Fara í aðalinnihald

Laugardalshöllin næstelsta keppnishöllin í undankeppni EM2020

Evrópska handknattleikssambandið (EHF) er búið að gefa út hluta þeirra leikstaða (keppnishalla) sem munu hýsa leikina í undankeppni EM2020 sem mun fara fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Undankeppnin hefst í næsta mánuði en hjá sumum þjóðum á eftir að ákveða keppnishallir fyrir síðari stig undankeppninnar.

Laugardalshöll er sem fyrr neðarlega á listanum en hún er næstelst þeirra keppnishalla sem verða notaðar í undankeppninni. Eina þjóðin sem mun notast við eldri keppnishöll er Eistland en sökum þess hversu lágt skrifaður handbolti er í Eistlandi mun landsliðið ekki spila í nýlegri þjóðarhöll.

Þess í stað mun eistneska landsliðið spila í lítilli keppnishöll sem var tekin í notkun árið 1962. Þeir munu auk þess spila í annarri nýrri keppnishöll en hún var reist árið 2003. Þess má geta að eldri eistneska íþróttahöllin er á undanþágu líkt og Laugardalshöllin.

Hér að neðanverðu er listi yfir þjóðir og vígsluár íþróttahallanna en skemmst er frá því að segja að meirihluti hallanna var reistur eftir aldamótin eða 24 stykki á móti 12 sem voru teknar í notkun fyrir aldamót.


Þær þjóðir sem munu notast við hallir sem voru vígðar fyrir 1980 eru auk Íslands: Eistland, Makedónía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Kosóvó, Færeyjar (notaðist við Höllina á Hálsi í forkeppni undankeppninnar), Slóvakía og Rússland.

Makedónar hafa tilkynnt að þeir munu spila fyrsta leik sinn í undankeppninni, gegn Tyrkjum, í höll sem var reist árið 1975. Fullvíst má telja að þeir spili heimaleikinn gegn Íslendingum í hinni glæsilegu Boris Trajkovski íþróttahöll en sá leikur mun fara fram í apríl á næsta ári.

Leikir í forkeppni undankeppninnar voru teknir með í þessari úttekt og er því Höllin á Hálsi, þjóðarhöll Færeyinga, á þessum lista. Hún telst hins vegar ólögleg í komandi undankeppni og munu Færeyingar spila næstu heimaleiki sína í Danmörku.

Þjóð, vígsluár íþróttahallar

Frakkland, 2017
Georgía, 2015
Grikkland, 2014
Rúmenía, 2014
Ísrael, 2014
Ungverjaland, 2013
Tyrkland, 2012
Pólland, 2011
Litháen, 2011
Sviss, 2010
Portúgal, 2009
Svartfjallaland, 2009
Serbía, 2009
Króatía, 2008
Slóvenía, 2008
Holland, 2007
Finnland, 2006
Lettland, 2005
Belgía, 2005
Þýskaland, 2005
Eistland, 2003
Lúxemborg, 2002
Danmörk, 2001
Úkraína, 2001
Bosnía, 1984
Ítalía, 1983
Ítalía, 1980
Rússland, 1979
Slóvakía, 1978
Kosóvó, 1977
Makedónía, 1975
Tékkland, 1974
Færeyjar, 1970
Hvíta-Rússland, 1966
Ísland, 1965
Eistland, 1962

Laugardalshöll. Mynd: Art Bicnick.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Laugardalshöllin: gömul, eldri, elst

Þegar fjórar síðustu undankeppnir í EM í handbolta eru skoðaðar kemur í ljós að Laugardalshöll er langelsta íþróttahöllin sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum í Evrópu. Fjölnota íþróttahöll. Alls fóru fram 12 landsleikir í í Laugardalshöll í undankeppni EM á þessu tímabili, eða allir heimaleikir Íslands. Auk Laugardalshallarinnar fóru á þessu tímabili fram landsleikir í 12 öðrum íþróttahöllum sem reistar voru fyrir 1970. Engin þeirra hýsti jafnmarga leiki og Laugardalshöllin en þær hallir sem komust næst Laugardalshöllinni hýstu fjóra leiki á þessu tímabili, eða að meðaltali einn leik í hverri undankeppni. Þær hallir sem hýstu fjóra landsleiki voru Yunost Sports Palace (1967) í Chelyabinsk í Rússlandi, Dvorana Mirza Delibasic (1969) í Sarajevo í Bosníu og Minsk Sports Palace (1966) í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þessar þrjár íþróttahallir eru allar handan austantjaldsins en Ísland er eina Vestur-Evrópu þjóðin þar sem landsleikir í handknattleik eru leiknir að s