Árið 2009
vöknuðu ráðamenn í afríska ríkinu Angóla upp við vondan draum en helsta
íþróttahöll landsins, Pavilhao da Cidadela sem var tekin í notkun árið 1974,
var orðin úrelt og úr sér gengin. Þá var um þrennt að velja: að gera ekkert í
málunum og láta höllina grotna niður, gangast undir viðamiklar endurbætur á henni
eða byggja nýja, nútímalega íþróttahöll. Að lokum féllust stjórnvöld á þriðja
kostinn, ný höll yrði byggð.
Gamla höllin rúmaði 6.873 manns í sæti en mikill áhugi var fyrir því að arftaki hennar gæti tekið við mun fleiri áhorfendum. Og svo varð raunin en nýja þjóðarhöllin, Pavilhao Multiusos do Kilamba sem var vígð í september 2013, rúmar 12.720 áhorfendur í sæti.
Afraksturinn er stórkostlegt mannvirki sem telst í dag eitt nútímalegasta og besta innanhúsíþróttamannvirkið í Afríku.
Íþróttamálaráðherra Angóla sagði við vígsluathöfnina að nú hefði körfuknattleikslandslið þjóðarinnar eignast verðugan samastað en Angóla hefur á að skipa nokkuð frambærilegu landsliði í körfuknattleik.
Þjóðin hefur m.a. orðið Afríkumeistari í 11 skipti, tekið þátt í lokakeppni HM í sex skipti og fimm sinnum unnið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum.
Þá er hróður handknattleikslandsliðs Angóla sífellt að aukast en þjóðin hefur t.a.m. unnið til bronsverðlauna í síðustu tveimur Afríkukeppnum og hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni HM.
Angóla mætti meðal annars Íslendingum á HM í Frakklandi 2017 þar sem okkar menn sigruðu nokkuð örugglega 33-19.
En nú eiga körfu- og handknattleikslandslið Angólu nútímalegan og verðugan samastað. Vel gert Angóla.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða þar til íslensku hand- og körfuknattleikslandsliðin eignist líka verðugan samastað.
Hér að neðan eru myndir af gömlu og nýju þjóðarhöllum Angóla.
Gamla höllin rúmaði 6.873 manns í sæti en mikill áhugi var fyrir því að arftaki hennar gæti tekið við mun fleiri áhorfendum. Og svo varð raunin en nýja þjóðarhöllin, Pavilhao Multiusos do Kilamba sem var vígð í september 2013, rúmar 12.720 áhorfendur í sæti.
Afraksturinn er stórkostlegt mannvirki sem telst í dag eitt nútímalegasta og besta innanhúsíþróttamannvirkið í Afríku.
Íþróttamálaráðherra Angóla sagði við vígsluathöfnina að nú hefði körfuknattleikslandslið þjóðarinnar eignast verðugan samastað en Angóla hefur á að skipa nokkuð frambærilegu landsliði í körfuknattleik.
Þjóðin hefur m.a. orðið Afríkumeistari í 11 skipti, tekið þátt í lokakeppni HM í sex skipti og fimm sinnum unnið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum.
Þá er hróður handknattleikslandsliðs Angóla sífellt að aukast en þjóðin hefur t.a.m. unnið til bronsverðlauna í síðustu tveimur Afríkukeppnum og hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni HM.
Angóla mætti meðal annars Íslendingum á HM í Frakklandi 2017 þar sem okkar menn sigruðu nokkuð örugglega 33-19.
En nú eiga körfu- og handknattleikslandslið Angólu nútímalegan og verðugan samastað. Vel gert Angóla.
Vonandi verður þess ekki langt að bíða þar til íslensku hand- og körfuknattleikslandsliðin eignist líka verðugan samastað.
Mynd: Pedro Parente. |
Mynd: Uccla.pt. |
Mynd: Milimetdesign. |
Ummæli
Skrifa ummæli