Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2018

Porsche-Arena í Stuttgart

Porsche-Arena er fjölnota íþróttahöll í Stuttgart í Þýskalandi. Hún var tekin í notkun árið 2006 eftir að hafa verið í byggingu í 14 mánuði. Um er að ræða gríðarlega vel heppnað íþróttamannvirki og er hönnun þess á þann veg að mikil stemning myndast þar inni á kappleikjum. Hún tekur 6.181 manns í sæti. Kostnaður við byggingu Porsche-Arena nam um 3,8 milljörðum íslenskra króna og var fjármögnunin alfarið í höndum borgaryfirvalda í Stuttgart. Höllin er staðsett á helsta íþróttasvæði Stuttgart-borgar og eru rúmir 100 metrar á milli hennar og Mercedes-Benz Arena sem er heimavöllur knattspyrnuliðsins VfB Stuttgart. Ég viðurkenni fúslega að mér finnst þessi íþróttahöll gríðarlega flott. Loftmynd: Google Earth. Mynd: Sascha Klahn.  

Til greina kom að byggja stórar svalir yfir núverandi stúku Laugardalshallar (myndir)

Samkvæmt greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi endurbætur á aðalsal Laugardalshallar árabilið 2013 – 2018 kemur fram að til greina kom að byggja svalir yfir núverandi aðalstúku Laugardalshallarinnar. Gert var ráð fyrir að svalirnar myndu rúma 480 manns í sæti og myndi heildarsætafjöldi hallarinnar aukast úr 2.268 sætum í 2.748 sæti í tilfellum handboltaleikja en í 2.760 sæti í tilfellum körfuboltaleikja. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir var 322 milljónir króna en samkvæmt tímaáætlun átti framkvæmdum að ljúka á þessu ári. Undirritaður verður að viðurkenna ákveðinn létti yfir því að ekkert varð úr þessum framkvæmdum því þær hefðu vissulega getað tafið undirbúningsvinnu nýs þjóðarleikvangs innanhússíþrótta. Þessi 480 sæti hefðu því miður gert meira ógagn en gagn í keppnishöll sem telst ólögleg á alþjóðlegum vettvangi. Og þegar tölvuteikningarnar eru skoðaðar sést að stúkan og svalirnar líkjast frekar áhorfendasvæði í leikhúsi heldur en í íþró

Koparkassinn í London

Koparkassinn (The Copper Box) er fjölnota íþróttahöll sem byggð var sérstaklega fyrir sumarólympíuleikana í London árið 2012. Í fyrstu nefndist hún einungis handknattleikshöllin enda hýsti hún riðlanna í handknattleikskeppni leikanna og lék íslenska landsliðið meðal annars í höllinni. Þá vann íslenska körfuknattleikslandsliðið þar frækilegan sigur á Bretlandi í undankeppni EM árið 2014 og tryggði sér þar með farseðilinn á Eurobasket 2015. Sællar minningar. Koparkassinn rúmar 7.000 manns í sæti og nam bygginarkostnaðurinn um 6 milljörðum íslenskra króna. Skjáskot: Google Earth. Skjáskot úr myndbandi: Adrian West.  

Kristianstad Arena í Svíþjóð

Svíar eru leiðandi afl í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Norðurlöndum og í Kristianstad þar sem búa um 40.000 þúsund manns er að finna gríðarlega vandaða fjölnota íþróttahöll. Höllin sem um ræðir ber heitið Kristianstad Arena og var tekin í notkun árið 2010. Hún tekur 4.700 áhorfendur í sæti og var ein af keppnishöllunum á HM í handbolta í Svíþjóð 2011. Byggingarkostnaður hallarinnar nam um 4,5 milljörðum íslenskra króna á núvirði og var fjármögnunin alfarið í höndum sveitarfélagsins Kristianstad. Þó svo að höllin taki einungis 4.700 manns í sæti er hönnunin slík að svo virðist sem hún rúmi mun fleiri áhorfendur. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og metnaðarfullt mannvirki sem 40.000 manna bær getur verið stoltur af. Þess má geta að höllin er heimavöllur IFK Kristianstad, þar sem Ólafur Andrés Guðmundsson, handknattleikskappi, hefur gert garðinn frægan á undanförnum árum.   Skjáskot: Google Earth. Mynd: Petter Arvidson/Bildbyrån.

