 milljarðar
íslenskra króna og er ljóst að vandað er til verka. Forseti Úsbekistans,
Shavkat Mirziyoyev, lét hafa eftir sér í athöfn tileinkaðri upphafi framkvæmda
að mannvirki á borð við fyrirhugaða íþróttahöll muni verða þjóðinni og
landsmönnum öllum til heilla.
Hin nýja íþróttahöll, sem hefur fengið heitið Humo Arena, mun nýtast flestum
innanhúsíþróttagreinum en þó mun ísknattleikur og körfuknattleikur verða þar
fyrirferðamestu íþróttagreinarnar.
Hún leysir af hólmi Dvorets Sporta íþróttahöllina sem var tekin í notkun árið 1970 (fimm árum eftir vígslu Laugardalshallarinnar) sem þykir vera komin vel til ára sinna.
Nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta í Úsbekistan verður glæsilegur. Mynd Heerim Architects. |
Mynd: Heerim Architects. |
Mynd: Google Earth. |
Ummæli
Skrifa ummæli