Evrópska handknattleikssambandið (EHF) er búið að gefa út hluta þeirra leikstaða (keppnishalla) sem munu hýsa leikina í undankeppni EM2020 sem mun fara fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Undankeppnin hefst í næsta mánuði en hjá sumum þjóðum á eftir að ákveða keppnishallir fyrir síðari stig undankeppninnar.
Laugardalshöll er sem fyrr neðarlega á listanum en hún er næstelst þeirra keppnishalla sem verða notaðar í undankeppninni. Eina þjóðin sem mun notast við eldri keppnishöll er Eistland en sökum þess hversu lágt skrifaður handbolti er í Eistlandi mun landsliðið ekki spila í nýlegri þjóðarhöll.
Þess í stað mun eistneska landsliðið spila í lítilli keppnishöll sem var tekin í notkun árið 1962. Þeir munu auk þess spila í annarri nýrri keppnishöll en hún var reist árið 2003. Þess má geta að eldri eistneska íþróttahöllin er á undanþágu líkt og Laugardalshöllin.
Hér að neðanverðu er listi yfir þjóðir og vígsluár íþróttahallanna en skemmst er frá því að segja að meirihluti hallanna var reistur eftir aldamótin eða 24 stykki á móti 12 sem voru teknar í notkun fyrir aldamót.
Þær þjóðir sem munu notast við hallir sem voru vígðar fyrir 1980 eru auk Íslands: Eistland, Makedónía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Kosóvó, Færeyjar (notaðist við Höllina á Hálsi í forkeppni undankeppninnar), Slóvakía og Rússland.
Makedónar hafa tilkynnt að þeir munu spila fyrsta leik sinn í undankeppninni, gegn Tyrkjum, í höll sem var reist árið 1975. Fullvíst má telja að þeir spili heimaleikinn gegn Íslendingum í hinni glæsilegu Boris Trajkovski íþróttahöll en sá leikur mun fara fram í apríl á næsta ári.
Leikir í forkeppni undankeppninnar voru teknir með í þessari úttekt og er því Höllin á Hálsi, þjóðarhöll Færeyinga, á þessum lista. Hún telst hins vegar ólögleg í komandi undankeppni og munu Færeyingar spila næstu heimaleiki sína í Danmörku.
Þjóð, vígsluár íþróttahallar
Frakkland, 2017
Georgía, 2015
Grikkland, 2014
Rúmenía, 2014
Ísrael, 2014
Ungverjaland, 2013
Tyrkland, 2012
Pólland, 2011
Litháen, 2011
Sviss, 2010
Portúgal, 2009
Svartfjallaland, 2009
Serbía, 2009
Króatía, 2008
Slóvenía, 2008
Holland, 2007
Finnland, 2006
Lettland, 2005
Belgía, 2005
Þýskaland, 2005
Eistland, 2003
Lúxemborg, 2002
Danmörk, 2001
Úkraína, 2001
Bosnía, 1984
Ítalía, 1983
Ítalía, 1980
Rússland, 1979
Slóvakía, 1978
Kosóvó, 1977
Makedónía, 1975
Tékkland, 1974
Færeyjar, 1970
Hvíta-Rússland, 1966
Ísland, 1965
Eistland, 1962
Laugardalshöll er sem fyrr neðarlega á listanum en hún er næstelst þeirra keppnishalla sem verða notaðar í undankeppninni. Eina þjóðin sem mun notast við eldri keppnishöll er Eistland en sökum þess hversu lágt skrifaður handbolti er í Eistlandi mun landsliðið ekki spila í nýlegri þjóðarhöll.
Þess í stað mun eistneska landsliðið spila í lítilli keppnishöll sem var tekin í notkun árið 1962. Þeir munu auk þess spila í annarri nýrri keppnishöll en hún var reist árið 2003. Þess má geta að eldri eistneska íþróttahöllin er á undanþágu líkt og Laugardalshöllin.
Hér að neðanverðu er listi yfir þjóðir og vígsluár íþróttahallanna en skemmst er frá því að segja að meirihluti hallanna var reistur eftir aldamótin eða 24 stykki á móti 12 sem voru teknar í notkun fyrir aldamót.
Þær þjóðir sem munu notast við hallir sem voru vígðar fyrir 1980 eru auk Íslands: Eistland, Makedónía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Kosóvó, Færeyjar (notaðist við Höllina á Hálsi í forkeppni undankeppninnar), Slóvakía og Rússland.
Makedónar hafa tilkynnt að þeir munu spila fyrsta leik sinn í undankeppninni, gegn Tyrkjum, í höll sem var reist árið 1975. Fullvíst má telja að þeir spili heimaleikinn gegn Íslendingum í hinni glæsilegu Boris Trajkovski íþróttahöll en sá leikur mun fara fram í apríl á næsta ári.
Leikir í forkeppni undankeppninnar voru teknir með í þessari úttekt og er því Höllin á Hálsi, þjóðarhöll Færeyinga, á þessum lista. Hún telst hins vegar ólögleg í komandi undankeppni og munu Færeyingar spila næstu heimaleiki sína í Danmörku.
Þjóð, vígsluár íþróttahallar
Frakkland, 2017
Georgía, 2015
Grikkland, 2014
Rúmenía, 2014
Ísrael, 2014
Ungverjaland, 2013
Tyrkland, 2012
Pólland, 2011
Litháen, 2011
Sviss, 2010
Portúgal, 2009
Svartfjallaland, 2009
Serbía, 2009
Króatía, 2008
Slóvenía, 2008
Holland, 2007
Finnland, 2006
Lettland, 2005
Belgía, 2005
Þýskaland, 2005
Eistland, 2003
Lúxemborg, 2002
Danmörk, 2001
Úkraína, 2001
Bosnía, 1984
Ítalía, 1983
Ítalía, 1980
Rússland, 1979
Slóvakía, 1978
Kosóvó, 1977
Makedónía, 1975
Tékkland, 1974
Færeyjar, 1970
Hvíta-Rússland, 1966
Ísland, 1965
Eistland, 1962
Laugardalshöll. Mynd: Art Bicnick. |
Ummæli
Skrifa ummæli