Við Afreksbraut í Njarðvík er kominn vísir að íþróttasvæði
sem mun þjóna ungmennafélagi Njarðvíkur um ókomin ár. Þar hefur félagið byggt
upp nýjan knattspyrnuvöll sunnan við Reykjaneshöllina og gera áætlanir ráð
fyrir því að önnur starfsemi íþróttafélagsins flytjist þangað þegar fram líða
stundir.
Nýtt íþróttahús félagsins mun því rísa á svæðinu og vangaveltur um að það verði byggt annarsstaðar eiga ekki við rök að styðjast.
Samkvæmt heimildum undirritaðs eru körfuknattleiksdeild og
knattspyrnudeild félagsins mjög samstíga með að framtíðaraðstaða félagsins verði
staðsett við Afreksbraut. Þar hefur knattspyrnan fengið athvarf og er von manna
að aðstaða fyrir körfuknattleikinn rísi þar í náinni framtíð.
Ljónagryfjan, núverandi íþróttahús Njarðvíkur sem er staðsett við grunnskóla hverfisins hefur þjónað skólastarfi og hinum ýmsu íþróttagreinum í 45 ár en það er ljóst að reisa þarf stærra mannvirki undir innanhúsíþróttastarfsemi ungmennafélags Njarðvíkur.
Þar er körfuknattleikurinn vitaskuld fyrirferðarmestur en núverandi íþróttahús stenst ekki nútímakröfur og reglugerðir varðandi algild keppnishús í körfuknattleik.
Íþróttasvæðið við Afreksbraut
Íþróttastarfsemi í Njarðvík stendur á tímamótum. Vöntun hefur verið á alhliða íþróttasvæði í hverfinu sem samanstendur af þyrpingu íþróttamannvirkja á tiltölulega litlu svæði.
Knattspyrnuleikvangur Njarðvíkur var áður staðsettur við Vallarbraut í hálfs km fjarlægð frá Ljónagryfjunni. Með tilkomu nýs knattspyrnuvallar við Afreksbraut er fjarlægðin milli þessarra mannvirkja nú 1 km.
Til samanburðar þá er íþróttahús Keflavíkur staðsett á sama svæði og knattspyrnuvöllur félagsins en um 50 metrar aðskilja þessi tvö mannvirki.
Íþróttasvæðið við Afreksbraut er staðsett á vesturjaðri Njarðvíkurhverfisins í Reykjanesbæ og er nægjanlegt rými þar til að byggja upp stórt hágæða íþróttasvæði þar sem aðstaða verður fyrir knattspyrnu, innanhúsíþróttir og frjálsar íþróttir. Í því felst mikil hagræðing þar sem t.a.m. er hægt að samnýta þjónustu og bílastæði.
Gríðarleg íbúafjölgun hefur átt sér stað í Reykjanesbæ á
undanförnum árum og er þörfin á rúmgóðu alhliða íþróttasvæði því orðin mikil.
Mikil uppbygging á sér nú stað norðan við svæðið þar sem Hlíðarhverfið er tekið
að rísa. Sunnan við svæðið er síðan ráðgert að stórt útivistarsvæði verði staðsett, svokölluð útivistarparadís.
Byggðin mun halda áfram að þróast og í framtíðinni mun íþróttasvæðið við Afreksbraut þróast úr jaðarsvæði yfir í íþróttasvæði innan byggðar með umliggjandi byggð.
Byggðaþróunin var t.a.m. á þann veg á Selfossi þar sem gisið jaðaríþróttasvæði er í dag orðið frábært alhliða íþróttasvæði innan byggðar. Framtíðarmöguleikar íþróttasvæðisins við Afreksbraut í Reykjanesbæ eru miklir. Þar eru gríðarlega miklir uppbyggingarmöguleikar auk frábærrar staðsetningar sem felur í sér að þetta gætið orðið eitt besta íþróttasvæði landsins.
Sjá einnig: Höllin er úrelt - nýja höll strax
Nýtt íþróttahús félagsins mun því rísa á svæðinu og vangaveltur um að það verði byggt annarsstaðar eiga ekki við rök að styðjast.
Hér verður íþróttasvæði Njarðvíkur til framtíðar. Mynd: Ja.is. |
Ljónagryfjan, núverandi íþróttahús Njarðvíkur sem er staðsett við grunnskóla hverfisins hefur þjónað skólastarfi og hinum ýmsu íþróttagreinum í 45 ár en það er ljóst að reisa þarf stærra mannvirki undir innanhúsíþróttastarfsemi ungmennafélags Njarðvíkur.
Þar er körfuknattleikurinn vitaskuld fyrirferðarmestur en núverandi íþróttahús stenst ekki nútímakröfur og reglugerðir varðandi algild keppnishús í körfuknattleik.
Íþróttasvæðið við Afreksbraut
Íþróttastarfsemi í Njarðvík stendur á tímamótum. Vöntun hefur verið á alhliða íþróttasvæði í hverfinu sem samanstendur af þyrpingu íþróttamannvirkja á tiltölulega litlu svæði.
Knattspyrnuleikvangur Njarðvíkur var áður staðsettur við Vallarbraut í hálfs km fjarlægð frá Ljónagryfjunni. Með tilkomu nýs knattspyrnuvallar við Afreksbraut er fjarlægðin milli þessarra mannvirkja nú 1 km.
Til samanburðar þá er íþróttahús Keflavíkur staðsett á sama svæði og knattspyrnuvöllur félagsins en um 50 metrar aðskilja þessi tvö mannvirki.
Íþróttasvæðið við Afreksbraut er staðsett á vesturjaðri Njarðvíkurhverfisins í Reykjanesbæ og er nægjanlegt rými þar til að byggja upp stórt hágæða íþróttasvæði þar sem aðstaða verður fyrir knattspyrnu, innanhúsíþróttir og frjálsar íþróttir. Í því felst mikil hagræðing þar sem t.a.m. er hægt að samnýta þjónustu og bílastæði.
Tölvuteiknuð mynd frá 2006 sem sýnir hvernig íþróttasvæðið við Afreksbraut átti að líta út. Mynd: Arkitektur.is. |
Byggðin mun halda áfram að þróast og í framtíðinni mun íþróttasvæðið við Afreksbraut þróast úr jaðarsvæði yfir í íþróttasvæði innan byggðar með umliggjandi byggð.
Byggðaþróunin var t.a.m. á þann veg á Selfossi þar sem gisið jaðaríþróttasvæði er í dag orðið frábært alhliða íþróttasvæði innan byggðar. Framtíðarmöguleikar íþróttasvæðisins við Afreksbraut í Reykjanesbæ eru miklir. Þar eru gríðarlega miklir uppbyggingarmöguleikar auk frábærrar staðsetningar sem felur í sér að þetta gætið orðið eitt besta íþróttasvæði landsins.
Sjá einnig: Höllin er úrelt - nýja höll strax
Íþróttasvæðið á Selfossi var áður staðsett á jaðri byggðarinnar en er í dag inni í miðri byggð. |
Ummæli
Skrifa ummæli