Fara í aðalinnihald

Laugardalshöll: þar sem áhættumiklir keppnisleikir fara fram


Eins og áður hefur komið fram er Laugardalshöllin ólöglegur keppnisstaður i alþjóðlegum keppnisleikjum á vegum Handknattleikssambands Evrópu og Körfuknattleikssambands Evrópu (FIBA Europe).

Stenst ekki öryggiskröfur
Í öryggisreglugerð EHF er ljóst að Laugardalshöllin fellur undir skilgreiningu á keppnishöllum þar sem áhættumiklir keppnisleikir fara fram. Í 3.1.2. kafla reglugerðarinnar segir m.a. ,,Áhættumiklir keppnisleikir eru keppnisleikir sem fara fram þar sem öryggi fólks er stefnt í hættu vegna fyrirkomulags og legu rýmisins í keppnishöllinni og/eða vegna skorts á afmörkun á áhorfendasvæðum."

Laugardalshöllin er á undanþágum í alþjóðlegum keppnisleikjum á vegum HSÍ og KKÍ en óvíst er hversu lengi þær munu vara enda kröfur um háa öryggisstaðla í nútímakeppnishöllum mjög ríkar.

Árið 2014 kom upp sú staða í landsleik Íslands og Ísraels í handknattleik að keppnisgólfið var of nálægt annarri langhliðinni. Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu eftir leik stóð m.a.: ,,Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er."

Áður hafði eftirlitsmaðurinn sett út á legu keppnisvallarins þar sem hann var of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni. Því varð að grípa til þess ráðs að færa völlinn 80 cm til suðurs. Það var gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt væri að rýma bygginguna á skömmum tíma, kæmi eitthvað upp á.

Eins og sést á hægri uppdrættinum er mjög þröngt milli áhorfendastúkanna og keppnisgólfsins og ekki batnar ástandið þegar auglýsingaskilti eru milli vallarins og stúkanna.
Vegna smæðar rýmisins er lega keppnisgólfsins alltaf til ama en vegna þrengsla sitthvorum megin við það, er ógerlegt að hreyfa mikið við því nema með því að þrengja enn meir að annarri hliðinni. Við þetta skapast hættuástand m.a. með tilliti til skjótrar rýmingar á fólki.

Samkvæmt skilgreiningu í öryggisreglugerð FIBA eru þrjú stærstu áhorfendahólfin í stóru stúkunni norðanmegin í byggingunni of stór með tilliti til rýmingar hússins, þ.e.a.s. ef einsýnt þykir að rýming gæti tekið lengri tíma en eðlilegt þykir. Þannig staða gæti komið upp í Laugardalshöll.

Slysahætta keppnisfólks
Til viðbótar við þá hættu er varðar öryggi áhorfenda er einnig hætta er steðjar að keppnisfólki í Laugardalshöllinni.

Í byrjun árs 2015 fékk FH-ingurinn Ísak Rafnsson alvarlegt höfuðhögg í bikarúrslitakeppninni í Laugardalshöll og áttu sjúkraflutningamenn í erfiðleikum með að athafna sig í byggingunni.  Það tók heila eilífð að koma honum í sjúkrabíl því að sjúkraflutningamenn komust ekki með tækin sín út úr höllinni.

Tveimur árum síðar, í febrúar 2017, lá við stórslysi þegar Valsmaðurinn Ólafur Ægir Ólafsson skall með miklum þunga á óvörðum, steyptum stólpa fyrir aftan annað markið. Líkt og sést á hægri uppdrættinum fyrir ofan sést að ekki er langt frá endalínu að stólpunum. Eftir atvikið voru stólparnir bólstraðir til að koma í veg fyrir frekari slys.

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og fyrrum landsliðsmaður í handbolta, var vitni að atvikinu og lét hafa eftirfarandi eftir sér í kjölfarð: ,,Ef menntamálaráðherra er að horfa, sem ég veit að hann er að gera þar sem hann er uppi í stúkunni. Þá er þetta ein af ástæðunum að Laugardalshöll er kol, kolólögleg. Þessi keppnishöll sem við Íslendingar höfum reyndar átt í rúm 50 ár er einfaldlega úr sér gengin og til skammar. Akkúrat svona atvik eru ástæðan fyrir því að kröfur til keppnishalla eru orðnar miklu, miklu meiri en á miðri síðustu öld þegar þessi höll var byggð. Þetta hús er einfaldlega úrelt og hættulegt fyrir afreksíþróttafólk. Það er hart að segja það en það er einfaldlega staðan. Þessu húsi þarf að loka."



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Laugardalshöllin: gömul, eldri, elst

Þegar fjórar síðustu undankeppnir í EM í handbolta eru skoðaðar kemur í ljós að Laugardalshöll er langelsta íþróttahöllin sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum í Evrópu. Fjölnota íþróttahöll. Alls fóru fram 12 landsleikir í í Laugardalshöll í undankeppni EM á þessu tímabili, eða allir heimaleikir Íslands. Auk Laugardalshallarinnar fóru á þessu tímabili fram landsleikir í 12 öðrum íþróttahöllum sem reistar voru fyrir 1970. Engin þeirra hýsti jafnmarga leiki og Laugardalshöllin en þær hallir sem komust næst Laugardalshöllinni hýstu fjóra leiki á þessu tímabili, eða að meðaltali einn leik í hverri undankeppni. Þær hallir sem hýstu fjóra landsleiki voru Yunost Sports Palace (1967) í Chelyabinsk í Rússlandi, Dvorana Mirza Delibasic (1969) í Sarajevo í Bosníu og Minsk Sports Palace (1966) í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þessar þrjár íþróttahallir eru allar handan austantjaldsins en Ísland er eina Vestur-Evrópu þjóðin þar sem landsleikir í handknattleik eru leiknir að s