Búið er að rífa hið sögulega íþróttamannvirki, Jordal Amfi,
í Osló en um var að ræða gamlan þjóðarleikvang Noregs í ísknattleik. Hand- og
körfuknattleikur áttu líka athvarf í höllinni á níunda áratug síðustu aldar.
Íþróttahöllin var tekin í notkun árið 1951 og var skilgreind
sem þjóðarleikvangur Noregs í ís-, hand- og körfuknattleik fram til ársins 1990,
þar til fjölnota íþróttahöllin Osló Spektrum var tekin í notkun í Osló.
Eins og áður sagði er búið að rífa mannvirkið og standa nú yfir á sama stað byggingarframkvæmdir hins svokallaða ,,Nye Jordal Amfi”
leikvangs sem verður nýr þjóðarleikvangur Noregs í ísknattleik.
Áætlað er að kostnaður við byggingu mannvirkisins verði um 5
milljarðar íslenskra króna og mun Osló-borg sjá alfarið um fjármögnun þess.
Höllin mun rúma 6.000 manns í sæti en auk ísknattleiks munu
landslið Noregs í hand- og körfuknattleik einnig eiga þess kost að spila
landsleiki þar inni.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki síðla árs 2019.
Mynd: Hille Melbye Arkitekter. |
Mynd: Hille Melbye Arkitekter. |
Mynd: Hille Melbye Arkitekter. |
Ummæli
Skrifa ummæli