ArenaProjekt er sænskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í
skipulags- og þróunarvinnu verkefna tengdum uppbyggingu íþróttaleikvanga og
íþróttahalla.
Fyrirtækið er leiðandi á þessu sviði í Skandinavíu og hefur komið að um 50 stórum verkefnum.
Í skýrslu sem fyrirtækið gaf út árið 2013 undir heitinu Så du tanker bygga en arena?, kemur fram að sú mikla sprenging sem átt hefur sér stað í uppbyggingu íþróttahalla í Skandinavíu undanfarin áratug megi rekja til þess að gömlu íþróttamannvirkin voru einfaldlega komin á tíma.
,,Það hefur ekki farið framhjá neinum að íþróttahallir hafa sprottið upp eins og gorkúlur hér í norðri. Og ástæður þessarar uppbyggingar eru margar og mismunandi. Í fyrsta lagi er mikil þörf á að skipta út mannvirkjum sem voru reist á 7. og 8. áratuginum (frá 1960 – 1980) sem eru úrelt og standast ekki nútímakröfur. Þá eru skipulags- og byggingarreglugerðir sífellt að breytast auk þess sem áhorfendur vænta ákveðinna gæða í nýjum höllum. Það þarf að gera mörgum til geðs,“ stendur m.a. í skýrslunni.
Með þetta í huga er ljóst að Laugardalshöllin er löngu úrelt og á sama tíma og hallir sem voru reistar um svipað leyti og hún eru teknar úr notkun, fara fram alþjóðlegir keppnisleikir í ýmsum íþróttagreinum þar inni.
Í annarri skýrslu fyrirtækisins sem fjallar um gæði og endingu íþróttahalla segir að með örri tækniþróun í uppbyggingu mannvirkja og auknum gæðakröfum almennings sé líftími íþróttahalla sífellt að styttast.
Samkvæmt skýrslunni munu íþróttahallir sem voru reistar milli áranna 1950 og 1970 (Laugardalshöllin var tekin í notkun árið 1965) hafa haft áætlaðan líftíma (endingartíma) upp á 70 ár. Þessi líftími var áætlaður út frá hraða tækniþróunar í þessum efnum á þessum tíma auk annarra þátta eins og t.a.m. gæðakröfum áhorfenda sem voru allt aðrar á þeim tíma heldur en í dag.
Eftir því sem kröfur áhorfendur um ákveðin gæði í íþróttahöllum jukust, tækniþróun varð örari og byggingareglugerðir breyttust, styttist áætlaður líftími íþróttahalla sem reistar voru milli áranna 1970 – 1990 um 20 ár, eða niður í 50 ár.
Með auknum kröfum áhorfenda um ákveðin gæði og mikilli tækniþróun á þessu sviði á síðustu árum segir í skýrslunni að íþróttahallir sem reistar eru í dag hafi líftíma upp á einungis 15 ár. Þá er átt við að tækniþróun sé svo ör, kröfur áhorfenda um ákveðin gæði verði sífellt meiri, öryggisreglugerðir verða sífellt strangari og skipulags- og byggingareglugerðir breytast o.s.frv.
Þetta öfgadæmi um 15 ára endingartíma á sér ekki stoð í raunveruleikanum í Evrópu en í Bandaríkjunum er þessi árafjöldi nokkup nærri sannleikanum. Meðalaldur Íþróttahalla sem eru í notkun í NBA og NHL í dag er sífellt að lækka og er nú undir 20 árum.
,,City Branding"
Þá hefur samkeppnisstaða íþróttahalla við íþróttahallir í öðrum löndum og borgum fengið aukið vægi á síðustu árum með tilkomu ,,City Branding.“ Fjölnota íþróttahallir nýtast undir íþróttaviðburði, tónleika og ráðstefnur sem borgir og íþróttahallir á nærsvæðum keppast um að lokka til sín.
Sá þáttur er nú einn helsti áhrifavaldurinn á styttingu líftíma þessara mannvirkja þar sem borgir þurfa sífellt að vera á verði gagnvart öðrum borgum og byggja nýjar hallir til að halda í við samkeppnisaðilana. Gott dæmi eru Stokkhólmur í Svíþjóð, Kaupmannahöfn í Danmörku og Osló í Noregi en þar keppast þessar borgir um tónleika og ráðstefnur enda eftir miklu að slægjast.
Með stórri fjölnota íþróttahöll gætum við Íslendingar stimplað okkur hressilega inn í þess samkeppni.
