Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta
keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var
tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur.
Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins.
Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins.
Mikil íbúafjölgun
Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem fyrst.
Í dag er íbúafjöldi Reykjanesbæjar að nálgast 18 þúsund íbúa og er fjölgunin á undanförnum árum sú mesta á landsvísu. Spár gera ennfremur ráð fyrir að íbúafjöldi Reykjanesbæjar verði um 30 þúsund árið 2030.
Nýtt íþróttasvæði í Innri-Njarðvík?
Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur, sendi bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ áskorun á síðasta ári um byggingu nýs íþróttahús í Njarðvík. Erindið var móttekið á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var 12.september 2017.
,,Erindi frá Ólafi Eyjólfssyni formanni UMFN þar sem að hann bendir á að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið. Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dalshverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skólasvæðið í Dalshverfi,“ segir í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.
Athyglisvert er að Ólafur vill að nýtt aðalsvæði UMFN verði í Innri-Njarðvík (Dalshverfi) en vissulega hefur mesta íbúafjölgunin í Njarðvík orðið í þeim hluta á undanförnum áratug.
Sjá einnig: Framtíðaríþróttasvæði Njarðvíkur verður við Afreksbraut
Íþróttasvæðið sunnan Reykjaneshallarinnar
Hins vegar hefur átt sér stað nokkur uppbygging á íþróttasvæðinu sunnan Reykjaneshallarinnar og þar er t.a.m. heimavöllur 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu.
Árið 2006 voru uppi miklar hugmyndir um uppbyggingu á því íþróttasvæði sem átt að vera sameiginlegt íþróttasvæði Njarðvíkur og Keflavíkur. Þar var gert ráð fyrir stórum knattspyrnuvelli með tveimur stúkubyggingu, þar sem önnur yrði sambyggð Reykjaneshöllinni.
Samkvæmt uppdráttum var líka gert ráð fyrir stóru fjölnota íþróttahúsi fyrir innanhúsíþróttir en ekki veit ég hvernig högun þess átti að verða háttað og hvort gert var ráð fyrir því að notkun þess yrði líka sameiginleg milli íþróttafélaganna í Njarðvík og Keflavík.
Nýtt íþróttahús með löglegum handboltavelli
Að mínu mati væri áhugaverður kostur fyrir Njarðvíkinga að byggja nýtt íþróttahús með svipuðu sniði og nýtt körfuboltahús Hauka sem er með svölum allan hringinn og útdraganlegar stúkur á öllum hliðum vallarins, þ.e. lang- og skammhliðum.
Hægt yrði að koma yfir 1.000 manns í sæti auk þess sem áhorfendur geta raðað sér meðfram svölunum.
Húsið þyrfti hins vegar að vera ögn stærra en körfuboltahús Hauka þar sem nauðsynlegt er að nýtt íþróttahús í Njarðvík verði með löglegum handknattleiksvelli. Það yrði óforsvaranlegt að hverfi sem mun telja yfir 10 þúsund íbúa árið 2030 í sveitarfélagi þar sem íbúafjöldinn verður væntanlega um 30 þúsund manns búi ekki yfir íþróttahúsi með löglegum handknattleiksvelli.
Körfuboltinn verður ávallt númer eitt í Njarðvík en það er íþróttum til heilla í hverju sveitarfélagi fyrir sig að flóran verði sem fjölbreyttust.
Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins.
Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins.
,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. |
Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem fyrst.
Í dag er íbúafjöldi Reykjanesbæjar að nálgast 18 þúsund íbúa og er fjölgunin á undanförnum árum sú mesta á landsvísu. Spár gera ennfremur ráð fyrir að íbúafjöldi Reykjanesbæjar verði um 30 þúsund árið 2030.
Nýtt íþróttasvæði í Innri-Njarðvík?
Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur, sendi bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ áskorun á síðasta ári um byggingu nýs íþróttahús í Njarðvík. Erindið var móttekið á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar sem haldinn var 12.september 2017.
,,Erindi frá Ólafi Eyjólfssyni formanni UMFN þar sem að hann bendir á að íþróttahúsið í Njarðvík sé fyrir löngu sprungið. Hann skorar á bæjaryfirvöld að byggt verði fullvaxið íþróttahús sem tengist við íþróttahús nýja skólans í Dalshverfi og að aðalsvæði UMFN verði staðsett við nýja skólasvæðið í Dalshverfi,“ segir í fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar.
Athyglisvert er að Ólafur vill að nýtt aðalsvæði UMFN verði í Innri-Njarðvík (Dalshverfi) en vissulega hefur mesta íbúafjölgunin í Njarðvík orðið í þeim hluta á undanförnum áratug.
Sjá einnig: Framtíðaríþróttasvæði Njarðvíkur verður við Afreksbraut
Verður nýtt íþróttasvæði Njarðvíkur staðsett í Dalshverfi í Reykjanesbæ? Unnið upp úr loftmynd frá Ja.is. |
Íþróttasvæðið sunnan Reykjaneshallarinnar
Hins vegar hefur átt sér stað nokkur uppbygging á íþróttasvæðinu sunnan Reykjaneshallarinnar og þar er t.a.m. heimavöllur 1. deildarliðs Njarðvíkur í knattspyrnu.
Árið 2006 voru uppi miklar hugmyndir um uppbyggingu á því íþróttasvæði sem átt að vera sameiginlegt íþróttasvæði Njarðvíkur og Keflavíkur. Þar var gert ráð fyrir stórum knattspyrnuvelli með tveimur stúkubyggingu, þar sem önnur yrði sambyggð Reykjaneshöllinni.
Samkvæmt uppdráttum var líka gert ráð fyrir stóru fjölnota íþróttahúsi fyrir innanhúsíþróttir en ekki veit ég hvernig högun þess átti að verða háttað og hvort gert var ráð fyrir því að notkun þess yrði líka sameiginleg milli íþróttafélaganna í Njarðvík og Keflavík.
Við Afreksbraut í Reykjanesbæ er svigrúm til að byggja upp hágæða íþróttasvæði. Mynd: Ja.is. |
Svona átti íþróttasvæðið að líta út fullklárað. Stórt fjölnota íþróttahús fyrir miðju. Tölvuteiknuð mynd: Arkitektur.is. |
Að mínu mati væri áhugaverður kostur fyrir Njarðvíkinga að byggja nýtt íþróttahús með svipuðu sniði og nýtt körfuboltahús Hauka sem er með svölum allan hringinn og útdraganlegar stúkur á öllum hliðum vallarins, þ.e. lang- og skammhliðum.
Hægt yrði að koma yfir 1.000 manns í sæti auk þess sem áhorfendur geta raðað sér meðfram svölunum.
Húsið þyrfti hins vegar að vera ögn stærra en körfuboltahús Hauka þar sem nauðsynlegt er að nýtt íþróttahús í Njarðvík verði með löglegum handknattleiksvelli. Það yrði óforsvaranlegt að hverfi sem mun telja yfir 10 þúsund íbúa árið 2030 í sveitarfélagi þar sem íbúafjöldinn verður væntanlega um 30 þúsund manns búi ekki yfir íþróttahúsi með löglegum handknattleiksvelli.
Körfuboltinn verður ávallt númer eitt í Njarðvík en það er íþróttum til heilla í hverju sveitarfélagi fyrir sig að flóran verði sem fjölbreyttust.
Nýtt körfuboltahús Hauka verður sannkölluð gryfja. Mynd: Ask Arkitektar. |
Ummæli
Skrifa ummæli