Körfuknattleikslið Hauka mun spila á nýjum
heimavelli á komandi leiktíð Domino's deildar karla og kvenna.
Um er að ræða sérhæft körfuknattleikshús
sem mun nær eingöngu þjónusta körfuknattleiksdeild Hauka. Um er að ræða einstakt hús á íslenska vísu og verður fróðlegt að fylgjast með því hvort önnur félög fylgi í kjölfarið.
Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum.
Keppnissalurinn er sérhannaður fyrir körfubolta og stúkan mun rúma 1100 manns en samkvæmt fréttum geta allt að 2.000 manns komist fyrir með því að raða fólki þétt á svölunum.
Engin hefðbundin leikklukka verður í húsinu
heldur verður stöðu, tíma og stigaskori varpað upp á LED skjái í sitthvorum
enda vallarins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar af Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Fréttablaðsins, og birtist í frétt blaðsins um íþróttamannvirkið síðastliðið vor. Þá var áhorfendaaðstaðan ekki komin til landsins en hún ætti að vera kominn upp fyrir upphaf körfuknattleikstímabilsins í haust.
Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. |
Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. |
Mynd: Örn Eyjólfsson, Fréttablaðið. |
Það er ljóst að Haukar hafa eignast alvöru gryfju en inndraganleg áhorfendasæti munu raðast umhverfis keppnisgólfið (sjá teikningar frá Verkís) auk þess sem fólk getur staðið á svölum allan hringinn. Hrós á Hauka fyrir frábært framtak.
Keppnishöllin nefnist Ólafssalur eftir Ólafi Rafnssyni, fyrrverandi formanni KKÍ, forseta ÍSÍ og FIBA Europe, sem lést árið 2013 en hann var einarður Haukamaður.
Mynd: Verkís. |
Mynd: Verkís. |
Mynd: Verkís. |
Ummæli
Skrifa ummæli