Porsche-Arena er fjölnota íþróttahöll í Stuttgart í Þýskalandi. Hún var tekin í notkun árið 2006 eftir að hafa verið í byggingu í 14 mánuði. Um er að ræða gríðarlega vel heppnað íþróttamannvirki og er hönnun þess á þann veg að mikil stemning myndast þar inni á kappleikjum. Hún tekur 6.181 manns í sæti. Kostnaður við byggingu Porsche-Arena nam um 3,8 milljörðum íslenskra króna og var fjármögnunin alfarið í höndum borgaryfirvalda í Stuttgart. Höllin er staðsett á helsta íþróttasvæði Stuttgart-borgar og eru rúmir 100 metrar á milli hennar og Mercedes-Benz Arena sem er heimavöllur knattspyrnuliðsins VfB Stuttgart. Ég viðurkenni fúslega að mér finnst þessi íþróttahöll gríðarlega flott. Loftmynd: Google Earth. Mynd: Sascha Klahn.