Fara í aðalinnihald

Lúin ertu Laugardalshöll í samanburði við aðrar ,,þjóðarhallir" í Evrópu

Líkt og margir vita sem fylgjast með þessu bloggi er Laugardalshöllin ein elsta keppnishöllin í Evrópu sem er notuð að staðaldri í keppnisleikjum landsliða. Þetta sést greinilega ef við skoðum aldur skilgreindra þjóðarhalla allra þjóðanna í álfunni.

Boris Trajkovski Sports Center (2008), er þjóðarhöll Makedóníu. Mynd: Balkanleague.net.
Vígsluár þjóðarleikvanga fyrir innanhúsíþróttir í Evrópu:
Danmörk, Royal Arena, 2017.
Írland, Sport Ireland National Indoor Arena, 2017.
Albanía, Tirana Olympic Park, 2016.
Sviss, Tissot Arena, 2015.
Kasakstan, Barys Arena, 2015.
Pólland, Tauron Arena, 2014.
Rúmenía, Polyvalent Hall (Cluj), 2014.
Moldóva, Complexului Sportiv, 2014.
Skotland, SSE Hydro, 2013.
Azerbaidjan, Baku Crystal Hall, 2012.
Holland, Ziggo Dome, 2012.
Búlgaría, Arena Armeec, 2011.
Litháen, Zalgiris Arena, 2011.
Tyrkland, Sinan Erden Dome, 2010.
Slóvenía, Arena Stosize, 2010.
Hvíta-Rússland, Minsk Arena, 2010.
Bosnía og Hersegóvína, Arena Zenica, 2009.
Svartfjallaland, Topolica Sport Hall, 2009.
Belgía, Lotto Arena, 2008.
Króatía, Arena Zagreb, 2008.
Makedónía, Boris Trajkovski Sports Center, 2008.
England, 02 Arena, 2007.
Lettland, Riga Arena, 2006.
Rússland, Megasport Arena, 2006.
Slóvakía, Steel Arena, 2006.
Kýpur, Spyros Kyprianou Athletic Center, 2005.
Ítalía, Pala Alpitour, 2005.
Tékkland, O2 Arena, 2004.
Serbía, Kombank Arena, 2004.
Gíbraltar, Tercentenary Hall, 2004.
Ungverjaland, Papp Budapest Sports Arena, 2003.
Austurríki, Stadthalle Graz, 2002.
Spánn, Madrid Arena, 2002.
Grænland, Inussivik, 2002.
Lúxemborg, d’Coque, 2002.
Liechtenstein, 2002.
Eistland, Saaku Suurhall, 2001.
Norður-Írland, Odyssey Arena, 2000.
Þýskaland, Lanxness Arena, 1998.
Portúgal, MEO Arena, 1998.
Finnland, Hartwall Arena, 1997.
Grikkland, Nikos Galis Olympic Indoor Hall, 1995.
Wales, Motorpoint Arena, 1993.
Andorra, Poliesportiu d’Andorra, 1991.
Noregur, Oslo Spektrum, 1990.
Svíþjóð, Globen, 1989.
Frakkland, AccorHotels Arena, 1984.
Armenía, Karen Demirchyan Sports and Concerts Complex, 1983.
Malta, Cottonera Sports Complex, 1978.
Kosóvó, Palace of Youth and Sports, 1977.
Færeyjar, Höllin á Hálsi, 1970.
San Marínó, Sala Polivalente di Serravalle, 1969.
Ísland, Laugardalshöll, 1965.
Georgía, Tblisi Sports Palace, 1961.
Úkraína, Palace of Sports, 1960.

Einu þjóðirnar fyrir neðan Ísland á listanum, Georgía og Úkraína, eru báðar með nýja þjóðarleikvanga fyrir innanhúsíþróttir í ferli.

Ef við berum saman þjóðarleikvangana hjá þjóðum sem eru skilgreindar sem vestræn ríki, þá er niðurstaðan einfaldlega sú að Ísland vermir botnsætið. San Marínó deilir sjöunda áratuginum með okkur og Malta á einu höllina sem var byggð á áttunda áratuginum. Þetta er einfaldlega staðan í dag.

