Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2018

Laugardalshöll: þar sem áhættumiklir keppnisleikir fara fram

Eins og áður hefur komið fram er Laugardalshöllin ólöglegur keppnisstaður i alþjóðlegum keppnisleikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu og Körfuknattleikssambands Evrópu (FIBA Europe). Stenst ekki öryggiskröfur Í öryggisreglugerð EHF er ljóst að Laugardalshöllin fellur undir skilgreiningu á keppnishöllum þar sem áhættumiklir keppnisleikir fara fram. Í 3.1.2. kafla reglugerðarinnar segir m.a. ,, Áhættumiklir keppnisleikir eru keppnisleikir sem fara fram þar sem öryggi fólks er stefnt í hættu vegna fyrirkomulags og legu rýmisins í keppnishöllinni og/eða vegna skorts á afmörkun á áhorfendasvæðum ." Laugardalshöllin er á undanþágum í alþjóðlegum keppnisleikjum á vegum HSÍ og KKÍ en óvíst er hversu lengi þær munu vara enda kröfur um háa öryggisstaðla í nútímakeppnishöllum mjög ríkar. Árið 2014 kom upp sú staða í landsleik Íslands og Ísraels í handknattleik að keppnisgólfið var of nálægt annarri langhliðinni. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu ef

Þá verður flutt úr koti í höll …

Íslendingar fylgdust spenntir með byggingarframkvæmdum þegar Laugardalshöllin reis upp úr jörðinni í byrjun sjöunda áratugarins. Nokkrir fundu henni flest til foráttu en meirihluti Reykvíkinga og nærsveitunga horfðu bjartsýnisaugum til framtíðar; innanhúsíþróttum hafði verið fundið öruggt skjól. Íþróttahúsið við Hálogaland sem hafði verið helsta íþróttamiðstöð Íslendinga í hartnær tvo áratugi þótti ekki burðugt mannvirki líkt og fjölmiðlar bentu réttilega á á þeim tíma. Í frétt sem birtist í Vísi haustið 1963 er samsett mynd af Laugardalshöllinni í byggingu og niðurníddu íþróttahúsinu við Hálogaland. Fyrirsögn fréttarinnar var: Þá verður flutt úr koti í höll … Það er rétt, aðstöðumunurinn og gæðin milli þessarra tveggja íþróttamannvirkja var gríðarlegur. Í dag er sagan hins vegar önnur og er Laugardalshöllin nú í hlutverki kotsins, því miður. Bygging sem er úr sér gengin og við bíðum og vonum að nýtt mannvirki leysi hana af hólmi og þá verður flutt úr koti í höll. Skjá

Fleiri tölur: Laugardalshöllin ein elsta keppnishöllin í undankeppni HM í körfubolta

Laugardalshöllin er sjötta elsta keppnishöllin í Evrópu sem notuð hefur verið í yfirstandandi undankeppni HM í körfubolta. Við deilum nafnbótinni með rússnesku íþróttahöllinni Trade Union Sports Palace, sem var einnig reist árið 1965. Alls hefur verið og mun verða keppt í 61 keppnishöll í undankeppninni í Evrópu og er ljóst að 54 þessarra halla eru yngri en Laugardalshöllin. Forkeppni undankeppninnar var einnig tekin með í reikninginn. Ástæðan fyrir þessum fjölda keppnishalla er sú að stærstu þjóðirnar dreifa leikjunum oft um landið, milli landshluta, enda af nægum nútímalegum íþróttahöllum að taka. 34 þessarra íþróttahalla voru byggðar á þessari öld og 15, eða 25% af heildarfjöldanum, voru teknar í notkun á þessum áratug. Ef við miðum bara við yngstu íþróttahallir hverrar þjóðar sem notaðar hafa verið í undankeppninni eru Slóvakía, Georgía og Úkraína einu þjóðirnar sem hafa spilað heimaleiki sína í keppnishöllum sem eru eldri en Laugardalshöllin. Enn og aftur stön

Nýjustu tölur: Laugardalshöllin elsta keppnishöllin í undankeppni HM

Í dag eru kosningar og tölur og tölfræði reifaðar við mann og annan. Hér koma niðurdrepandi tölur. Evrópska handknattleikssambandið er búið að staðfesta hvaða keppnishallir munu hýsa umspilsleikina í undankeppni HM í næsta mánuði. Og viti menn! Laugardalshöllin er elst þeirra allra. Byggingin var tekin í notkun árið 1965 en næst elst er keppnishöll Hvít-Rússa sem var vígð árið 1966. Þær eru einu mannvirkin í undankeppninni sem voru byggð á sjöunda áratuginum. Fjórar íþróttahallanna voru teknar í notkun á áttunda áratuginum og eru þær allar staðsettar í austur Evrópu þ.e. í Rúmeníu, Tékklandi, Serbíu og Svartfjallalandi. Þannig að fimm af sex elstu keppnishöllunum eru í löndum sem tilheyra austur Evrópu, fyrir utan Ísland auðvitað. Þá verður keppt í tveimur höllum sem voru byggðar á níunda áratuginum (Rússland og Holland) og þremur sem voru vígðar á 10. áratuginum (Austurríki, Portúgal og Slóvenía). Sjö keppnishallanna í undankeppninni vo

Ísland - Litháen: sjáið muninn á keppnishöllunum

Eins og íslenskir íþróttaáhugamenn vita mun Ísland spila tvo umspilsleiki gegn Litháen um sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Ísland er betra landslið en Litháen og ef allt verður eðlilegt munum við fagna farseðlinum á mótið án mikilla vandræða. Hins vegar er gríðarlega mikill munur á keppnishöllunum sem munu hýsa þessa tvo landsleiki; Íslandi í óhag. Fyrri landsleikurinn mun fara fram í Litháen þann 8. júní þar sem leikið verður í hinni glæsilegu Siemens Arena en fimm dögum síðar bjóðum við Litháa velkomna í Laugardalshöllina. Við skulum bera þessar tvær keppnishallir saman. Vígsluár: Laugardalshöll: 1965 Siemens Arena: 2004 Sætafjöldi: Laugardalshöll: 2.300 Siemens Arena: 10.000 Mynd: Art Bicnick. Mynd: Karfan.is

