Laugardalshöllin er ólöglegur keppnisstaður. Reglugerðir sem EHF og FIBA hafa gefið út sýna fram á það með skýrum stöfum. Okkar frábæru landslið í hand- og körfubolta eru því að leika heimaleiki sína í keppnishöll sem er á undanþágu. Ótrúlegt að landslið (sem var eitt besta handboltalandslið heims um tíma) sem vinnur til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og bronsverðlauna í lokakeppni Evrópumóts þurfi að spila heimaleiki sína í þannig umhverfi. Óvirðing.
Hér að neðan eru uppdrættir sem sýna hvernig sífellt hefur þrengt að keppnisgólfinu í Laugardalshöllinni. Myndin vinstra megin sýnir uppdrátt af höllinni þegar hún var vígð. Sjáið hvað er rúmt um gólfið til allra hliða. Svona á þetta að vera. Uppdrátturinn til hægri sýnir hins vegar hversu galin keppnisaðstaðan er orðin í höllinni; sérstaklega í handboltaleikjum. Þá setur FIBA út á keppnishallir þar sem áhorfendahólf eru stór (líkt og í efri stúkunni í Laugardalshöll) ef einsýnt er að rýming gæti tekið lengri tíma en eðlilegt þykir.
Myndin fyrir neðan sýnir uppdrátt af keppnishöllinni sem var notuð undir handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016. Skoðið hann í smástund og gjóið svo augunum að hægri uppdrættinum af Laugardalshöllinni.
Það sem þarf að gera er að fækka áhorfendasætum (höllin tekur í dag um 2.300 manns í sæti), niður í rúmlega 2.000 eða byggja nýjan, verðugan þjóðarleikvang innanhúsíþrótta.
Hér að neðan eru uppdrættir sem sýna hvernig sífellt hefur þrengt að keppnisgólfinu í Laugardalshöllinni. Myndin vinstra megin sýnir uppdrátt af höllinni þegar hún var vígð. Sjáið hvað er rúmt um gólfið til allra hliða. Svona á þetta að vera. Uppdrátturinn til hægri sýnir hins vegar hversu galin keppnisaðstaðan er orðin í höllinni; sérstaklega í handboltaleikjum. Þá setur FIBA út á keppnishallir þar sem áhorfendahólf eru stór (líkt og í efri stúkunni í Laugardalshöll) ef einsýnt er að rýming gæti tekið lengri tíma en eðlilegt þykir.
Eftirlitsmaður á vegum EHF setti út á þessa þröngu aðstöðu í landsleik árið 2014 en of lítið rými var á milli keppnisgólfs, auglýsingaskilta og stóru áhorfendastúkunar ef koma þyrfti til skjótrar rýmingar. ,,Það var eitthvað sem við réðum ekki við. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi. Það uppfyllir ekki nútímastaðla," sagði Einar Þorvarðarson, þáverandi framkvæmdarstjóri HSÍ.
Myndin fyrir neðan sýnir uppdrátt af keppnishöllinni sem var notuð undir handboltakeppni Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016. Skoðið hann í smástund og gjóið svo augunum að hægri uppdrættinum af Laugardalshöllinni.
Að lokum eru hér grunnmyndir af nýlega byggðum fjölnota íþróttahöllum. Þar sést hversu vel keppnisgólfið rúmast innan hallanna. Nútíma íþróttahallir þurfa að vera nokkuð stórar, það er staðreynd. Grunnmyndin lengst til hægri er af Laugardalshöllinni en rauði liturinn markar áhorfendastúkurnar og nánd þeirra við keppnisgólfið. Höllin lengst til vinstri var reist í Bosníu, önnur frá vinstri í Rúmeníu og sú þriðja í Þýskalandi.
Ummæli
Skrifa ummæli