Íslendingar fylgdust spenntir með byggingarframkvæmdum þegar
Laugardalshöllin reis upp úr jörðinni í byrjun sjöunda áratugarins. Nokkrir
fundu henni flest til foráttu en meirihluti Reykvíkinga og nærsveitunga horfðu
bjartsýnisaugum til framtíðar; innanhúsíþróttum hafði verið fundið öruggt
skjól.
Íþróttahúsið við Hálogaland sem hafði verið helsta
íþróttamiðstöð Íslendinga í hartnær tvo áratugi þótti ekki burðugt mannvirki
líkt og fjölmiðlar bentu réttilega á á þeim tíma.
Í frétt sem birtist í Vísi haustið 1963 er samsett mynd af Laugardalshöllinni í byggingu og niðurníddu íþróttahúsinu við Hálogaland. Fyrirsögn fréttarinnar var: Þá verður flutt úr koti í höll …
Það er rétt, aðstöðumunurinn og gæðin milli þessarra tveggja íþróttamannvirkja var gríðarlegur. Í dag er sagan hins vegar önnur og er Laugardalshöllin nú í hlutverki kotsins, því miður. Bygging sem er úr sér gengin og við bíðum og vonum að nýtt mannvirki leysi hana af hólmi og þá verður flutt úr koti í höll.
Skjáskot af frétt úr Vísi. |
Ummæli
Skrifa ummæli