Samkvæmt
greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi endurbætur
á aðalsal Laugardalshallar árabilið 2013 – 2018 kemur fram að til greina kom að byggja
svalir yfir núverandi aðalstúku Laugardalshallarinnar.
Gert var ráð fyrir að svalirnar myndu rúma 480 manns í sæti og myndi heildarsætafjöldi hallarinnar aukast úr 2.268 sætum í 2.748 sæti í tilfellum handboltaleikja en í 2.760 sæti í tilfellum körfuboltaleikja.
Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir var 322 milljónir króna en samkvæmt tímaáætlun átti framkvæmdum að ljúka á þessu ári.
Undirritaður verður að viðurkenna ákveðinn létti yfir því að ekkert varð úr þessum framkvæmdum því þær hefðu vissulega getað tafið undirbúningsvinnu nýs þjóðarleikvangs innanhússíþrótta. Þessi 480 sæti hefðu því miður gert meira ógagn en gagn í keppnishöll sem telst ólögleg á alþjóðlegum vettvangi.
Og þegar tölvuteikningarnar eru skoðaðar sést að stúkan og svalirnar líkjast frekar áhorfendasvæði í leikhúsi heldur en í íþróttahöll. Kannski gæti Laugardalshöllin nýst undir leikhússtarfsemi í framtíðinni? Hver veit.
Gert var ráð fyrir að svalirnar myndu rúma 480 manns í sæti og myndi heildarsætafjöldi hallarinnar aukast úr 2.268 sætum í 2.748 sæti í tilfellum handboltaleikja en í 2.760 sæti í tilfellum körfuboltaleikja.
Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir var 322 milljónir króna en samkvæmt tímaáætlun átti framkvæmdum að ljúka á þessu ári.
Undirritaður verður að viðurkenna ákveðinn létti yfir því að ekkert varð úr þessum framkvæmdum því þær hefðu vissulega getað tafið undirbúningsvinnu nýs þjóðarleikvangs innanhússíþrótta. Þessi 480 sæti hefðu því miður gert meira ógagn en gagn í keppnishöll sem telst ólögleg á alþjóðlegum vettvangi.
Og þegar tölvuteikningarnar eru skoðaðar sést að stúkan og svalirnar líkjast frekar áhorfendasvæði í leikhúsi heldur en í íþróttahöll. Kannski gæti Laugardalshöllin nýst undir leikhússtarfsemi í framtíðinni? Hver veit.
Mynd: Reykjavíkurborg |
Ummæli
Skrifa ummæli