Eins og áður hefur komið fram er Laugardalshöllin ólöglegur keppnisstaður i alþjóðlegum keppnisleikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu og Körfuknattleikssambands Evrópu (FIBA Europe). Stenst ekki öryggiskröfur Í öryggisreglugerð EHF er ljóst að Laugardalshöllin fellur undir skilgreiningu á keppnishöllum þar sem áhættumiklir keppnisleikir fara fram. Í 3.1.2. kafla reglugerðarinnar segir m.a. ,, Áhættumiklir keppnisleikir eru keppnisleikir sem fara fram þar sem öryggi fólks er stefnt í hættu vegna fyrirkomulags og legu rýmisins í keppnishöllinni og/eða vegna skorts á afmörkun á áhorfendasvæðum ." Laugardalshöllin er á undanþágum í alþjóðlegum keppnisleikjum á vegum HSÍ og KKÍ en óvíst er hversu lengi þær munu vara enda kröfur um háa öryggisstaðla í nútímakeppnishöllum mjög ríkar. Árið 2014 kom upp sú staða í landsleik Íslands og Ísraels í handknattleik að keppnisgólfið var of nálægt annarri langhliðinni. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu ef