Fara í aðalinnihald

Lúxemborg fjárfestir gríðarlega í uppbyggingu þjóðarleikvanga

Stjórnvöld í Lúxemborg hafa eytt 17,5 milljörðum króna í uppbyggingu þjóðarleikvanga frá árinu 2002. 9,7 milljarðar fóru í byggingu hins gríðarstóra d’Coque íþróttamannvirkis sem hýsir m.a. þjóðarleikvang innanhúsíþrótta og stærstu innisundlaug Lúxemborgar. Byggingarframkvæmdum þar lauk árið 2002.

7,8 milljarðar hafa farið í byggingu nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu sem verður tekinn á notkun árið 2019.

Í dag kynnti ríkistjórnin síðan uppbyggingaráform stórrar hjólreiðahallar (velodrome) upp á 8,4 milljarða í útjaðri höfuðborgarinnar. Um er að ræða mannvirki sem verður skilgreint sem þjóðarleikvangur fyrir hjólreiðaíþróttir og mun menntamálaráðuneytið og íþróttamálaráðuneytið skipta fjármögnunni á milli sín. Uppbygging hallarinnar á að fara fram tímabilið 2020 – 2023.

Það þýðir að árið 2023 munu stjórnvöld í Lúxemborg hafa eytt 26 milljörðum króna í uppbyggingu á hinum ýmsu þjóðarleikvöngum á um 20 ára tímabili. Íslensk stjórnvöld hafa á sama tíma fjárfest brotabroti af þessari upphæð í uppbyggingu þjóðarleikvanga hérlendis.

En hvers vegna er Lúxemborg, þetta smáríki með um 600 þúsund íbúa, að fjárfesta svona mikið í innviðum tengdum íþróttum? Hefur árangur knattspyrnulandsliðsins verið að batna á undanförnum árum. Hefur knattspyrnulandsliðið náð að komast inn á síðustu tvö stórmót? Hefur körfuboltalandsliðið náð að tryggja sig inn á EuroBasket? Hefur handboltalandsliðið unnið til verðlauna á stórmótum á síðustu 10 árum? Svarið er nei. Ef þessum spurningum væri beint að öðru smáríki, væri svarið já. Við öllum spurningum. Ég er að tala um Ísland.

Margir spyrja sig eflaust hvers vegna í ósköpunum Lúxemborg sé að undirbúa byggingu hjólreiðahallar upp á 8,4 milljarða. Svarið er einfalt. Það má líkja gildi hjólreiða í Lúxemborg við gildi handknattleiks hérlendis og eru þessar tvær íþróttagreinar óopinberar þjóðaríþróttir þessara tveggja þjóða. Stjórnvöld í Lúxemborg vilja gera vel við þjóðaríþróttina. Íslendingar taki eftir.

Afreksíþróttafólk í hjólreiðaíþróttum í Lúxemborg eru stolt þjóðarinnar og hafa hjólreiðamenn frá Lúxemborg m.a. unnið virtustu og veigamestu hjólreiðakeppni heims, Tour de France, í fimm skipti og er Lúxemborg í fimmta sæti yfir sigursælustu þjóðir keppninnar frá upphafi.

Stjórnvöld í Lúxemborg gera sér auðvitað grein fyrir mikilvægi þessarar íþróttagreinar meðal landsmanna og hafa nú ákveðið að reisa framúrskarandi mannvirki sem gerir hjólreiðafólki kleift að æfa og keppa við bestu aðstæður. Það á að ekkert að stíga á bremsuna, það á að gera afreksfólkið betra.

Hérlendis er handboltinn óopinber þjóðaríþrótt okkar Íslendinga og árangur karlalandsliðsins í körfubolta hefur batnað gríðarlega á undanförnum árum. En hvar er fjárfestingin í bættri aðstöðu og bættum innviðum hjá þessum innanhúsíþróttagreinum? Ég spyr.

Lúxemborg ætlar að fjárfesta 8,4 milljörðum í þjóðarleikvang fyrir hjólreiðar en hver er framkvæmdavilji íslenskra stjórnvalda í garð innanhússíþróttagreina?

Vissulega er komin hreyfing á mál Laugardalsvallar en betur má ef duga skal.

Við þurfum ekki að horfa lengra en til Lúxemborgar til að sjá að smáríki geta fjárfest duglega í íþróttatengdum innviðum.

Nýr þjóðarleikvangur fyrir hjólreiðaíþróttir í Lúxemborg. Mynd: Mecanoo Architecten.


Nýr þjóðarleikvangur í knattspyrnu. Mynd: FLF.

D'Coque, þar sem þjóðarleikvangur innanhússíþrótta er m.a. til húsa. Mynd: FLTT.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Laugardalshöllin: gömul, eldri, elst

Þegar fjórar síðustu undankeppnir í EM í handbolta eru skoðaðar kemur í ljós að Laugardalshöll er langelsta íþróttahöllin sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum í Evrópu. Fjölnota íþróttahöll. Alls fóru fram 12 landsleikir í í Laugardalshöll í undankeppni EM á þessu tímabili, eða allir heimaleikir Íslands. Auk Laugardalshallarinnar fóru á þessu tímabili fram landsleikir í 12 öðrum íþróttahöllum sem reistar voru fyrir 1970. Engin þeirra hýsti jafnmarga leiki og Laugardalshöllin en þær hallir sem komust næst Laugardalshöllinni hýstu fjóra leiki á þessu tímabili, eða að meðaltali einn leik í hverri undankeppni. Þær hallir sem hýstu fjóra landsleiki voru Yunost Sports Palace (1967) í Chelyabinsk í Rússlandi, Dvorana Mirza Delibasic (1969) í Sarajevo í Bosníu og Minsk Sports Palace (1966) í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þessar þrjár íþróttahallir eru allar handan austantjaldsins en Ísland er eina Vestur-Evrópu þjóðin þar sem landsleikir í handknattleik eru leiknir að s