Þeir sem fylgjast með þessu bloggi vita vel hversu miklir uppbyggingaskussar Íslendingar eru samanborið við flestar aðrar þjóðir. Þá á ég við í tengslum við byggingu þjóðarhalla eða svokallaðra þjóðarleikvanga.
Hér að neðanverðu er listi yfir 14 stærstu og fjölmennustu þéttbýlissvæði á Norðurlöndum. Á honum sést hversu mikil uppbygging hefur verið eða er áformuð í þessum borgum að undanskilinni Reykjavík.
Á listanum kemur fram hvaða íþróttahöll er helsta keppnishöll hverrar borgar og hvaða ár hún var tekin í notkun. Þá sést hvaða höll leyst var af hólmi. Einnig kemur fram hvort áformað sé að byggja nýja íþróttahöll eða hvort slík höll sé þegar í byggingu. Reykjavík er eina borgin þar sem engin áform eru uppi uppi um byggingu nýrrar stórrar íþróttahallar.
Kaupmannahöfn í Danmörku
Royal Arena (2017)
Leysti af hólmi: Bröndby Hallen (1973)
Stokkhólmur í Svíþjóð
Eriksson Globe (1989)
Leysti af hólmi: Hovet (1962)
Osló í Noregi
Oslo Spektrum (1990)
Leysti af hólmi: Jordal Amfi (1951)
Ný höll í byggingu: Nye Jordal Amfi (2019)
Helsinki í Finnlandi
Hartwall Arena (1997)
Leysti af hólmi: Helsingen Jaahalli (1966)
Ný höll í bígerð: Helsinki Garden (2022)
Árósir í Danmörku
NRGi Arena (2001)
Leysti af hólmi: Store hal (1954)
Gautaborg í Svíþjóð
Scandinavium (1971)
Ný höll í bígerð: Göteborgs Superarena (2027)
Malmö í Svíþjóð
Malmö Arena (2008)
Leysti af hólmi: Malmö Isstadion (1970)
Bergen í Noregi
Haukelandshallen (1970)
Ný höll í bígerð: Byarena (2022)
Tampere í Finnlandi
Tampereen Jaahalli (1965)
Ný höll í bígerð: Tamperen Areen 2021
Stafangur í Noregi
DNB Arena (2012)
Leysti af hólmi: Stavanger Ishall (1968)
Turku í Finnlandi
Gatorade Center (1990)
Ný höll í bígerð: Turku Areena (2022)
Þrándheimur í Noregi
Trondheim Spektrum (1971)
Ný höll í byggingu: Nye Trondheim Spektrum (2020)
Reykjavík
(höfuðborgarsvæðið) á Íslandi
Laugardalshöll: (1965)
Uppsala í Svíþjóð
Granbyhallen (1974)
Ný höll í bígerð: Uppsala Eventcenter (2022)
Ef við spólum 10 ár fram í tímann og gefum okkar að öll áform þessarra norrænu borga gangi eftir og að stjórnvöld hérlendis haldi áfram að draga lappirnar. Þá mun staðan líta þannig út árið 2027.
Staðan árið 2027?
Borg, vígsluár íþróttahalla:
Borg, vígsluár íþróttahalla:
Gautaborg (2027)
Bergen (2022)
Helsinki (2022)
Uppsala (2022)
Turku (2022)
Tampere (2021)
Þrándheimur (2020)
Osló (2019)
Kaupmannahöfn (2017)
Stafangur (2012)
Malmö (2008)
Árósir (2001)
Stokkhólmur (1989)
Reykjavík (1965)
Áformað er að þessi fjölnota íþróttahöll rísi í Uppsala í Svíþjóð árið 2022. Mynd: Uppsalaeventcenter.se. |
Ummæli
Skrifa ummæli