Koparkassinn (The Copper Box)
er fjölnota íþróttahöll sem byggð var sérstaklega fyrir sumarólympíuleikana í
London árið 2012.
Í fyrstu nefndist hún einungis handknattleikshöllin enda hýsti hún riðlanna í handknattleikskeppni leikanna og lék íslenska landsliðið meðal annars í höllinni.
Þá vann íslenska körfuknattleikslandsliðið þar frækilegan sigur á Bretlandi í undankeppni EM árið 2014 og tryggði sér þar með farseðilinn á Eurobasket 2015. Sællar minningar.
Koparkassinn rúmar 7.000 manns í sæti og nam bygginarkostnaðurinn um 6 milljörðum íslenskra króna.
Skjáskot: Google Earth. |
Skjáskot úr myndbandi: Adrian West. |
Ummæli
Skrifa ummæli