Fara í aðalinnihald

Líftími nýrra íþróttahalla verður sífellt styttri

ArenaProjekt er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulags- og þróunarvinnu verkefna tengdum uppbyggingu íþróttaleikvanga og íþróttahalla.

Fyrirtækið er leiðandi á þessu sviði í Skandinavíu og hefur komið að um 50 stórum verkefnum.

Í skýrslu sem fyrirtækið gaf út árið 2013 undir heitinu Så du tanker bygga en arena?, kemur fram að sú mikla sprenging sem átt hefur sér stað í uppbyggingu íþróttahalla í Skandinavíu undanfarin áratug megi rekja til þess að gömlu íþróttamannvirkin voru einfaldlega komin á tíma.

,,Það hefur ekki farið framhjá neinum að íþróttahallir hafa sprottið upp eins og gorkúlur hér í norðri. Og ástæður þessarar uppbyggingar eru margar og mismunandi. Í fyrsta lagi er mikil þörf á að skipta út mannvirkjum sem voru reist á 7. og 8. áratuginum (frá 1960 – 1980) sem eru úrelt og standast ekki nútímakröfur. Þá eru skipulags- og byggingarreglugerðir sífellt að breytast auk þess sem áhorfendur vænta ákveðinna gæða í nýjum höllum. Það þarf að gera mörgum til geðs,“ stendur m.a. í skýrslunni.

Með þetta í huga er ljóst að Laugardalshöllin er löngu úrelt og á sama tíma og hallir sem voru reistar um svipað leyti og hún eru teknar úr notkun, fara fram alþjóðlegir keppnisleikir í ýmsum íþróttagreinum þar inni.

Í annarri skýrslu fyrirtækisins sem fjallar um gæði og endingu íþróttahalla segir að með örri tækniþróun í uppbyggingu mannvirkja og auknum gæðakröfum almennings sé líftími íþróttahalla sífellt að styttast.

Samkvæmt skýrslunni munu íþróttahallir sem voru reistar milli áranna 1950 og 1970 (Laugardalshöllin var tekin í notkun árið 1965) hafa haft áætlaðan líftíma (endingartíma) upp á 70 ár. Þessi líftími var áætlaður út frá hraða tækniþróunar í þessum efnum á þessum tíma auk annarra þátta eins og t.a.m. gæðakröfum áhorfenda sem voru allt aðrar á þeim tíma heldur en í dag.

Eftir því sem kröfur áhorfendur um ákveðin gæði í íþróttahöllum jukust, tækniþróun varð örari og byggingareglugerðir breyttust, styttist áætlaður líftími íþróttahalla sem reistar voru milli áranna 1970 – 1990 um 20 ár, eða niður í 50 ár.

Með auknum kröfum áhorfenda um ákveðin gæði og mikilli tækniþróun á þessu sviði á síðustu árum segir í skýrslunni að íþróttahallir sem reistar eru í dag hafi líftíma upp á einungis 15 ár. Þá er átt við að tækniþróun sé svo ör, kröfur áhorfenda um ákveðin gæði verði sífellt meiri, öryggisreglugerðir verða sífellt strangari og skipulags- og byggingareglugerðir breytast o.s.frv.

Þetta öfgadæmi um 15 ára endingartíma á sér ekki stoð í raunveruleikanum í Evrópu en í Bandaríkjunum er þessi árafjöldi nokkup nærri sannleikanum. Meðalaldur Íþróttahalla sem eru í notkun í NBA og NHL í dag er sífellt að lækka og er nú undir 20 árum.

,,City Branding"
Þá hefur samkeppnisstaða íþróttahalla við íþróttahallir í öðrum löndum og borgum fengið aukið vægi á síðustu árum með tilkomu ,,City Branding.“ Fjölnota íþróttahallir nýtast undir íþróttaviðburði, tónleika og ráðstefnur sem borgir og íþróttahallir á nærsvæðum keppast um að lokka til sín.

Sá þáttur er nú einn helsti áhrifavaldurinn á styttingu líftíma þessara mannvirkja þar sem borgir þurfa sífellt að vera á verði gagnvart öðrum borgum og byggja nýjar hallir til að halda í við samkeppnisaðilana. Gott dæmi eru Stokkhólmur í Svíþjóð, Kaupmannahöfn í Danmörku og Osló í Noregi en þar keppast þessar borgir um tónleika og ráðstefnur enda eftir miklu að slægjast.

Með stórri fjölnota íþróttahöll gætum við Íslendingar stimplað okkur hressilega inn í þess samkeppni.

Meðfylgjandi mynd frá ArenaProjekt sýnir hvernig líftími íþróttahalla er sífellt að styttast.


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Laugardalshöllin: gömul, eldri, elst

Þegar fjórar síðustu undankeppnir í EM í handbolta eru skoðaðar kemur í ljós að Laugardalshöll er langelsta íþróttahöllin sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum í Evrópu. Fjölnota íþróttahöll. Alls fóru fram 12 landsleikir í í Laugardalshöll í undankeppni EM á þessu tímabili, eða allir heimaleikir Íslands. Auk Laugardalshallarinnar fóru á þessu tímabili fram landsleikir í 12 öðrum íþróttahöllum sem reistar voru fyrir 1970. Engin þeirra hýsti jafnmarga leiki og Laugardalshöllin en þær hallir sem komust næst Laugardalshöllinni hýstu fjóra leiki á þessu tímabili, eða að meðaltali einn leik í hverri undankeppni. Þær hallir sem hýstu fjóra landsleiki voru Yunost Sports Palace (1967) í Chelyabinsk í Rússlandi, Dvorana Mirza Delibasic (1969) í Sarajevo í Bosníu og Minsk Sports Palace (1966) í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þessar þrjár íþróttahallir eru allar handan austantjaldsins en Ísland er eina Vestur-Evrópu þjóðin þar sem landsleikir í handknattleik eru leiknir að s