Fara í aðalinnihald

Þetta gerði Angóla fyrir fimm árum (myndir)

Árið 2009 vöknuðu ráðamenn í afríska ríkinu Angóla upp við vondan draum en helsta íþróttahöll landsins, Pavilhao da Cidadela sem var tekin í notkun árið 1974, var orðin úrelt og úr sér gengin. Þá var um þrennt að velja: að gera ekkert í málunum og láta höllina grotna niður, gangast undir viðamiklar endurbætur á henni eða byggja nýja, nútímalega íþróttahöll. Að lokum féllust stjórnvöld á þriðja kostinn, ný höll yrði byggð.

Gamla höllin rúmaði 6.873 manns í sæti en mikill áhugi var fyrir því að arftaki hennar gæti tekið við mun fleiri áhorfendum. Og svo varð raunin en nýja þjóðarhöllin, Pavilhao Multiusos do Kilamba sem var vígð í september 2013, rúmar 12.720 áhorfendur í sæti.

Afraksturinn er stórkostlegt mannvirki sem telst í dag eitt nútímalegasta og besta innanhúsíþróttamannvirkið í Afríku.

Íþróttamálaráðherra Angóla sagði við vígsluathöfnina að nú hefði körfuknattleikslandslið þjóðarinnar eignast verðugan samastað en Angóla hefur á að skipa nokkuð frambærilegu landsliði í körfuknattleik.

Þjóðin hefur m.a. orðið Afríkumeistari í 11 skipti, tekið þátt í lokakeppni HM í sex skipti og fimm sinnum unnið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum.

Þá er hróður handknattleikslandsliðs Angóla sífellt að aukast en þjóðin hefur t.a.m. unnið  til bronsverðlauna í síðustu tveimur Afríkukeppnum og hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni HM.

Angóla mætti meðal annars Íslendingum á HM í Frakklandi 2017 þar sem okkar menn sigruðu nokkuð örugglega 33-19.

En nú eiga körfu- og handknattleikslandslið Angólu nútímalegan og verðugan samastað. Vel gert Angóla.

Vonandi verður þess ekki langt að bíða þar til íslensku hand- og körfuknattleikslandsliðin eignist líka verðugan samastað.

Hér að neðan eru myndir af gömlu og nýju þjóðarhöllum Angóla.

Mynd: Pedro Parente.

Mynd: Uccla.pt.

Mynd: Milimetdesign.

 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Laugardalshöllin: gömul, eldri, elst

Þegar fjórar síðustu undankeppnir í EM í handbolta eru skoðaðar kemur í ljós að Laugardalshöll er langelsta íþróttahöllin sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum í Evrópu. Fjölnota íþróttahöll. Alls fóru fram 12 landsleikir í í Laugardalshöll í undankeppni EM á þessu tímabili, eða allir heimaleikir Íslands. Auk Laugardalshallarinnar fóru á þessu tímabili fram landsleikir í 12 öðrum íþróttahöllum sem reistar voru fyrir 1970. Engin þeirra hýsti jafnmarga leiki og Laugardalshöllin en þær hallir sem komust næst Laugardalshöllinni hýstu fjóra leiki á þessu tímabili, eða að meðaltali einn leik í hverri undankeppni. Þær hallir sem hýstu fjóra landsleiki voru Yunost Sports Palace (1967) í Chelyabinsk í Rússlandi, Dvorana Mirza Delibasic (1969) í Sarajevo í Bosníu og Minsk Sports Palace (1966) í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Þessar þrjár íþróttahallir eru allar handan austantjaldsins en Ísland er eina Vestur-Evrópu þjóðin þar sem landsleikir í handknattleik eru leiknir að s