Nýr og glæsilegur þjóðarleikvangur Noregs í ísknattleik í byggingu

Búið er að rífa hið sögulega íþróttamannvirki, Jordal Amfi, í Osló en um var að ræða gamlan þjóðarleikvang Noregs í ísknattleik. Hand- og körfuknattleikur áttu líka athvarf í höllinni á níunda áratug síðustu aldar. Íþróttahöllin var tekin í notkun árið 1951 og var skilgreind sem þjóðarleikvangur Noregs í ís-, hand- og körfuknattleik fram til ársins 1990, þar til fjölnota íþróttahöllin Osló Spektrum var tekin í notkun í Osló. Eins og áður sagði er búið að rífa mannvirkið og standa nú yfir á sama stað byggingarframkvæmdir hins svokallaða ,,Nye Jordal Amfi” leikvangs sem verður nýr þjóðarleikvangur Noregs í ísknattleik. Áætlað er að kostnaður við byggingu mannvirkisins verði um 5 milljarðar íslenskra króna og mun Osló-borg sjá alfarið um fjármögnun þess. Höllin mun rúma 6.000 manns í sæti en auk ísknattleiks munu landslið Noregs í hand- og körfuknattleik einnig eiga þess kost að spila landsleiki þar inni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki síðla árs 2019. M

Reykjavík (höfuðborgarsvæðið) rekur lestina í samanburði við norræn þéttbýlissvæði

Þeir sem fylgjast með þessu bloggi vita vel hversu miklir uppbyggingaskussar Íslendingar eru samanborið við flestar aðrar þjóðir. Þá á ég við í tengslum við byggingu þjóðarhalla eða svokallaðra þjóðarleikvanga. Hér að neðanverðu er listi yfir 14 stærstu og fjölmennustu þéttbýlissvæði á Norðurlöndum. Á honum sést hversu mikil uppbygging hefur verið eða er áformuð í þessum borgum að undanskilinni Reykjavík. Á listanum kemur fram hvaða íþróttahöll er helsta keppnishöll hverrar borgar og hvaða ár hún var tekin í notkun. Þá sést hvaða höll leyst var af hólmi. Einnig kemur fram hvort áformað sé að byggja nýja íþróttahöll eða hvort slík höll sé þegar í byggingu. Reykjavík er eina borgin þar sem engin áform eru uppi uppi um byggingu nýrrar stórrar íþróttahallar. Kaupmannahöfn í Danmörku Royal Arena (2017) Leysti af hólmi: Bröndby Hallen (1973) Stokkhólmur í Svíþjóð Eriksson Globe (1989) Leysti af hólmi: Hovet (1962) Osló í Noregi Oslo Spektrum (1990)

Bergen ætlar að byggja nýja fjölnota íþróttahöll

Borgaryfirvöld í Bergen í Noregi hafa á undanförnum árum lagt mikið í undirbúningsvinnu í tengslum við byggingu nýrrar fjölnota íþróttahallar á svæðinu. Umfangsmikil staðarvalsgreining fór meðal annars fram árið 2017, þar sem fýsileiki nokkurra staða innan þéttbýlissvæðisins var metinn. Áætlað er að ný íþróttahöll muni rúma 8.000 áhorfendur í sæti og verði fyrsta flokks mannvirki sem getur hýst alþjóðalega viðburði en áætlaður gunnflötur þess er um 10.000 m 2 . Hvati þessa verkefnis er sú staðreynd að helsta keppnishöllin í Bergen, Haukelandshallen, þykir úrelt mannvirki sem stenst ekki nútímakröfur og staðla. Haukelandshallen var tekin í notkun árið 1970, eða fimm árum eftir vígslu Laugardalshallarinnar. Auk þess þykir tímabært að byggja í Bergen íþróttahöll sem rúmar fleiri en 5.000 áhorfendur í sæti, líkt og raunin er í Haukelandshallen. Bergen er næst stærsta borg Noregs og er þéttbýlissvæðið þar í kring áttunda fjölmennasta þettbýlissvæðið á Norðurlöndum. Til samanbu

Duhail Sports Hall í Katar

Duhail Sports Hall er fjölnota í íþróttahöll sem er staðsett í Doha, höfuðborg Katar. Hún tekur 5.500 áhorfendur í sæti og var ein þriggja keppnishalla sem voru í notkun á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fór fram í Katar í janúar 2015. Um er að ræða gríðarlega vandað mannvirki en hönnun þess er þannig að það lítur út fyrir að vera mun stærra en það er. Keppnishöllin er mikil gryfja og þegar uppselt er á leiki í henni virðist sem áhorfendur séu nær 10.000 en þeim 5.500 sem hún rúmar. Ef nýr þjóðarleikvangur innanhússíþrótta hér á landi á einungis að rúma 5.500 – 6.000 áhorfendur er mikilvægt að íþróttahöllin sé hönnuð þannig að um mikla gryfju sé að ræða. Það væri ekki óráðlegt að skoða hvernig íþróttahöllin Duhail í Doha sé uppbyggð. Mynd: Youramazingplaces.com. Mynd: Redcoalmana.com.  

