Svíar eru leiðandi afl í uppbyggingu íþróttamannvirkja á
Norðurlöndum og í Kristianstad þar sem búa um 40.000 þúsund manns er að finna
gríðarlega vandaða fjölnota íþróttahöll.
Höllin sem um ræðir ber heitið Kristianstad Arena og var
tekin í notkun árið 2010. Hún tekur 4.700 áhorfendur í sæti og var ein af
keppnishöllunum á HM í handbolta í Svíþjóð 2011.
Byggingarkostnaður hallarinnar nam um 4,5 milljörðum
íslenskra króna á núvirði og var fjármögnunin alfarið í höndum sveitarfélagsins
Kristianstad.
Þó svo að höllin taki einungis 4.700 manns í sæti er
hönnunin slík að svo virðist sem hún rúmi mun fleiri áhorfendur.
Þetta er gríðarlega skemmtilegt og metnaðarfullt mannvirki
sem 40.000 manna bær getur verið stoltur af.
Þess má geta að höllin er heimavöllur IFK Kristianstad, þar
sem Ólafur Andrés Guðmundsson, handknattleikskappi, hefur gert garðinn frægan á
undanförnum árum.
Skjáskot: Google Earth. |
Mynd: Petter Arvidson/Bildbyrån. |
Ummæli
Skrifa ummæli