Laugardalshöllin er sjötta elsta keppnishöllin í Evrópu sem
notuð hefur verið í yfirstandandi undankeppni HM í körfubolta. Við deilum
nafnbótinni með rússnesku íþróttahöllinni Trade Union Sports Palace, sem var
einnig reist árið 1965.
Alls hefur verið og mun verða keppt í 61 keppnishöll í
undankeppninni í Evrópu og er ljóst að 54 þessarra halla eru yngri en
Laugardalshöllin. Forkeppni undankeppninnar var einnig tekin með í reikninginn.
Ástæðan fyrir þessum fjölda keppnishalla er sú að stærstu
þjóðirnar dreifa leikjunum oft um landið, milli landshluta, enda af nægum nútímalegum
íþróttahöllum að taka.
34 þessarra íþróttahalla voru byggðar á þessari öld og 15,
eða 25% af heildarfjöldanum, voru teknar í notkun á þessum áratug.
Ef við miðum bara við yngstu íþróttahallir hverrar þjóðar
sem notaðar hafa verið í undankeppninni eru Slóvakía, Georgía og Úkraína einu
þjóðirnar sem hafa spilað heimaleiki sína í keppnishöllum sem eru eldri en
Laugardalshöllin.
Enn og aftur stöndum við öðrum þjóðum Vestur Evrópu langt að
baki í þessum efnum.
Land, vígsluár:
Albanía, 2017
Bretland, 2016
Svíþjóð, 2016
Ísrael, 2014
Búlgaría, 2014
Rúmenía, 2014
Tyrkland, 2014
Bretland, 2012
Frakkland, 2012
Austurríki, 2011
Litháen, 2011
Rússland, 2011
Tyrkland, 2011
Slóvenía, 2010
Pólland, 2010
Armenía, 2009
Bosnía, 2009
Makedónía, 2008
Króatía, 2008
Svíþjóð, 2008
Belgía, 2007
Grikkland, 2007
Holland, 2007
Lettland, 2006
Ungverjaland, 2006
Frakkland, 2003
Portúgal, 2003
Þýskaland, 2003
Pólland, 2002
Ungverjaland, 2002
Eistland, 2001
Pólland, 2001
Tékkland, 2001
Þýskaland, 2000
Frakkland, 1999
Ítalía, 1999
Spánn, 1999
Ungverjaland, 1998
Spánn, 1990
Þýskaland, 1988
Króatía, 1987
Portúgal, 1985
Ítalía, 1983
Serbía, 1981
Svartfjallaland, 1978
Kósovo, 1977
Holland, 1975
Serbía, 1973
Bosnía, 1969
Holland, 1969
Spánn, 1967
Finnland, 1966
Hvíta-Rússland, 1966
Rússland, 1966
Rússland, 1965
Ísland, 1965
Slóvakía, 1962
Svíþjóð, 1962
Georgía, 1961
Ítalía, 1961
Úkraína, 1960
Fjölnota íþróttahöll. |
Ummæli
Skrifa ummæli