Wales undirbýr byggingu nýrrar þjóðarhallar í Cardiff

Áformað er að ný fjölnota íþróttahöll sem rúma á 15.000 áhorfendur í sæti rísi í Cardiff í Wales innan fárra ára. Um er að ræða mannvirki sem skilgreint verður sem þjóðarhöll. Stærsta fjölnota íþróttahöll í Wales er í dag Motorpoint Arena í Cardiff sem rúmar 5.000 manns í sæti. Hún var tekin í notkun árið 1993 en þykir ekki standast nútímakröfur. Áætlað er að byggingarkostnaður nýs mannvirkis muni nema um 14 milljörðum íslenskra króna. Yfirvöld í Cardiff gera sér vonir um að hið nýja mannvirki muni geta keppt við O2 Arena í London og The SSE Hydro í Skotlandi um Íþrótta,- tónleika- og ráðstefnuviðburði. Þá gera forráðamenn körfuknattleikssambands Bretlands sér vonir um að breska körfuknattleiksslandsliðið spili hluta af heimaleikjum sínum í nýju höllinni. Hér að neðan er tölvuteiknuð mynd af fyrirhugaðri fjölnota íþróttahöll í Cardiff. Mynd: Walesonline.co.uk

Líftími nýrra íþróttahalla verður sífellt styttri

ArenaProjekt er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulags- og þróunarvinnu verkefna tengdum uppbyggingu íþróttaleikvanga og íþróttahalla. Fyrirtækið er leiðandi á þessu sviði í Skandinavíu og hefur komið að um 50 stórum verkefnum. Í skýrslu sem fyrirtækið gaf út árið 2013 undir heitinu Så du tanker bygga en arena? , kemur fram að sú mikla sprenging sem átt hefur sér stað í uppbyggingu íþróttahalla í Skandinavíu undanfarin áratug megi rekja til þess að gömlu íþróttamannvirkin voru einfaldlega komin á tíma. ,, Það hefur ekki farið framhjá neinum að íþróttahallir hafa sprottið upp eins og gorkúlur hér í norðri. Og ástæður þessarar uppbyggingar eru margar og mismunandi. Í fyrsta lagi er mikil þörf á að skipta út mannvirkjum sem voru reist á 7. og 8. áratuginum (frá 1960 – 1980) sem eru úrelt og standast ekki nútímakröfur. Þá eru skipulags- og byggingarreglugerðir sífellt að breytast auk þess sem áhorfendur vænta ákveðinna gæða í nýjum höllum. Það þarf að gera mörgum til geðs, “ s

EHF fellir undanþágu Færeyjinga úr gildi - slæmar fréttir fyrir Íslendinga

EHF hefur ákveðið að fella úr gildi undanþágu sem gerði Færeyjingum kleift að spila alþjóðlega keppnisleiki í íþróttahöllinni á Hálsi í Þórshöfn. Um er að ræða stærstu íþróttahöll fyrir innanhúsíþróttir í Færeyjum en ákveðið hefur verið að fyrsti heimaleikur Færeyja í undankeppni EM 2020 verði 27. eða 28. október í Skjern í Danmörku. Og hverjir verða andstæðingarnir? Jú, Danir. Samkvæmt frétt sem birtist á Handball-Planet í dag uppfyllir Höllin á hálsi ekki lágmarkskröfur er varðar áhorfendafjölda en hægt er að rúma 1.800 manns þar í sæti.  EHF gerir kröfur um að lágmarkssætafjöldi í keppnishöllum sé 2.000 sæti en þess má geta að Laugardalshöllin tekur 2.300 manns í sæti. Höllin á Hálsi. Mynd: In.fo. Samkvæmt fréttinni uppfyllti Höllin á Hálsi ekki aðra sérgreindra kröfustaðla en gera má ráð fyrir því að þeir lúti að rýmingu mannvirkisins í tilfelli elds. Auk þess virðist sem að of þröngt sé á milli keppnisrýmis og áhorfendarýmis. Laugardalshöllin næst? Laugardalsh