Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur verið ötull talsmaður
þess að hér á landi rísi ný íþróttahöll til að leysa Laugardalshöll af hólmi
sem helsta keppnishöll þjóðarinnar.
Aðstöðumál körfuknattleikslandsliðanna hafa verið í brennidepli að undanförnu enda eru þau í algjöru lamasessi og reyndar til skammar.
Hannes viðurkennir í samtali við Fréttablaðið að alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, sjái marga annmarka á Laugardalshöll.
„Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ sagði Hannes við Fréttablaðið.
Hannes vonar að stjórnvöld geri sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan er orðin. Úrbætur séu orðnar mjög aðkallandi.
„Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan.“
Aðstöðumál körfuknattleikslandsliðanna hafa verið í brennidepli að undanförnu enda eru þau í algjöru lamasessi og reyndar til skammar.
Hannes viðurkennir í samtali við Fréttablaðið að alþjóða körfuknattleikssambandið FIBA, sjái marga annmarka á Laugardalshöll.
„Það hjálpar svo ekki til að málefni Laugardalshallarinnar séu eins og þau eru. Það er alkunna að höllin er barn síns tíma og FIBA hefur gert alvarlegar athugasemdir við hana í gegnum tíðina. Ég óttast það að eftir tvö til þrjú ár mun FIBA bresta þolinmæðina og við stöndum uppi án löglegrar keppnishallar,“ sagði Hannes við Fréttablaðið.
Hannes vonar að stjórnvöld geri sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan er orðin. Úrbætur séu orðnar mjög aðkallandi.
„Það má heldur ekki gleyma því að við erum að deila höllinni með Þrótti, landsliðum í handbolta og blaki og útleigu á salnum. Landsliðin okkar hafa verið að æfa á sex til sjö mismunandi stöðum í kringum landsliðsverkefni sín og það gefur augaleið að það er ekki þægilegt vinnuumhverfi. Þá erum við upp á félögin komin með æfingatíma með tilheyrandi raski fyrir alla sem að því koma. Mér finnst lítið þokast hjá stjórnvöldum hvað þetta málefni varðar og úrbætur búnar að vera of lengi í spjallfasa. Nú finnst mér vera kominn tími á aðgerðir áður en það verður um seinan.“
Ummæli
Skrifa ummæli