Belís er fátækt ríki í Mið-Ameríku en hvítar strendur þess liggja að Karabíahafi. Fyrir nokkrum árum tóku þarlend stjórnvöld ákvörðun um að rífa þjóðarleikvanginn í innanhússíþróttum sem reistur var undir lok 8. áratugarins. Hin svokallaða Civic Center þótti of gamaldags og hreinlega ekki íþróttafólki né áhorfendum bjóðandi. Það verður að segjast eins og er að af myndum að dæma hefur mannvirkið ekki verið ýkja burðugt.
|
Þjóðarleikvangurinn í Belís sem var rifinn. |
Það tók ekki langan tíma að rífa höllina niður og aðeins fáeinum árum síðar, nánar tiltekið í byrjun þessa mánaðar var nýr þjóðarleikvangur fyrir innanhúsíþróttir vígður í Belís. Mannvirki sem þessi fátæka þjóð getur verið stolt af og ljóst að innanhúsíþróttir munu blómstra í þessu húsi. Hvenær fáum við alvöru þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir hérlendis? Vonandi innan fárra ára.
|
Nýja þjóðarhöllin í Belís. |
Ummæli
Skrifa ummæli