Borgaryfirvöld í Bergen í Noregi hafa á undanförnum árum
lagt mikið í undirbúningsvinnu í tengslum við byggingu nýrrar fjölnota
íþróttahallar á svæðinu.
Umfangsmikil staðarvalsgreining fór meðal annars fram árið 2017, þar sem fýsileiki nokkurra staða innan þéttbýlissvæðisins var metinn.
Áætlað er að ný íþróttahöll muni rúma 8.000 áhorfendur í sæti og verði fyrsta flokks mannvirki sem getur hýst alþjóðalega viðburði en áætlaður gunnflötur þess er um 10.000 m2.
Hvati þessa verkefnis er sú staðreynd að helsta keppnishöllin í Bergen, Haukelandshallen, þykir úrelt mannvirki sem stenst ekki nútímakröfur og staðla.
Haukelandshallen var tekin í notkun árið 1970, eða fimm árum eftir vígslu Laugardalshallarinnar.
Auk þess þykir tímabært að byggja í Bergen íþróttahöll sem rúmar fleiri en 5.000 áhorfendur í sæti, líkt og raunin er í Haukelandshallen.
Umfangsmikil staðarvalsgreining fór meðal annars fram árið 2017, þar sem fýsileiki nokkurra staða innan þéttbýlissvæðisins var metinn.
Áætlað er að ný íþróttahöll muni rúma 8.000 áhorfendur í sæti og verði fyrsta flokks mannvirki sem getur hýst alþjóðalega viðburði en áætlaður gunnflötur þess er um 10.000 m2.
Hvati þessa verkefnis er sú staðreynd að helsta keppnishöllin í Bergen, Haukelandshallen, þykir úrelt mannvirki sem stenst ekki nútímakröfur og staðla.
Haukelandshallen var tekin í notkun árið 1970, eða fimm árum eftir vígslu Laugardalshallarinnar.
Auk þess þykir tímabært að byggja í Bergen íþróttahöll sem rúmar fleiri en 5.000 áhorfendur í sæti, líkt og raunin er í Haukelandshallen.
Bergen er næst stærsta borg Noregs og er þéttbýlissvæðið þar
í kring áttunda fjölmennasta þettbýlissvæðið á Norðurlöndum. Til samanburðar er
höfðborgarsvæðið umhverfis Reykjavík, hið 13. fjölmennasta.
Gangi áform borgaryfirvalda í Bergen eftir gæti nýja fjölnota íþróttahöllin risið innan fjögurra ára.
Hins vegar hefur staðsetning nýrrar hallar ekki ennþá verið ákveðin en útlit er fyrir að niðurstaða fáist í það mál á þessu ári.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum koma mörg svæði í Bergen til greina sem staðsetning undir nýja keppnishöll.
Gangi áform borgaryfirvalda í Bergen eftir gæti nýja fjölnota íþróttahöllin risið innan fjögurra ára.
Hins vegar hefur staðsetning nýrrar hallar ekki ennþá verið ákveðin en útlit er fyrir að niðurstaða fáist í það mál á þessu ári.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum koma mörg svæði í Bergen til greina sem staðsetning undir nýja keppnishöll.
Tölvuteiknuð mynd af útliti fyrirhugaðrar íþróttahallar í Bergen. Mynd: ABO Plan og Arkitektur. |
Mynd: ABO Plan og Arkitektur. |
Mynd: ABO Plan og Arkitektur. |
Mynd: ABO Plan og Arkitektur. |
Haukelandshallen. Skjáskort: Google Earth. |
Ummæli
Skrifa ummæli