Meðfylgjandi mynd frá ArenaProjekt sýnir hvernig líftími íþróttahalla er sífellt að styttast.
Fyrirtækið er leiðandi á þessu sviði í Skandinavíu og hefur komið að um 50 stórum verkefnum.
Í skýrslu sem fyrirtækið gaf út árið 2013 undir heitinu Så du tanker bygga en arena?, kemur fram að sú mikla sprenging sem átt hefur sér stað í uppbyggingu íþróttahalla í Skandinavíu undanfarin áratug megi rekja til þess að gömlu íþróttamannvirkin voru einfaldlega komin á tíma.
,,Það hefur ekki farið framhjá neinum að íþróttahallir hafa sprottið upp eins og gorkúlur hér í norðri. Og ástæður þessarar uppbyggingar eru margar og mismunandi. Í fyrsta lagi er mikil þörf á að skipta út mannvirkjum sem voru reist á 7. og 8. áratuginum (frá 1960 – 1980) sem eru úrelt og standast ekki nútímakröfur. Þá eru skipulags- og byggingarreglugerðir sífellt að breytast auk þess sem áhorfendur vænta ákveðinna gæða í nýjum höllum. Það þarf að gera mörgum til geðs,“ stendur m.a. í skýrslunni.
Með þetta í huga er ljóst að Laugardalshöllin er löngu úrelt og á sama tíma og hallir sem voru reistar um svipað leyti og hún eru teknar úr notkun, fara fram alþjóðlegir keppnisleikir í ýmsum íþróttagreinum þar inni.
Í annarri skýrslu fyrirtækisins sem fjallar um gæði og endingu íþróttahalla segir að með örri tækniþróun í uppbyggingu mannvirkja og auknum gæðakröfum almennings sé líftími íþróttahalla sífellt að styttast.
Samkvæmt skýrslunni munu íþróttahallir sem voru reistar milli áranna 1950 og 1970 (Laugardalshöllin var tekin í notkun árið 1965) hafa haft áætlaðan líftíma (endingartíma) upp á 70 ár. Þessi líftími var áætlaður út frá hraða tækniþróunar í þessum efnum á þessum tíma auk annarra þátta eins og t.a.m. gæðakröfum áhorfenda sem voru allt aðrar á þeim tíma heldur en í dag.
Eftir því sem kröfur áhorfendur um ákveðin gæði í íþróttahöllum jukust, tækniþróun varð örari og byggingareglugerðir breyttust, styttist áætlaður líftími íþróttahalla sem reistar voru milli áranna 1970 – 1990 um 20 ár, eða niður í 50 ár.
Með auknum kröfum áhorfenda um ákveðin gæði og mikilli tækniþróun á þessu sviði á síðustu árum segir í skýrslunni að íþróttahallir sem reistar eru í dag hafi líftíma upp á einungis 15 ár. Þá er átt við að tækniþróun sé svo ör, kröfur áhorfenda um ákveðin gæði verði sífellt meiri, öryggisreglugerðir verða sífellt strangari og skipulags- og byggingareglugerðir breytast o.s.frv.
Þetta öfgadæmi um 15 ára endingartíma á sér ekki stoð í raunveruleikanum í Evrópu en í Bandaríkjunum er þessi árafjöldi nokkup nærri sannleikanum. Meðalaldur Íþróttahalla sem eru í notkun í NBA og NHL í dag er sífellt að lækka og er nú undir 20 árum.
,,City Branding"
Þá hefur samkeppnisstaða íþróttahalla við íþróttahallir í öðrum löndum og borgum fengið aukið vægi á síðustu árum með tilkomu ,,City Branding.“ Fjölnota íþróttahallir nýtast undir íþróttaviðburði, tónleika og ráðstefnur sem borgir og íþróttahallir á nærsvæðum keppast um að lokka til sín.
Sá þáttur er nú einn helsti áhrifavaldurinn á styttingu líftíma þessara mannvirkja þar sem borgir þurfa sífellt að vera á verði gagnvart öðrum borgum og byggja nýjar hallir til að halda í við samkeppnisaðilana. Gott dæmi eru Stokkhólmur í Svíþjóð, Kaupmannahöfn í Danmörku og Osló í Noregi en þar keppast þessar borgir um tónleika og ráðstefnur enda eftir miklu að slægjast.
Með stórri fjölnota íþróttahöll gætum við Íslendingar stimplað okkur hressilega inn í þess samkeppni.
Meðfylgjandi mynd frá ArenaProjekt sýnir hvernig líftími íþróttahalla er sífellt að styttast.
Ummæli
Skrifa ummæli