Staðarvalsgreining fyrir þjóðarleikvang innanhússíþrótta á höfuðborgarsvæðinu

Er sjálfgefið að nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir rísi í Laugardal? Það þarf að fara að huga að þessum málum sem fyrst en ljóst er að þónokkur uppbygging mun eiga sér stað í Laugardalnum á næstu árum. Áætlað er að stækka Laugardalsvöllinn og þá þarf að finna nýjum þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir stað í dalnum. Það er því mikilvægt að fjölnota íþróttahöll sem mun nýtast sem þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir gleymist ekki í umræðunni. Það þarf að finna nýrri þjóðarhöll stað. https://www.facebook.com/events/490960204655776/

Belís vígir nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir

Belís er fátækt ríki í Mið-Ameríku en hvítar strendur þess liggja að Karabíahafi.  Fyrir nokkrum árum tóku þarlend stjórnvöld ákvörðun um að rífa þjóðarleikvanginn í innanhússíþróttum sem reistur var undir lok 8. áratugarins. Hin svokallaða Civic Center þótti of gamaldags og hreinlega ekki íþróttafólki né áhorfendum bjóðandi. Það verður að segjast eins og er að af myndum að dæma hefur mannvirkið ekki verið ýkja burðugt. Þjóðarleikvangurinn í Belís sem var rifinn. Það tók ekki langan tíma að rífa höllina niður og aðeins fáeinum árum síðar, nánar tiltekið í byrjun þessa mánaðar var nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir vígður í Belís. Mannvirki sem þessi fátæka þjóð getur verið stolt af og ljóst að innanhúsíþróttir munu blómstra í þessu húsi. Hvenær fáum við alvöru þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir hérlendis? Vonandi innan fárra ára. Nýja þjóðarhöllin í Belís.

Borgarráð vill mynda starfshóp um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lagði til á fundi borgarráðs þann 10. apríl síðastliðinn að tekið verði undir ábendingar HSÍ og KKÍ um nauðsynlega aðstöðu sérsambanda fyrir innanhúsíþróttir og skilgreiningu á þjóðarleikvangi fyrir innanhúsíþróttir. Borgarráð lagði í kjölfarið fram tillögu þess efnis að settur verði upp starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar, HSÍ og KKÍ til að annast nauðsynlegar viðræður um málið. Í bréfi dagsettu þann 28. mars, 2018 höfðu Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, ítrekað nauðsyn þess að byggður verði nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir. ,, Höllin var byggð sem þjóðarleikvangur og þar hafa allir helstu íþróttaviðburðir farið fram sl. 50 ár. En tímarnir breytast og fyrir margt löngu hætti höllin að uppfylla alþjóðlegar kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra leikja bæði í handknattleik og körfuknattleik ," segir m.a. í bréfinu. Auk þess kemur fram í bréfinu að formennirnir hafi átt fund með mennta-

Hugmyndir um nýstárlega fjölnota íþróttahöll í Reykjanesbæ

Árið 1994 voru uppi vangaveltur í Reykjanesbæ um byggingu fjölnota íþróttahallar og ein áhugaverð hugmynd sem rataði meðal annars í fjölmiðla var að byrgja stóra malargryfju norðan við bæinn. Gryfjan er víð og djúp og er auðveldlega hægt að iðka hinar ýmsu íþróttagreinar þar neðanjarðar yfir vetrartímann, þ.á.m. knattspyrnu. Þegar þessi hugmynd var reifuð var rúmt ár í heimsmeistaramótið í handbolta og töldu ýmsir að hægt yrði að nota malargryfjuhöllina sem keppnisstað nokkurra leikja í keppninni. Byggja átti þak yfir gryfjuna með því að leggja límtrésbita þvert yfir endilanga námuna. Ekkert varð hins vegar úr framkvæmd þessarar áhugaverðugu hugmyndar og hafa bæjaryfirvöld látið sá grasfræjum í gryfuna undanfarin ár auk þess sem trjáplöntur hafa verið þar gróðursettar.

Hvers vegna er Laugardalshöllin ólöglegur keppnisstaður?

Laugardalshöllin er ólöglegur keppnisstaður. Reglugerðir sem EHF og FIBA hafa gefið út sýna fram á það með skýrum stöfum. Okkar frábæru landslið í hand- og körfubolta eru því að leika heimaleiki sína í keppnishöll sem er á undanþágu. Ótrúlegt að landslið (sem var eitt besta handboltalandslið heims um tíma) sem vinnur til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og bronsverðlauna í lokakeppni Evrópumóts þurfi að spila heimaleiki sína í þannig umhverfi. Óvirðing. Hér að neðan eru uppdrættir sem sýna hvernig sífellt hefur þrengt að keppnisgólfinu í Laugardalshöllinni. Myndin vinstra megin sýnir uppdrátt af höllinni þegar hún var vígð. Sjáið hvað er rúmt um gólfið til allra hliða. Svona á þetta að vera. Uppdrátturinn til hægri sýnir hins vegar hversu galin keppnisaðstaðan er orðin í höllinni; sérstaklega í handboltaleikjum. Þá setur FIBA út á keppnishallir þar sem áhorfendahólf eru stór (líkt og í efri stúkunni í Laugardalshöll) ef einsýnt er að rýming gæti tekið lengri tíma en eðlilegt þykir.