Vígsluár þjóðarleikvanga fyrir innanhúsíþróttir hjá þjóðum sem eru skilgreindar sem vestræn ríki:
Danmörk, Royal Arena, 2017.
Írland, Sport Ireland National Indoor Arena, 2017.
Sviss, Tissot Arena, 2015.
Pólland, Tauron Arena, 2014.
Skotland, SSE Hydro, 2013.
Holland, Ziggo Dome, 2012.
Litháen, Zalgiris Arena, 2011.
Slóvenía, Arena Stosize, 2010.
Belgía, Lotto Arena, 2008.
Króatía, Arena Zagreb, 2008.
England, 02 Arena, 2007.
Lettland, Riga Arena, 2006.
Slóvakía, Steel Arena, 2006.
Ítalía, Pala Alpitour, 2005.
Tékkland, O2 Arena, 2004.
Ungverjaland, Papp Budapest Sports Arena, 2003.
Austurríki, Stadthalle Graz, 2002.
Spánn, Madrid Arena, 2002.
Lúxemborg, d’Coque, 2002.
Liechtenstein, 2002.
Eistland, Saaku Suurhall, 2001.
Norður-Írland, Odyssey Arena, 2000.
Portúgal, MEO Arena, 1998.
Þýskaland, Lanxness Arena, 1998.
Finnland, Hartwall Arena, 1997.
Grikkland, Nikos Galis Olympic Indoor Hall, 1995.
Wales, Motorpoint Arena, 1993.
Andorra, Poliesportiu d’Andorra, 1991.
Noregur, Oslo Spektrum, 1990.
Svíþjóð, Globen, 1989.
Frakkland, AccorHotels Arena, 1984.
Malta, Cottonera Sports Complex, 1978.
San Marínó, Sala Polivalente di Serravalle, 1969.
Ísland, Laugardalshöll, 1965.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Nýtt íþróttahús í Njarðvík?

Íþróttahúsið í Njarðvík, Ljónagryfjan svokallaða, er elsta keppnishúsið sem er í notkun í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Húsið var tekið í notkun árið 1973 og stendur við grunnskóla Njarðvíkur. Ef mið er tekið af íþróttahúsum sem byggð hafa verið hérlendis á síðasta áratug eða eru í byggingu er ljóst að mannvirkið er allt of lítið; ekki er nægilegt rými umhverfis keppnisgólfið og þá er takmörkuð aðstaða fyrir áhorfendur. Húsið er einfaldlega of lítið fyrir starfsemi félagsins. Vitaskuld er Ljónagryfjan fallegt og skemmtilegt íþróttahús og er það eitt af djásnum íslensks körfubolta en því miður er það ekki boðlegt lengur sem heimavöllur eins sigursælasta körfuknattleiksfélags landsins. ,,Ljónagryfjan" í Njarðvík. Skjáskot: Ja.is. Mikil íbúafjölgun Árið 1973 voru íbúar Njarðvíkur 1.700 en í dag búa yfir 6.000 manns í Njarðvíkurhluta Reykjanesbæjar. Fjölgun íbúa í Njarðvík nemur því um 250% á tímabilinu og er ljóst að þörf er á aðgerðum af hálfu bæjaryfirvalda sem

Nýtt körfuboltahús Hauka, Ólafssalur

Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna. Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið. Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum. Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum enda vallarins. Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust. Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. Mynd: Örn Eyjólfsson, F

Landsliðsmenn um Laugardalshöll árið 1994: ,,á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir."

Íslenskir handboltalandsliðsmenn töldu sig illa svikna þegar ljóst var að ný keppnishöll myndi ekki rísa fyrir HM 95. Að þeirra mati var Laugardalshöllin úrelt bygging og engan veginn í stakk búin til að hýsa stórleiki á heimsmeistaramóti sem og aðra leiki að því loknu. Auðvitað var þessi höll þeim öllum kær en að þeirra mati áttu tilfinningar ekki að ráða för í þessu máli. Í júlí 1994, rúmum tíu mánuðum fyrir setningu heimsmeistaramótsins, sendu landsliðsmennirnir aðsenda grein í Morgunblaðið undir yfirskriftinni ,,Við gerum okkar besta - en ..." þar sem framtaksleysi stjórnvalda var harðlega gagnrýnt. ,,V ið höfum allir átt ógleymanlegar stundir í Laugardalshöllinni og margir af stærstu sigrum íslenska landsliðsins hafa einmitt verið þar. Hins vegar verður að viðurkennast að þessi 30 ára gamla bygging er barn síns tíma og á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir ," stóð m.a. í greininni. ,,Þ að er hins vegar alveg lj